Vikan


Vikan - 08.02.1979, Qupperneq 6

Vikan - 08.02.1979, Qupperneq 6
Svipmyndir frá Kitzbúhel. alveg ókeypis, en það er hjá honum Heinz, er leigir út skíði í Graggaugasse. Hann hefur útbúið hlýlegt herbergi inn af versluninni, þar sem hann veitir viðskipta- vinum sínum eplasnafs við snarkandi arin- eld, enda eru Austurríkismenn þekktir fyrir elskulegt viðmót og gestrisni. Hann hefur um áraraðir safnað gömlum, sögulegum munum í sveitunum umhverfis, sem gefa „veitingastofunni” alveg ógleymanlegan blæ. Og kannski ertu líka svo heppinn að rekast þar á hann Lutz ljósmyndara. Hann er borinn og barnfæddur í Kitzbúhel og kann hafsjó af sögum frá þeim tímum, er aðalsmenn gerðu garðinn frægan og prinsinn af Wales laumaðist til stefnumóta við frú Simpson í Kitzbúhel. Hann minnist með söknuði skíðakennara prinsins, Billy Bracken. — Sá maður kunni að snúa öllu upp í ævintýri, segir hann. — Þá var nú ekki hikað við að skemmta sér til morguns eftir erfiðan dag. Fólk skemmtir sér ekki þannig lengur. — Kannski á það ekki eins mikla peninga, segi ég. — Nei, segir hann. — Fólk á meiri peninga núna. En það hefur glatað hugmyndafluginu. Kannski er nokkuð til í því. Líf í tuskunum Trans Alp gengst fyrir tveimur skemmti- kvöldum fyrir gesti sína, og fórum við á Týrólakvöld í Gasthaus Neuwirt í Obern- dorf. Þar voru sýndir fjörugir, austurrískir þjóðdansar og jóðlað af hjartans lyst. Að lokum hrifust gestir svo mjög með, að þeir þyrptust sjálfir upp á sviðið til að dansa. Hitt skemmtikvöldið nefnist Fonduekvöld og er haldið i gömlum og skemmtilegum kastala, Schloss Múnichau. Trans Alp býður einnig upp á sleðaferðir fyrir alla fjölskylduna og tvær dagsferðir. Önnur ferðin er til Innsbruck, höfuðstaðar Týról, og Vipiteno á Ítalíu, en þar er hægt að kaupa leðurvörur við vægu verði, t.d. skíðaskó. Hin ferðin er til Salzburg, og völdum við hana. Á leiðinni er farið yfir Berchtesgadener 6 Vikan 6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.