Vikan


Vikan - 22.03.1979, Qupperneq 15

Vikan - 22.03.1979, Qupperneq 15
Framhaldssaga Fjórði hluti hvort til frú Dahkarovu eöa þá Wayne og Janina að hringja frá Oklahoma. Þó Emilia væri búin að vera i ballett í svo mörg ár að henni væri orðið eðlilegt að vera á alls kyns undarlegum stöðum og þó hún hefði komið fram með at- vinnudönsurum þá hafði hún aldrei vitað að ballett gæti verið svona erfið og sársaukafull vinna. Hún skildi nú að það var vegna þess að hún hafði aldrei verið með stórum dansflokki sem var á heimsmælivarða og aldrei tekið þátt í þeirri geðveikislegu ringulreið og tíma- leysi sem var ríkjandi þegar verið var að setja upp og undirbúa stórar ballettsýn- ingar í New York. Hún velti því fyrir sér hvers vegna Wayne og Deedee höfðu aldrei talað um þessa hlið ballettsins og hvort það væri vegna þess að þau höfðu hætt að dansa svona snemma. Þangað til einn fagran sumarmorgun þegar hún gekk upp eftir Broadway á leið i ballettskólann. Gekk, hún flýtti sér ekki, heldur bara gekk. Henni leið vel innra með sér, heit sólin var yndisleg, hreint hár hennar yndislegt, trén voru græn, hana verkjaði ekkert í kálfana og varla neitt í fæturna. Sviti og þreyta voru loksins orðin eins mikill vani og það að reyna stöðugt að ná sem full- komnustum hreyfingum í ballettinum. Hún var farin að hlakka til tímanna hjá Peter og til allra æfinganna. Og þennan sama dag kyssti Peter hana eftir tíma og Michael lét hana fá lítið hlutverk — I Three Girls in Blue — fyrsta þætti eins ballettsins sem átti að fara að frumsýna. Þegar hún færði þeim fréttirnar um kvöldið olli það henni vonbrigðum að Ethan var ekki heima. Honum hafði verið boðið i kvöldverð heim til stráks sem hann hafði kynnst. En frú Dahkarova varð eins hrifin og hann hefði orðið og Deedee, sem hafði eytt enn einum heitum degi í að reyna að finna Adelaide til að reyna að fá hana til að útvega sér einhverja kennslu, táraðist og hringdi í Wayne. Hann var ekki heima og hún varð óróleg þangað til hún mundi eftir tímamuninum. Emilía var ánægð en ekkert æst yfir þessu. Hennar gleði var bara að dansa en ekki endilega fyrir aðra. Án þeirrar gleði var dansinn, jafnvel hjá þessum stóra dansflokki, ekkert nema erfiðis- vinna. Ef hún færi héðan yrði faðir hennar fyrir vonbrigðum. Hann myndi auðvitað ekki minnast á það en hann yrði það samt og henni fannst óbærilegt að verða þess valdandi. Frumsýningarkvöldið var eftirvænt- ing og kviði jafn ríkjandi i hugum allra í flokknum. Enda fer þetta yfirleitt saman þó Emilía fyndi fyrir hvorugu. Hún hafði snemma lokið við að mála sig og klæða. Hún stóð róleg til hliðar við sviðið og fylgdist undrandi með ballett, sem allur hafði verið æfður í smáhlut- um, verða að einni heild. Hún fylgdist með hinni frábæru leikni Emmu og Sevillu, nákvæmni balletthópanna og snilli sólódansaranna. Á sviðinu voru þau öll fögur á að líta og liðu um að því er virtist án nokkurfar áreynslu, eins og konunglegar verur ein- hvers konar svífandi konungsríkis. Hér var ekki blákaldur raunveruleikinn að angra áhorfendur, þetta voru eins og fagrir draumar sveipaðir híalíni. Á sviðinu voru dansararnir draumaverur en utan þess voru þeir sveittir, lafmóðir og örþreyttir. Emilía horfði á þá koma svífandi af sviðinu, brosandi yndislega, en þrífa svo jafnskjótt og þeir voru komnir úr augsýn Kleenex til að þerra löðursveitta líkama sína. Einn eða tveir þurftu að anda að sér súrefni, annar hljóp inn á næsta salerni til að kasta upp, enn annar henti sér í gólfið vegna sársauka frá slitinni sin — og fór svo aftur inn á sviðið. Sandra, stúlkan frá Puerto Rico sem klæddi sig við hliðina á Emilíu og var alltaf símasandi og fliss- andi, kom í mörgum snúningum út af sviðinu og var ákaft klappað