Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 25
þína, er það ekki?” En hann virtist varla heyra þegar ég svaraði honum að það þætti mér vissulega. Þess í stað sagði hann: „Ég virð að segja þér frá frænku þinni. Sorgleg saga en reyndu að taka hana ekki of nærri þér. Ég vil ekki valda þér sorg eða leiða. Sumt veistu, til dæmis að móðir þín og frænka eru systur og að hvorug þeirra er hraust. Þó að móðir þin hafi misst mörg fóstur og börn og ekki getað eignast syni held ég að hún sé sú sterkari. Þrátt fyrir að frænka þín hafi eignast tvo syni er Simon ekki hraustur.” Mér fannst ég verða að taka fram i fyrir honum þegar hann sagði þetta því að hvernig svo sem Simon hefði fæðst gat ég ekki betur séð en hann væri alveg eðlilegur núna. „En honum er batnað frændi, er það ekki? Hann brosir ekki eins og kjáni og virðist ekki vera neitt fávitalegur á neinn hátt. Þvert á móti virðist hann vera mjög skynsamur bæði ítaliogútliti.” Skuggi leið yfir andlit frænda míns. „Vertu þolinmóð, vina mín, og þá mun ég segja þér frá öllum málavöxtum. Þegar hann fæddist vildi móðir hans ekki viðurkenna veikleika hans, hún hélt því stöðugt fram, þrátt fyrir úrskurð læknanna, að hann væri aðeins óvenju seinþroska. Þegar hann varð enn veikari virtist það æ ljósara að réttast væri að senda hann á hæli, en það þvertók hún fyrir. Þá höfðum við ekki svo miklar tekjur og þær kröfur sem heilsuleysi Simonar gerðu til móður hans voru miklar, svo miklar að hún er að mestu leyti búin að missa heilsuna sjálf.” „Vissulega er það hræðilegt að Viola frænka skuli þurfa að líða svona, en það hefði verið ófyrirgefanlegt að senda Simon á hæli. Finnst þér ekki að hún hafi haft rétt fyrir sér að því leyti, frændi?” Andlit hans virtist allt í einu taka breytingum, andlitsvöðvarnir herptust saman, augun gljáðu og hann virtist ekki heyra til mín. Þegar hann tók aftur til máls var lotning í rödd hans. „Allt í einu breyttist allt. Það skall á hræðilegur stormur og skip fórst á hafi úti. Neyðarblys voru send upp en allt kom fyrir ekki. Skipið lenti á skerjun- um og sjórinn hreif alla fyrir borð. Karl- menn, konur og börn. Meðal þeirra voru bróðir minn, Charles, kona hans og sonur, Ross. Heil fjölskylda þurrkaðist út. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði það eitthvað gott. Skilurðu við hvað ég á?” Þó hann hafi spurt mig virtist hann ekki ætlast til að ég svaraði svo ég þagði. „Það þýddi að á því augnabliki varð ég erfinginn að þessu óðali. Titillinn skipti mig litlu máli. En Cunningham- klaustrið! Það var allt mitt lif, jafnvel sem barn elskaði ég hvern einasta stein, hvert einasta grasstrá og hvern einasta þumlung jarðarinnar. Útskorinn viðurinn og gluggaskreytingarnar i kirkj- unni voru fegurri i mínum augum en nokkuð sem Canterbury Cathedral hafði upp á að bjóða. Maður hugsar aldrei út í að foreldrar manns geti dáið. Ég hafði aldrei hugsað út í að svo kynni að fara að klaustrið yrði ekki lengur heimili mitt. En það hlaut að koma að því og Charles erfði það. Þá fyrst skyldist mér að ég gæti aðeins komið hingað sem gestur og þá var eins og allt sem einhvers virði var í lífinu væri tekið frá mér. Og forlögin voru undarleg! Charles þoldi aldrei staðinn. Hann sagði að þetta væru raunalegar