Vikan


Vikan - 12.07.1979, Page 47

Vikan - 12.07.1979, Page 47
Bíllinn þaut eftir götum Njongwe og Nick var kyrr aftur í bílnum. Hann var með riffilinn tilbúinn og leit eftir merkjum um eftirför. Honum leið illa vegna sjálfsfórnar Stefans Donska í innkeyrslunni að húsi Barböru Farsons. Reiður og hefnigjarn var hann reiðu- búinn til orrustu, hálfpartinn óskaði hann þess að óvinurinn kæmi i ljós. En eftir nokkurra minútna hraðakstur Lilla virtist sem enginn ætlaði að hindra þá í að komast út úr borginni. Nick barði i framhúsið með riffilskeft- inu. Þegar Land-Roverinn snarhemlaði stökk hann niður, opnaði farþegahurð- ina og fór inn. Öxl hans rakst í Barböru Farson þegar Lilli ók fyrir næsta hom. Frú Farson hafði virst róleg og hroka- full þegar Nick sá hana fyrst. Nú var andlit hennar náfölt og varirnar skulfu. ,Hr. Dexter? Hvað gengur á?” Reiði Nicks beindist nú að henni. „Tveir ntenn voru drepnir,” hreytti hann út úr sér. „Nú erum við á flótta!” „Ó! Nei!” Hún horfði hrædd á hann með aðra höndina við munninn. Lilli bölvaði þegar hann var neyddur til þess að sveigja fyrir hjólreiðamann. Barbara Farson hentist á Nick. Hún náði sér strax. „Gerið það að stansa? Snúum við! Undireins!” „Stansa?” orgaði Nick. „Þetta er engin skemmtiferð ef þér vitið það ekki!” Lilli notaði handlegginn til þess að þurrka svitann, sem rann ofan í augun á honum. Hann spurði hörkulega: „Hvað fór úrskeiðis, Nick? Vorum við bara óheppnir?” „Ég veit það ekki, Lilli. Það eina, sem ég veit, er að Stef er dáinn.” Barbara Farson skalf. Rödd hennar var lág, næstum ógreinileg, þegar hún hélt áfram. „Gerið það, snúið við, ég gæti útskýrt. . . Þetta er mér að kenna. . . Vinur ykkar, hann gæti veriðá lifi...” Augnaráð Nicks bar vott um eitthvað meira en reiði. „Hann er dáinn, það er öruggt og það er gott. Vitið þér hvað þessir menn myndu gera ef þeir næðu fólki eins og okkur lifandi?” Hún hrökk við. Siðan hækkaði hún röddina og varðskræk. „Ég skil þetta ekki. Þér lofuðuð að þetta myndi verða svo einfalt og svo öruggt. Þér sögðuð í símanum. . . Þér þyrftuð aðeins að aka mér yfir landa- mærin... burt úr þessari prísund —" Lada sport Bílaleiga / þjóðbraut ★ Úrval af gasáhöldum, Ijós, hellur o.fl. Gasafgreiðsla. SÖLUSKÁIINN ARNBERGI 800 SELFOSS — P.O. BOX 60 SlMAR 1685 - 1888 Lada 1600 Lada station Nick gaf henni kinnhest. Hún greip andann á lofti og leit undrandi á hann, siðan lýsti reiðin úr gráum augum hennar. En móðursýkiskastið var liðið hjá. Nick baðst ekki afsökunar. Hann pírði upp í sólina og talaði við Lilla i stuttum setningum, rétt eins og enginn sæti á milli þeirra. „Við erum á réttri leið. Lokatula- vegurinn ætti að koma næst. Við aukum hraðann þegar við erum komnir út úr íbúðarhverfunum.” Hann náði í samanbrotið vegakort úr hanskahólfinu og breiddi úr því á hnjánum til þess að gera staðar- ákvörðun. „Ég biðst afsökunar,” hvislaði Barbara Farson. „Ég hefði ekki átt að missa stjóm á skapi mínu.” Hann leit upp þegar hún hélt áfram. „Og mér þykir það leitt með vin yðar. Hún horfði fram fyrir sig, andlitið var fölt, nema þar sem Nick hafði slegið hana. Hendur hennar voru krepptar í keltu hennar, hnúarnir hvítir. Nick fann að afsökunin var henni ekki auðveld. Ég vildi ekki slá yður, frú Farson. En við eigum í vanda núna. Þér verðið að hjálpa okkur lika og það getið þér ekki ef þér eruð i móðursýkiskasti.” Hún leit snöggt á hann og augnaráðið lýsti vantrausti. „En við erum ekki elt, er það? Hann opnaði hliðargluggann upp á gátt og stakk höfðinu og öxlunum út. Mikil umferð var á götunum fyrir aftan þau en ekkert farartæki frá hernum var á hælum þeirra. „Hvað kemur til, Nick?” Lilli virtist undrandi. „Við komum þeim á óvart,” stakk Nick upp á. „Þessi herflokkur þarfnast nýrra skipana. Þeir hafa ekki búist við blóðbaði þarna í innkeyrslunni, ekki hafi þeir verið í vanalegri eftirlitsferð.” „Ef?” spurði Lilli undrandi. Nick yppti öxlum, augun spegluðu óróleika hans. „Vissir þú að Stef var með þennan hníf, Nick?” hélt Lilli áfram. „Nei. Hann hlýtur að hafa haft hann spenntan við löppina á sér. Ég hefði átt að muna að Stef fór aldrei neitt án hnífsins síns.” Fullur iðrunar sló hann í mælaborðið. „Það var rétt hjá þér, Lilli. Ég hefði ekki átt að taka hann með.” Lilli leit af veginum. „Ef þú hefðir ekki gert það,” sagði hann höstugur, „gætum við öll verið dauð núna.” Nick hnussaði. „Þaðer kaldhæðið, en VORUR SEM VANDAÐ ER TIL SKATABÚÐIN SNORRABRAUT 58 SÍMI 12045 Rekin af Hjálparsvcit Skáca Reykja SERVERSLUN FYRIR FJALLA- OG FERÐAMENN. 28. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.