Vikan


Vikan - 22.03.1979, Page 50

Vikan - 22.03.1979, Page 50
HVERNIG ER AÐ DEYJA? Þótt við mennirnir deilum um flesta hluti og sitt sýnist hverjum, þá er þó eitt sem aldrei hefur verið um deilt og það er að eitt sinn skal hver deyja. Þegar þess er gætt hve óhagganleg þessi sannreynd er, má telja furðulegt hve lítinn áhuga þorri manna sýnir þessu stórkostlega ævintýri, sem undantekningarlaust bíður okkar allra. Þó er það skiljanlegra um þá, sem eru þeirrar skoðunar, að dauðinn sé endir alls fyrir einstaklinginn. Slikum mönnum er vafalaust hollast að vera ekki að eyða alltof miklum tíma í umhugsun- ina um þessa gjöreyðing mannsins. En forvitni hinna sem annaðhvort eru í efa um framhaldslífið eða sannfærðir um það er furðulítil, þegar á heildina er litið. Það kann i sumum tilfellum að stafa af ótta við dauðann. Eins og ég hef greint frá í tímariti sálarrannsókna- félagsins, MORGNI, hefur það komið fyrir hvað eftir annað, að fólk sem læknar hafa lýst dáið, hefur horfið aftur til lífsins, eða komið aftur I líkama þann sem sagður hafði verið dauður og haldið áfram að lifa I honum mismunandi lengi. Þetta fólk hefur borið með sér glöggar og greini- legar minningar frá þeim tima sem það var utan likamans og lýst því sem það sá og heyrði á því tíma- bili. Og allt hefur það verið þess eðlis, að allur ótti við dauðann hefur horfið viðkomandi fólki fyrir fullt og allt. Slík undarleg atvik eru nú ekki lengur talin til hugaróra, því það hefur þegar við sannað að um slíkt er ekki að ræða. Þvert á móti eru vísindamenn nú t. d. önnum kafnir við að rannsaka þær sýnir, sem fólk sér á dánarbeði. Einkum hafa tveir vísindamenn vestanhafs vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á þessu sviði, og er mér sérstök ánægja að geta sagt ykkur, að annar þeirra er lslendingur. Mennirnir eru dr. Karlis Osis, forstjóri rannsókna Ameríska sálarrannsóknafélagsins og dr. Erlendur Haraldsson, dulsálarfræðingur, sem þegar er okkur að góðu kunnur fyrir rannsóknir hér heima á tslandi. Þessir tveir vlsindamenn voru einmitt aðal- mennirnir við rannsóknir Ameríska sálarrannsókna- félagsins i Bandaríkjunum og hér heima á hæfileikum Hafsteins heitins Björnssonar miðils. Nú hafa rannsóknir þessara ágætu vísindamanna á því sem gerist hjá deyjandi fólki á dauðastundinni sem sagt vakið mikla athygli. Bók þeirra um þetta verkefni er nú komin út og ber nafnið AT THE HOUR OF DEATH (Á dauðastund). Dr. Karlis Osis, sem nýtur mikillar virðingar í Bandaríkjunum sem vlsindamaður, hefur lýst niður- stöðum rannsókna þeirra félaga með þessum orðum: „Reynsla deyjandi fólks er í grundvallaratriðum sú sama, án tillits til menningar þeirra, menntunar, kynferðis eða trúarbragða. Og þessi reynsla virðist öll byggjast upp á einhverju sem er skiljanlegt, ef reiknað er með lífi að þessu loknu og ákveðnu skipulagi á þvi lífi.” Þetta er niðurstaða höfunda þessarar bókar eftir að hafa í fjögur ár kynnt sér hvers deyjandi fólk verður áskynja, þegar dauðinn ber að dyrum. Þeir byggja niðurstöður sínar á athugunum sem þúsundir lækna og hjúkrunarkvenna hafa gert á deyjandi fólki, bæði i Bandaríkjunum og á Indlandi. Rannsóknir í Bandaríkjunum á deyjandi sjúklingum fóru fram árin 1971-1972. Eitt þúsund læknar og hjúkrunarkonur sem viðstödd höfðu verið banabeð sjúklinga með fullri vitund, létu í té upplýsingar til þessara rannsóknarmanna Ameríska sálarrannsóknafélagsins. Svipað lögðu til sjö hundruð læknar og hjúkrunarkonur á Indlandi, þegar þeir dr. Osis og dr. Erlendur Haraldsson voru þar árin 1973 og 1974. Þeir höfðu þar nána samvinnu við lærðustu og kunnustu sál- og dulsálarfræðinga Indlands. UNDARLEG ATVIK XXI ÆVAR R. KYARAN Söfnun staðreyndanna fór fram með þeim hætti, að fyrir læknana og hjúkrunarkonurnar voru lagðir ítar- legir spurningalistar, sem svarað var og síðan sendir rannsóknarmönnum. Tilfellin sem rannsökuð voru með þessum hætti nálguðust 50.000. Ýmsum tilfellum fylgdu þeir dr. Erlendur og dr. Osis svo eftir með itarlegum persónu- legum viðtölum. Síðan var unnið úr öllum þessum upplýsingum og gögnum með tölvu, en svör hennar svo útskýrð og túlkuð af þeim doktorunum. Tilgangur þessara umfangsmiklu rannsókna var að endurmeta fyrri rannsókn á deyjandi fólki, sem dr. Osis hafði gert áriö 1960 og gefin hafði veriö út í formi ritgerðar, sem nefndist DEATHBED OBSERVAT- IONS BY PHYSICIANS AND NURSES (Athuganir lækna og hjúkrunarkvenna við banabeð). Þessi ritgerð dr. Osis var þegar talin sígilt rit sinnar tegundar, þegar síðari rannsóknin hófst. 