fyrir henni. En hún brast samt í grát. „Ég bara get ekki snúið mér i kvöld,” skældi hún. Emilía, sem nú var um það bil að gangast undir frumraun sína á sviðinu í þjóðleik- húsinu í Lincoln Center í New York borg, þerraði augu Söndru og faðmaði hana að sér um leið og hún tók sér stöðu fyrir fyrstu innkomuna. Strax eftir fyrstu sporin hætti heili hennar að ráða yfir henni. Stígandi tón- listin, sem kom frá gríðarstórri hljóm- sveitinni, var í fullu samræmi við þá gleði sem hún fann nú gagntaka sig. Gleði sem hún hafði haldið að hún myndi aldrei finna fyrir aftur. Það var þessi innri gleði sem lyfti henni hátt í loftið og sneri henni glæsilega og fékk varir hennar til að aðskilja sig I brosi sem hún vissi ekki einu sinni að var þarna. Allt erfiðið hafði vissulega ekki verið einskis virði. Það geislaði af henni þegar þau voru klöþpuð fram. Hún stóð í röð með hin- um sólódönsurunum og hópdansararnir fyrir aftan þau meðan Carolyn, sem hafði dansað aðalhlutverkið ásamt Yuri, var færður hver blómvöndurinn á fætur öðrum. Hún horfði á Carolyn taka eina rósina og rétta Yuri hana við áköf fagn- aðarlæti frá áhorfendunum. Hún leit út yfir áhorfendafjöldann i upplýstum saln- um og sá aðdáendur hlaupa niður salinn með enn fleiri blómvendi. Hún sá þungt gyllt fortjaldið sveiflast niður um leið og Carolyn og Yuri hlupu framfyrirþað til að áhorfendurnir gætu hyllt þau sérstak- lega. Þau hneigðu sig eins og konung- bornar verur, langt hafin yfir almúgann. Þegar þau hlupu aftur inn fyrir tjaldið milli hneiginganna sá Emilía að máln- ingin rann i lækjum niður eftir andlitum þeirra og líkamar þeirra voru baðaðir svita, þau voru andstutt og hálf haltr- andi en það geislaði af þeim. Henni skildist þá að það var hægt að öðlast annars konar gleði af dansi. Og hún velti því fyrir sér hvernig sú tilfinn- ing væri. 4. kafli. „Allt í lagi, bless,” sagði Ethan óþolin- móður þegar þau komu að horni Broad- way og 63. götu en Deedee gekk með honum fyrir hornið. „Hagaðu þér nú almennilega,” áminnti hún hann. „Mundu að þú ert styrkþegi og sýndu þakklæti.” „Ó, það er ég. Ég þarf þá ekki að þvælast um göturnar.” „Reyndu ekki að vera neitt sniðugur hjá kennurunum. Þeir eru ekki hún móðir þín.” Þau komu að dyrum sem á stóð AMERICAN BALLET og það glamp- aði á stafina í sólinni. Hann færði litlu æfingatöskuna til og kvaddi hana ákveð- inn með handabandi. „Nú ferð þú ekki lengra. Vertu blessuð." Hann var kominn hálfa leið upp tröppurnar þegar hann heyrði að hún kom á eftir honum. „Nei!” Hún hélt áfram upp tröppurnar. „Skammastu þín fyrir að láta sjá þig með mér?” „Hefurðu ekkert betra við tímann að gera?” Hann hreytti út úr sér orðunum milli samanbitinna tannanna. „1 hreinskilni sagt, nei!” svaraði hún til baka. „Je minn góður!” Ethan hristi höfuðið hneykslaður á svip en stundi svo fullur samúðar. „Jæja, leyfðu mér þá að fara fyrst.” Hún beið þangað til hann var horfinn sjónum hennar en hélt svo hægt á eftir honum. Mæðurnar, sem sátu í röð á bekk í móttökusalnum, sneru sér að henni allar sem ein. Sú sem var næst henni, feitlagin kona á þrítugsaldri, sem var að sauma borða á ballettskó, brosti vingjamlega til hennar og færði sig aðeins til á bekknum. Deedee brosti yfir- lætislega og gekk til ungu stúlkunnar við afgreiðsluborðið eins og þær væru gamlar vinkonur. „Halló Florence. Ekki er víst Ade- laide hér einhvers staðar?” „Því miður, hún er á fjáröflunarfundi, frú Rogers.” Deedee lækkaði róminn. „Deedee." „Deedee.” Florence sagði þessi tvö at- kvæði hægt. FÉLAG iSLENZKRA HLJÖMLISTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri mw Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 12. tbl, Vlkan Xf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.