Vikan


Vikan - 12.07.1979, Side 12

Vikan - 12.07.1979, Side 12
« förum. Við ræddum svo saman dágóða stund og ég hélt að de Gaulle væri þar með búinn að afgreiða mig. En tveimur dögum síðar var hringt frá utanríkisráðuneytinu og ég boðaður á fund hans þar sem hann vildi kveðja mig. Við hittumst á skrifstofu hans í Élyséehöllinni. Hann tók ákaflega vel á móti mér og vildi aðallega ræða, efnahagsástandið á íslandi. Það var greini- lega búið að undirbúa hann vel, hann vissi heilmikið um málið og spurði mjög skynsamlegra spurninga. Hvernig efnahagsástandið var þá? Ætli það hafi ekki verið ósköp svipað og það hefur alltaf verið á hinum síðustu og verstu tímum. Konungasögur og Snorri eftirlæti Norð- manna Ólöf: — Eftir Parísardvölina sóttum við um að komast heim vegna skólagöngu barnanna og Agnar varð ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Auðvitað höfðum við alltaf talað við bömin á íslensku en þau áttu samt i töluverðum málaerfiðleikum eftir heimkomuna. Sérstaklega þau eldri. Við það bættist að við komum heim í janúar, eða á miðju skólaári. Þau hefja svo skóla- göngu sína í Miðbæjarskólanum, verða stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavik og öll vilja þau búa heima á Islandi. Enda reyndum við alltaf að ala þau upp með það fyrir augum að hér lægju jaeirra rætur þrátt fyrir „flökkulífið”. Agnar: — Eftir 8 ára dvöl heima er ég svo skipaður sendiherra í Osló, eða árið 1969. Þar dveljum við í 6 1/2 ár, eða nokkru lengur en við höfðum búist við. Við kunnum afar vel við okkur í Osló. Norðmenn eru elskulegt fólk og greinilega mikið skyldir okkur Islendingum. Söguáhugi þeirra er geysimikill, það lá við að við yrðum að fara að lesa fornsögurnar upp á nýtt. Fólk vildi ólmt ræða við okkur melka ^Spariö dýrmætan gjaldeyrir. og tíma Kaupiö fatnaöinn fyrir sólarferöina hjá okkur. Æ Jakkasett meö síöum og stuttum buxum. AÐALSTRÆTI 4 VIÐ LÆKJARTORG IX Vlkta XS. tkl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.