Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 43
„Vinir. Margar ykkar eru mæður. Ég er líka móðir. Mér rennur til rifja að sjá börnin ykkar. Getum við ekki gert eitthvað fyrir þessa litlu sakleysingja? Lang- ar ykkur til þess að þeir alist upp til að verða raun- verulegir fangar eins og þið sjálfar? Eiga þeir að læra að verða þjófar eða það sem verra er?” Með þessum orðum sló hún á eina strenginn sem enn var ófalskur í hjörtum margra þeirra. Eins og fyrir töfra hvarf hatrið og illskan úr svip þeirra. Þetta var stórundur. Hér var einhver kominn sem gæti bjargað börnunum þeirra. Þótt sjálfum væri þeim fæstum bjargandi úr þessu, þá var það nokkur hugg- un, ef blessuð börnin öðluðust tækifæri. Þær féllu henni nú grátandi til fóta og kysstu hend- ur hennar og klæði. Þær komu með börnin sin til hennar, færðu henni stól og hófu að segja henni hræðilegustu sögur um svik, óréttlæti, glæpi og iðrun, svo sjálfum Dante hefði þótt nóg um. En Elizabeth sá ekki i þessum nýju vinum sínum af- brotamenn og illmenni, heldur einungis konur, sem enn væri hægt að að reisa við og gera að virðulegum, nytsömum manneskjum. Þegar hún siðar um daginn kvaddi og fór, hafði hún kveikt þann neista i svörtu víti kvennafangelsa Evrópu sem átti eftir að breytast í blys umbótanna. Þegar henni hafði tekist að koma börnunum burt úr þessum hræðilegu vítum, einbeitti hún sér ásamt tólf kvenna nefnd að því að vinna að umbótum í kvennafangelsum og betrun fanganna. Má segja að konur þessar hafi svo að segja búið við fangelsisdyrn- ar. Lögreglustjórar höfðu enga trú á þvi að kvenmenn gætu fengið þvi áorkað, sem hingað til hafði ekki tek- ist með valdi og refsingum. Én hún sýndi þeim það svart á hvitu, brátt hættu konurnar að sjást hálfnakt- ar, blygðunarlausar og dauðadrukknar reikandi i fangelsunum. Og þau hættu að hljóma af áflogaklið, klámsöngvum og öðrum óþverra af líku tagi. Elizabeth stofnaði Umbótafélag kvenfanga I New- gatefangelsi árið 1817 í þeim tilgangi að fá kynin að- skilin, fólki væri raðað niður eftir eðli afbrota, yfirum- sjón með kvenföngum væri í höndum kvenna og veitt væri tilsögn í kristnum fræðum og nytsamlegum störf- um fyrir fanga. Árangur þessara aðferða varð brátt heyrinkunnur og tóku aðrar hegningarstofnanir einnig upp þessi ný- mæli. Svo mikið er víst, að ekki hefði þessi árangur náðst ef ekki hefði fengist til þess samstarf og vilji hinna af- vegaleiddu og ógæfusömu vesalinga sjálfra í upphafi. Til þess var Elizabeth Fry rétta manneskjan. Hún virðist hafa búið yfir einhverjum sérstökum töfrum í rödd og sannfæringarkrafti sem gerðu hana ómót- stæðilega og unnu hug allra. Hún trúði ekki á beitingu dauðarefsingar, en hún átti þar við miklu rammari reip að draga en skoðana- bræður hennar og systur í dag. Þótt barátta hennar á því sviði hafi að miklu leyti verið unnin fyrir gýg, má segja að árangurinn af starfi hennar og baráttu fyrir bættum skilyrðum og endurbótum á ýmsum fangels- um hafi verið feiknamerkilegur. Leiddi þessi barátta lokum til þess að stórkostlegar umbætur voru gerð- ar í fangelsum allra Bretlandseyja. Elizabeth lét sér ekki nægja að vinna að þessum umbótum. Hörkuveturinn mikla 1819—20 beindist athygli hennar að hinu hörmulega ástandi sem betlar- ar og aðrir heimilislausir áttu við að búa og hún kom upp eldhúsi til súpugerðar. Síðar kom hún upp svip- uðu hæli í Brighton. Þessi störf hennar vöktu ekki einungis athygli um allar Bretlandseyjar, heldur einnig erlendis. Árið 1820 skrifaðist keisaraekkjan rússneska á við hana og hún kom fram í landi sínu ýmsum umbótum í anda henn- ar. Já, hvaðanæva úr heiminum bárust bréf, fyrir- spurnir og beiðnir um ráðleggingar frá þessum snill- ingi miskunnseminnar. Ekki þótti Elizabeth enn ástæða til þess að leggja árar í bát. Árið 1838 hóf hún meginlandsferðir sínar og fór þá um Frakkland, Sviss, Prússland, Holland og Belgiu. Hún fékk hvarvetna leyfi til að skoða fangelsi og var alls staðar tekið með virktum. Ferðir um útlönd voru enginn barnaleikur í þá daga, því um land var ferðast í vögnum, eftir vondum vegum viðast hvar. En þrátt fyrir það, hve hægt var farið yfir og að heilsu Elizabethar tók nú að hnigna, tókst henni að ná eyruqj margra valdamanna og stór- menna, og eignaðist hún til dæmis einlægan aðdáanda þar sem var kóngurinn í Prússlandi. Hún heimsótti fangelsi, skóla og hæli, og gaf á báðar hendur góð ráð tilumbóta. ... ., fjQi’í* nJLÍÍTI IJjj Hún átti því láni að fagna síðustu ár ævi sinnar, að fá fjölda bréfa frá útlöndum, þar sem frá því var skýrt, að skýrslurnar um árangur starfa hennar og rann- sókna hefðu leitt til þess, að yfirvöld reyndu ráð henn- ar í verki. En heilsu hennar hnignaði mjög, sökum þess hve ósérhlífin hún hafði alla tíð verið í störfum sinum og var hún nú þrotin að kröftum. Hún tók sjúkdóm þann, sem átti eftir að leiða hana til bana. Hún tók einnig nærri sér lát ýmissa bama sinna og bama- barna. Og þótt hún léti aldrei bugast andlega, þrátt fyrir likamlegar þjáningar og miklar áhyggjur, and- aðisthúnþann 12.október 1845. ENDIR. 33. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.