Vikan


Vikan - 12.07.1979, Síða 24

Vikan - 12.07.1979, Síða 24
Selja 43 vín í glasatali Vikan skoðar hótel og veitingahús í Þýskalandi 5. Mainz og Wiesbaden Notalegar borgir horfast í augu Vínborgir Þýskalands eru höfuöborg- irnar Mainz og Wiesbaden, sem horfast í augu við Rínarfljót sunnan Taunus- fjalla. Wiesbaden, norðan við ána, er höfuðborg Hessen; og Mainz, sunnan ár, er höfuðborg Rheinland-Pfalz. Milli borganna tveggja eru aðeins ellefu kilómetrar yfir ána. Á yfirráðasvæði þessara borga eru öll Húsbúnaður er virðulegur é Gebert's Weinstuben. merkustu og frægustu vínhéruð Þýska- lands. Móseldalur, Rheingau, Nahedal- ur, Rheinhessen og Rheinpfalz. 1 Mainz sjálfri er svo Þýska vínhúsið, Haus des Deutschen Weines, sem hefur að geyma eitt ánægjulegasta veitingahús, er ég hef sótt. Báðar eru borgirnar fremur notalegar í samanburði við aðrar þýskar borgir, enda ekki stórar á þann mælikvarða. 1 Mainz búa 200.000 manns og 270.000 í Wiesbaden. Báðar skarta þær góðu neti göngugatna í borgarmiðju. Stolt Mainz er hin forna dómkirkja heilags Marteins í borgarmiðju, af list- fræðingum talin eitt fullkomnasta dæmi rómanskrar byggingarlistar við Rínar- fljót. Önnur kirkja í nágrenninu hefur þó orðið að einkennistákni borgarinnar, Kristskirkja, með hinum háa kúpli. 1 Mainz er líka gaman að skoða hið fræga og mikla prentlistarsafn, sem kennt er við Gutenberg. Wiesbaden er gamall heilsulindabær. 1 borgarmiðju vellur upp hálf milljón lítra á dag af 65 stiga heitu vatni, jrar sem heitir Kochbrunnen. Þar hafa verið heilsuböð allt frá rómverskum tíma. Frægast er Das Kurhaus í miðborgar- garðinum. Frá 30 upp í 88 mörk á nótt Besta hótelið í Mainz er MAINZER HOF við Kaiserstrasse 98, breiðgötu borgarinnar. Þar eru 75 herbergi, öll með baði og kosta 86 mörk fyrir einstakling og 127 mörk fyrir tvo, mun minna en á hinu risastóra Mainz Hilton. Á Mainzer Hof er líka annað af tveimur bestu veitingahúsum borgar- innar, þar sem matseðill dagsins fæst á 25-35 mörk. 1 kaupbæti fá menn gott út- sýni um borgina. Hagkvæmasta gistingin í Mainz fæst OKKAR TEPPI 24 Vikan 28. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.