rústir sem aldrei hefði átt að endurbyggja.” Rödd hans var full undrunar eins og hann gæti enn ekki trúað því að neinn gæti haft slíkar tilfinningar. Ég neri kinninni að handlegg hans. „Elsku frændi, þó að aðstæðurnar til þess að þú hafir fengið klaustrið hafi verið svo sorglegar er ég fegin að þú átt það núna. Þvílík ást á skilið að fá sín laun.” „Ást!” hrópaði hann og ég hopaði ósjálfrátt til hliðar. Mér líkaði ekki tónn- inn i rödd hans svo ég reyndi að leiða samræðurnar aftur að frænku minni. „Þú varst að segja mér frá Violu frænku,” sagði ég blíðlega við hann og fann hvernig líkami hans slakaði á „Ó já. Ég gleymdi mér víst við minn- ingamar. Þegar við fluttum hingað tók Simoni að batna ótrúlega mikið. Ég veit ekki hver ástæðan er en mér hefur skilist að slíkt sé ekki óalgengt. Það eina sem að honum er núna eru köst sem hann fær stundum og þá getur hann orðið hættulegur. Á eftir man hann aldrei eftir þessum köstum. Ég réði Manning til að vera viss um að hann gerði hvorki sjálf- um sér né öðrum neitt og þar sem hann er daufdumbur getur hann ekki komið af stað gróusögum.” Ég varð undrandi. „Simon hættu- legur? Því á ég erfitt með að trúa. Ég hef sjaldan séð blíðlegra andlit eða fram- komu.” Munnur frænda míns varð að þunnu striki. „Ég vil helst ekki tala um þetta en ég vildi ekki vita af þér einni með hon- um, ég myndi óttast um öryggi þitt. Til þess mun ekki koma því að Manning er stöðugur fylgisveinn hans.” „En hve þið hljótið öll að vera fegin þvi að Viola frænka skuli hafa neitað að senda hann á hæli.” Það fór hrollur um mig við tilhugsunina um hann innilok- aðan ásamt trylltu og vitstola fólki. Frændi minn benti á andlit mitt með vísifingri. „Það skyldi maður einmitt ætla. En i staðinn fyrir að gleðjast sner- ist frænka þín á móti drengnum, neitaði jafnvel að sjá hann. Mér finnst þetta kuldalega gert en hún er ekki ábyrg gerða sinna. Árin sem hún eyddi í hann þegar hann þurfti gæslu hverja einustu mínútu dagsins, og oft næturnar líka, voru of erfið fyrir svo viðkvæma mann- eskju sem hana og hún fékk taugaáfall. Nú er eina ósk hennar sú að eyða dögun- um inni í herberginu ásamt Denning hjúkrunarkonu. Þar af leiðandi er hún hvorki mér eiginkona né sonum sínum móðir.” „Hvernig hefur hún komið fram við Clive, frændi?” „Þegar við komum hingað var Clive í heimavistarskóla og vegna veikinda bróður hans hvatti ég hann til að eyða sumarleyfunum hjá vinum sínum, ann- að hvort i Englandi eða erlendis. Seinna fór hann svo i háskólann og síðan hefur hann þróast í þá áttina aðást hans liggur til London og áhugi hans beinist fyrst og fremst að listum. Ég verð að játa að ég reyndi að halda honum sem mest frá þessum stað. Mér finnst ekki rétt að eðli- legur drengur eyði of miklum tíma með sálsjúkum bróður og veikri móður. En þú spurðir hvemig móðir hans hefði tekið honum. Ég get aðeins svarað þvi til að samband þeirra hafi aldrei verið náið. Kannski varð hann afbrýðisamur vegna allrar þeirrar athygli sem hún veitti Simoni þegar hann var litill.” Frændi minn þagnaði en bætti síðan undrandi við: „Eftir alla þessa ástúð, fullkomin af- neitun. Það virðist ekki vera mögulegt.” Ég hugsaði um þetta og gat aðeins séð eina haldbæra ástæðu. „Gæti það ekki verið, frændi, að