Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 7
karlmenn ekki. í öðrum samfélögum er þessu á annan veg farið. Þár er álitið eðli- legra að karlmenn séu tilfinninganæmari en kvenfólk og láti það i ljósi. Dæmi eru um að karlmennirnir eingöngu láti í ljósi ánægju sína með falleg klæði og ýmiss konar punt á meðan kvenmenn halda sig við málefnalega hluti. Það hefur einkennt uppeldi á vesturlönd- um að börnum er kennt að hafa hemil á til- finningum sínum og tala ekki mikið um þær. Þetta hefur haft í för með sér að fólk á erfitt með að sýna tilfinningar sínar og tala um þær og veldur það oft erfiðleikum. Margir erfiðleikar, bæði einstaklinga og fjölskyldna, stafa einatt af því að fólk á erf- itt með að tjá sig og tala um tilfinningar sínar. Að opna sig Börnum er eðlilegt að láta álit sitt i ljósi og sýna tilfinningar í því sambandi. Það er fyrst þegar fullorðnir byrja að segja við börnin „svona segir maður ekki”, „það er ljótt að tala svona”, „að heyra til þín barn” o.s.frv. að böm byrja að loka fyrir og læra hvað þau mega og mega ekki láta i ljósi samkvæmt óskráðum lögum. Allir skynja ákveðin tilfinningaáhrif inn- an sinnar fjölskyldu. Sumar fjölskyldur eru opnari en aðrar og tala meira um tilfinn- ingar en aðrar. Reynsla einstaklingsins frá fjölskyldunni á þessu sviði fylgir honum áfram og hefur áhrif á hegðun hans gagn- vart eigin fjölskyldu síðar meir. Að sýna og tala um tilfinningar erfist því að vissu marki frá kynslóð til kynslóðar. Hvort sem einstaklingnum geðjast að því eða ekki endurspeglar hann alltaf að einhverju leyti það uppeldi sem hann hefur fengið, í þeirri fjölskyldu sem hann hugsanlega stofnar til sjálfur. Hinsvegar er alltaf hægt að hafa áhrif á einstaklinginn og breyta honum. Þess vegna getur fólk t.d. lært að láta betur í ljós tilfinningar sínar, tala um þær og opna sig. Og það er staðreynd að mörgum líður betur ef þeir geta það. Að leyna tilfinningum fyrir öðrum Fólk reynir gjarnan að leyna tilfinning- um sínum fyrir öðru fólki. Það eru fyrst og fremst neikvæðar og óþægilegar tilfinning- ar sem menn reyna að leyna. Það er öllum eðlilegt að reiðast. Samt sem áður er reiði ein þeirra tilfinninga sem fólk reynir að leyna. Lítil böm láta það í ljós um leið ef þau verða reið. Mörgum for- eldrum þykir óþægilegt að verða vitm að því er börn sýna af sér í reiðiköstum. En margir foreldrar álíta líka að þeir megi aldrei reiðast börnum sínum. Þeir halda að réttara sé að þykjast skilja barnið og vera gott við það. Flest börn eru snilling- ar í því að komast að því hvað eru ekta og hvað óekta tilfinningar. Ef foreldrar eru í rauninni reiðir, en láta sem svo sé ekki, er mögulegt að barnið viti það og reyni allt með hegðun sinni til að framkalla eðlileg viðbrögð. Foreldrar reyna oft að leyna öðrum til- finningum en reiði fyrir börnum. Flestum þykir t.d. mjög óþægilegt þegar börn verða vitni að því að foreldrarnir séu leiðir yfir einhverju. Ef annað foreldrið hefur grátið er mjög algengt að því sé reynt að leyna og viðkomandi reyni að líta glaðlega út í gegn- um tárin þegar barnið sér til. Börnum er kennt að það sé ekki æskilegt að gráta nema þegar maður er lítill. Stelpum er að vísu leyft að gráta lengur en strákum en það á við um bæði kynin að eftir vissan aldur er grátur álitinn óæskilegur nema undir ákveðnum kringumstæðum. Það gefur öryggi að þora að sýna öðrum tilfinningar sínar. Þetta á ekki síst við um viðbrögð fullorðinna gagnvart börnum. En fullorðnir sem hafa verið aldir upp við það að.leyna tilfinningum sínum geta líka lært mikið af börnunum og þeirra viðbrögðum. 33. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.