Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 9
Hægar hrayfingar bitanna voru
rómantískt undirspil máltíða okkar i
Turkolimano.
þú vilt fá og ákveður, hvernig matreiða
skuli.
Fiskurinn er veginn og skeldýrin eru
talin. Þú færð að vita, hvað þetta kostar.
Verðskráin er nokkurn veginn eins hjá
öllum veitingahúsunum, enda er hún
ákveðin af hinu opinbera. Og raunar eru
gæðin mjög svipuð líka.
í fóstri hjá yfirþjóni
Þetta þýðir, að þú færð góðan mat,
þótt þú komir seint og finnir aðeins eitt
laust borð á öllum hafnarbakkanum. Þú
velur þá bara úr þvi, sem þér líst best á í
því veitingahúsi, sem á borðið, er þú
kræktir í.
Að loknu vali sjávarrétta og mat-
reiðslu sest þú við borðið og pantar
ouzo meðan þú bíður eftir matnum.
Ouzo er glært anis-brennivin, sem
verður hvítleitt, ef það er blandað vatni.
Grikkir nota það mikið sem lystauka
fyrir mat.
Nánast af tilviljun, að minnsta kosti
án umfangsmikilla rannsókna, geröum
við hjónin veitingahúsið Semiramis að
„stammbúlu” okkar í Turkolimano.
Þjónustan þar var einkar vingjarnleg og
hjálpsöm. Þar með er ekki sagt, að hún
sé það ekki á hinum stöðunum líka.
Yfirþjónninn tók okkur í fóstur og
vildi allt fyrir okkur gera. Þegar okkur
leist ekki á rækjurnar, sótti hann betri
rækjur úr næsta veitingahúsi. Þetta var
allt annað en á ferðamannastöðunum,
þar sem þjónusta var yfirleitt tilfinninga-
snauö.
Fiskínn gera þeir best
Algengasti fiskurinn er BARBONIA
og kostar 4.500 krónur kílóið, kominn á
borð gestanna. Hann er yfirleitt
SKARA, sem þýðir grillaður. Hinar risa-
stóru rækjur heita GARIÐES, kosta
8.500 krónur kílóið og eru yfirleitt grill-
aðar.
Humarinn, sem er yfirleitt 30—50
sentimetra langur, heitir ASTAKOS.
Hann er mjög dýr, af því að skelin gerir
fiskmetið ódrjúgt. Kílóið, komið á borð í
skelinni, kostar um 9.000 krónur. Og
heilt kíló þarf á mann, ef um aðalrétt er
að ræða.
Ég man ekki verðið á kolkrabbanum,
OKTAPOÐI, sem oftast er framreiddur
niðursneiddur og djúpsteiktur, TIGAN-
ITA. Smokkfiskurinn, KALA-
MARAKIA, er ódýr. Sem forréttur fyrir
fjóra kostar hann 1.200 krónur samtals.
Hann er yfirleitt djúpsteiktur.
Allt er þetta hið mesta lostæti, ef rétt
er valið og vel matreitt, ekki sist rækj-
urnar, sem komu okkur á óvart. Þær
voru meira að segja betri en íslenskur
humar og mun stærri. Ef menn fá sér
hina dýrari rétti sem smárétti og grillað-
an fisk sem aðalrétt, ætti kostnaðurinn á
mann ekki að vera hærri en gengur og
gerist í Grikklandi.
Að mínu viti ná Grikkir lengst í mat-
argerðarlist í fiskréttum. Þar gildir ekki
hin hvimleiða mauksuða, sem einkennir
i allt of ríkum mæli matreiðslu þeirra á
kjöti og grænmeti. Þeir gæta þess að of-
bjóða ekki hinu fínlega eðlisbragði fisk-
rétta, þótt þeir drepi oft hið náttúrulega
bragð annarra rétta.
Leyst út meö gjöfum
Turkolimano þýðir Tyrkjahöfn. Lang-
varandi ófriður Grikkja og Tyrkja hefur
valdið því, að opinberlega heitir höfnin
nú Mikrolimano eða Litlahöfn. Flestir
Grikkirnota þóáframgamlanafnið.
Auk Semiramis mæla heimamenn
með veitingahúsunum Sefiros, Prassina
Trehandira, Kokkini Varka, Aglamer,
Kanaris, Paragadia, Múrajo, Kamnires,
Kimata, Kranai, Kapanis, Trata, Poseið-
onos, Kabos og Sorba.
Þú skalt vera búinn að velja þér borð
um klukkan níu, því að um hálftíu koma
Aþeningar og fylla hafnarbakkann. Þú
skalt vera lengi að borða, því að í Turko-
limano er allt á fullu fram yfir miðnætti.
Þegar við vorum í Turkolimano,
heyrðum við aldrei annað en grísku á
nasstu borðum. Við vorum því alltaf inn-
an um heimamenn, líka þegar við mælt-
um okkur mót á Semiramis við Grikk-
landssérfræðinginn Sigurð A. Magnús-
son og konu hans, Svanhildi Bjarnadótt-
ur.
Þá hækkaði vegur okkar hjóna enn,
því Sigurður söng á grísku við undirleik
farandspilara nokkurs, nágrönnum okk-
ar til hrifningar. Það kvöld vorum við
leyst út með gjöfum hússins, fullum
glösum af grísku koníaki. Metaxa.
Já, það voru dagar í Turkolimano.
Megi þeir fljótt aftur koma.
Jónas Kristjánsson.
1 næstu Viku:
Sjá Akrópólis meðfullan munn