breytingin hafi orðið of snögg og mikil. Þegar Simon var sem veikastur þurfti hann stöðugt á henni að halda. Nú var honum skyndilega nærri batnað og hún rík og með þjóna á hverjum fingri. Þegar hún hefur fundið að Simon þurfti ekki lengur á henni að halda hefur henni þótt sem hún væri ekki lengur til neins gagns og líf hennar yrði tómt.” Frændi minn brosti ástúðlega til min. „Elsku frænka min, ég held að þú hafir fundið svarið. En hve þú hefur skyn- samt litið höfuð á þessum fallegu öxlum. Ég vildi aðeins óska þess að hér væri meira um að vera svo þér leiddist ekki.” Þó ég óskaði þess einnig innst inni, því lífið hér virtist ekki sérlega fjörugt, fannst mér ég yrði að mótmæla þessu. „Elsku frændi minn, ég mun skemmta mér vel hér í návist þinni.” Hann klappaði mér á höndina. „Við munum bíða spennt eftir kon- unni sem Clive hefur ráðið hingað og síðar munu áreiöanlega verða veisluhöld og gleðskapur. En nú skulum við athuga, Della, hvort Denning hjúkrunarkona vill leyfa þér að heimsækja frænku þina.” Sjötti kafli Þrátt fyrir það sem ég hafði fengið að vita um heilsufar frænku minnar hlakk- aði ég til að hitta hana. Frændi minn bankaði á svefnherbergisdyrnar og þær voru opnaðar af veiklulegri konu. Mér fannst hún einna helst líta þannig út að hún ætti sjálf að leggjast i rúmið. „Góðan daginn, Denning. Hérna hef ég með mér frk. Dellu, frænku mína frá Cornwall, sem langar til að heimsækja frænku sína. Er það í lagi?” Svo að þetta var þá Denning hjúkr- unarkona. Hún var ekki einkennis- klædd. Hún var klædd í pils og útsaum- aða blússu. Þetta leit út fyrir að vera saumað af henni svo mér þótti það ekk- ert einkennilegt að augu hennar virtust litlaus og hún kipraði þau saman þegar hún heilsaði mér. Síðan baðaði hún út höndunum og gaf merki um að við mættum koma inn. Ég var ekki fyrr komin yfir þröskuld- inn en ég skildi ástæðuna fyrir guggnu útliti hjúkrunarkonunnar. Heitt og inni- lokað loftið i herberginu benti til þess að hér væri aldrei opnaður gluggi og að golan fengi aldrei að leika hér um. Við innilokað loftið blandaðist lykt af niður- níðslu og lyfjum. Dregið var fyrir glugg- ana og í mjóum sólargeislanum sem slapp inn á milli gluggatjaldanna virtist ryk margra alda svífa um í loftinu. Ljós- blá húsgögnin og gluggatjöldin, þó þau væru dýr, voru byrjuð að gulna og í hill- um og skápum voru meðalaglös og krukkur af öllum gerðum og stærðum. Ég leit áköf i áttina að Violu frænku. Hún sat uppi í rúminu, studd af ótal koddum. Við fyrstu sýn virtist hún likj- ast lélegri mynd af móður minni með sama mjúka brúna hárið, sem tekið var að grána i vöngunum, og fíngerða and- litsdrættina. En augu hennar voru allt öðruvísi. Bæði mamma og Jenny höfðu djúp, dökkbrún augu, stundum glitrandi en alltaf gáfuleg. Augu frænku minnar voru hins vegar dauf og líflaus, eins og tveir hnappar. Frændi minn kyssti hana létt á ennið. „Góðan daginn, Viola mín, ég vona að þér liði sæmilega. Ég er kominn hingað með frænku þína, Dellu, í heimsókn til þín. Þú manst kannski eftir að ég sagði þér frá því að faðir hennar hefði skrifað og að hún væri væntanleg.” Framhald í næsta blaði. levndardómnr gnmln klaustursins 33. tbl. VikanZS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.