Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 39
Smekkleg dökkgræn eldhús- innrétting. Eldavél með inn- byggðum heila, sem lætur til sín heyra, þegar sunnudagssteikin er tilbúin. Kauptu mórauðan lúxus í eldhúsið þitt! Og leiktu þér að andstæðunum! Auglýsingabæklingar eldhús- innréttingaframleiðenda eru yfirfullir af hvatningum til væntanlegra kaupenda. Og framleiðendurnir reyna að troða hinum um tær, hvað varðar lita- gleði og þróun framleiðslu sinnar. Allir eru sammála um, að auðvelda eigi heimilisstörfin. En eitt þýðingarmikið atriði hefur í mörgum tilfellum gleymst. Lýsingin. Dökkir litir gleypa birtuna Dökkir litir í eldhúsinu gleypa í sig birtuna frá lömpum og kösturum í' eldhúsinnrétt- ingunni. Dökkmálaðir veggir og skápahurðir mynda mikla and- stæðu vel upplýsts vinnuborðs og annarra hluta eldhúsinnrétt- ingarinnar. Dökkbrúnar veggflísar bak við vinnuborðið tóku til sín þriðjung lýsingarinnar í saman- burði við hvítan lit, sýnir könnun, sem sænsku Neytenda- samtökin létu gera nýlega. Og dreifing ljóssins um herbergið minnkar um helming. Séu dökk- brúnar veggflísar látnar ná alveg upp að skápum fyrir ofan, speglast eldhúsborðið í efstu röðum veggflísanna. Slíkt getur verið ákaflega þreytandi fyrir augun, t.d. ef setið er við eldhúsborðið. Slíka endur- speglun má forðast með því að setja tréborð í stað efstu flísa- raðarinnar. í það má svo setja alls kyns hengi, ef vill. Ryðfriir vaskar og þvottaborð mynda oft þreytandi endur- speglun. Því fægðari sem þeir eru þeim mun meiri speglun. Betra er að fá þá matta, eða þá með hvilftum. Eins eru svartar plastborðplötur óþægilegar. Léleg lýsing Það er ekki alltaf dökkum lit- um í eldhúsi að kenna, að lýsingin virðist léleg. Sannleik- urinn er sá, að lýsing í eldhúsum virðist fyrir einhverja undarlega sök vera ákaflega léleg. Það er furðulegt, þar sem eldhúsið er eitt mesta vinnuherbergið á öllum heimilum. Og það er gamall sannleikur að það er ekki gott að vinna í lélegri lýsingu. Það fer illa með augun. Oft kemur einnig fyrir í lélegri lýsingu, að fólk temur sér óheppilegar stöður við vinnuna og getur fengið slæmsku í bak. Lýsing við vinnuborð „Nú er komið fyrir neonljósa- rörum í helmingi allra eldhús- innréttinga sem framleiddar eru i Svíþjóð,” segir Kerstin Cziff- áry, sem stjórnaði könnun þess- ari fyrir sænsku Neytendasam- tökin. Að það er ekki gert í öllum tilfellum er trúlega vegna þess, að þau eru dýrari en venju- leg Ijós. Hins vegar eru ljósa- rörin ódýrari til langframa og veita þrisvar til fjórum sinnum meiri birtu en venjulegar perur af sama styrkleika. „Vinnuborðslýsingin á að vera fest undir fremri hlið vegg- skápanna. Hún á að vera hulin að framan, svo að Ijósið skíni ekki beint í augun. Þá skal hafa í huga að miða Ijósafjölda við stærð vinnuborðsins þannig að lýsingin verði jöfn. Hafið mismunandi lýsingu Eldhúsið er ekki aðeins vinnu- staður. Það er einnig þýðingar- mikið, að hægt sé að breyta lýsingunni, ef maður vill einungis sitja við eldhúsborðið og slappa af. Venjulega eru peruljós yfir matarborðum. En hvers konar peruljós er mjög mikið háð því hvernig eldhúsið er. „í dökkmáluðu eldhúsi er lampi, sem lýsir til allra átta langheppilegastur,” segir Bertil Mattsson hjá Neytenda- samtökunum sænsku. „Hann dreifir Ijósi um allt eldhúsið og bætir þannig upp aðra lýsingu, sem fyrir hendi er. í ljóslituðu eldhúsi er best að hafa lampa yfir borðinu, sem lýsir beint niður. Þá lýsir hann einungis beint niður á borðið. Svo er til ein gerð enn, lampi, sem lýsir bæði upp og niður. Hann lýsir einnig upp í loftið og bætir þannig lýsinguna sem fyrir er. Veljið rétta lampa Hver svo sem gerðin er af vinnuborðslömpum, á henni að Lampi sem lýsir i allar áttir. Hann bætir mjög upp þá lýsingu, sem fyrir kann að vera í eldhúsinu. Lampi sem lýsir beint niður á við. Hann beinir geisla sínum beint á borðið, en umhverfið fellur í skugga. Lampi sem lýsir bæði upp og niður. Hann beinir meirihluta Ijóssins niður á við, en einnig upp á við, sem er yfirleitt ti! bóta. 30. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.