Vikan


Vikan - 12.07.1979, Side 10

Vikan - 12.07.1979, Side 10
árás en fylgdarskip skutu út djúpsprengjum svo eitthvað hafa þeir orðið varir við kaf- báta. Radarkerfið var þá komið til sögunnar en það var algjört hernaðar- leyndarmál. — Hernám Breta þýddi auðvitað gífur- lega breytingu fyrir landið okkar jafnt í utanríkismálum og öðru. Því var mótmælt kröftuglega sem broti á okkar hlutleysis- stefnu. Howard Smith, sendiherra Breta, korn með hernum til að tilkynna að Bretar hygðust halda áfram að viðurkenna okkar sjálfstæði og mundu ekki skipta sér af innanríkismálum íslendinga nema hernaðarlega nauðsyn bæri til. Þá sat hér við völd þjóðstjórnin svokallaða og Hermann Jónasson forsætisráðherra hélt ræðu í útvarpinu þennan sama dag. Þar skýrði hann frá hernáminu, bað landsmenn að taka því með stillingu og sagði það æskilegast að farið væri með hina erlendu hermenn sem gesti í landinu. Enda segir sig sjálft að það þýddi lítið fyrir ríkisstjórnina að mótmæla hernáminu. Ástæðan fyrir hernáminu var talin sú að breska upplýsinga- og leyniþjónustan taldi sig hafa komist að því að ísland væri næst á lista hjá Hitler. Churchill sagði síðar að bækistöðvar á íslandi væru svo mikilvægar vegna siglinga um Atlantshafið að það mætti líkja því við að beina hlaðinni skammbyssu að höfði óvinarins. Eftir heinrkonuna tek ég strax til starfa í hinu nýja utanríkisráðuneyti og starfa þar til 1951. Þá er ég skipaður sendiherra í London. Ást á Rússagilli Blm.: — Og þá er Ólöf komin til sög- unnar? Ólöf: — Já, löngu áður. Við hjónin kynntumst á Rússagilli 1942 og gengum í hjónaband í ársbyrjun 1944. Hvort ég bjóst við öllu þessu flakki? Ég vissi að starf Agnars gat haft í för með sér tíða flutninga á milli landa en hugsaði lítið um það. Ég hafði litið sem ekkert ferðast áður en við flytjum til London. Bara komið einu sinni til Kaupmannahafnar eftir stúdentspróf. Á stríðstímum gefast ekki mörg tækifæri til að ferðast. Á þessu tímabili áttum við þegar tvær dætur og soninn eignumst við svo í London. Eitt aðaláhyggjuefni fólks í utan- ríkisþjónustunni er vissulega skólaganga barna. Þar verður hver að bjargast eins og best gengur miðað við þann stað sem hann erá. Þegar við komum til London var enn mikill stríðsblær á borginni. Það var verið að reisa við rústir og niikil skömmtun á öllum matvælum. HÓTEL AKRANES Njótið sœlunnar og hvílist í kyrrlátu notalegu umh verfi. FYRSTA FLOKKS HÓTEL- OG MATSÖLU- STAÐUR — VlNSTUKA — LAX- OG SILUNGSVEIÐILEYFI Munið daglegar ferðir Akraborgar HÓTEL AKRANES Bárugötu 15 — Akranesi — Sími 2020 10 Vikan 28. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.