1 tímaritinu New Realities sagði dr. Osis, að fyrri rannsókn sín hefði einungis náð til bandarísks þjóð- félags, og þess vegna hefði hann talið nauðsynlegt að kynna sér, hvort fólk sem byggi í allt öðru menningar- umhverfi og hefði gjörólík trúarbrögð yrði á dauða- stund fyrir svipaðri reynslu og fólkið í Bandaríkj- unum. Fyrri rannsóknina hafði dr. Osis tekist á hendur sökum þess, að eftirtektarverðustu sannanir sem fram hefðu komið um Iíf eftir dauðann, hefðu einmitt legið i þeirri sérstöku reynslu á banabeði, þegar hinir deyjandi sáu anda látinna ættingja og vina koma þeim til hjálpar á dauðastundinni við að breyta um tilverusvið. t sumum tilfellum höfðu viðstaddir, og jafnvel stundum sjálfur sjúklingurinn, ekki hugmynd um að verurnar sem birtust væru látiö fólk. Nú ætla ég að rifja upp eitt tilfelli úr ritgerð dr. Osis frá 1960. Þetta atvik gerðist á bresku sjúkrahúsi 1924, þar sem frú B. lá á banabeði. Meðan þessi kona hafði dvalið á sjúkrahúsinu hafði systir hennar, Vida, dáið. En frú B. hafði verið leynd þvi, sökum þess hve sjúkdómur hennar var alvarlegur. Þegar frú B. var að deyja sagði hún: „Það er svo dimmt. Ég sé ekkert.” Andartaki síðar birti yfir ásjónu hennar og hún sagði: „Ó, hve allt er nú bjart og yndislegt. Þið getið ekki séð það sem ég sé.” Skömmu síðar sagði hún: „Ég sé pabba. Hann vill fá mig til sin, hann er svo einmana.” Svo kom mikill undrunarsvipur á andlit hennar og hún bætti við: „Hann er með Vidu hjá sér!” Nokkrum mínútum síðar var hún látin. Þótt því hefði verið vandlega haldið leyndu fyrir henni, að systir hennar var látin, þá sá hún hana þarna með föður sínum engu að síður. En því átti hin deyjandi kona eðlilega ekki von á. Og það voru einmitt svona tilfelli sem sannfærðu dr. Osis um það, að hér gæti ekki verið um ofsjónir sjúks heila að ræða og aðrar rannsóknir hans á deyjandi fólki studdu þessa skoðun tvímælalaust. Dr. Osis lýsir þessu með svofelldum orðum: „Við komumst að því, að hinir deyjandi urðu fyrir merkilegri reynslu á dauðastundinni, reynslu sem ekki var hægt að rekja til sjúkdómsástands sjúklingsins. Til dæmis var oft fyrir hendi rík gleðitilfinning. Með orðinu gleðitilfinning á ég við, að sjúklingarnir urðu miklu hamingjusamari einmitt á þeim tíma, þegar læknirinn var að lýsa því yfir, að sjúklingurinn væri að dauða kominn. Hinir sjúku dóu með þeim hætti, að yfir þeim var friður og sálarró. Þessa skyndilegu breytingu til gleði og hamingju var alls ekki hægt að rekja til neinna lyfjagjafa eða súrefnisskorts I heila og ekki heldur til eðlis sjúkdóms þeirra.” Á öðrum stað segir dr. Osis: „Þessar sýnir á dauða- stund voru með tvennum hætti. Annars vegar þegar sjúklingurinn sá persónu eða trúarlegan persónuleika sem opinberun eða sýn sem enginn annar gat séð. Þá virtist einhver ósýnilegur gestur koma inn i sjúkra- stofuna og sjúklingurinn átti viðtal við þessa veru. Stundum var um að ræða náinn ættingja eða vin, en þar gat einnig verið á ferð einhver trúarbragðaleiðtogi eða helgur maður, eins og til dæmis Jesús. Hins vegar var einnig um aðra tegund sýnar að ræða. Þá sá sjúklingurinn umhverfi, eins og hann væri staddur á öðrum stað, í öðrum raunveruleika. Þar var venjulega um að ræða mjög fagurt umhverfi og landslag. En eins og i fyrra tilfellinu var sjúklingurinn sá eini sem sá þetta. 1 næstum öllum tilfellum sem rannsökuð voru reyndust sýnirnar vera mjög jákvæðar, hvort sem um persónur eða landslag var að ræða. Brennisteinsdíki 50 Vlkan 12. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.