Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 14
«c átti mér t.d. sjaldnast samastað. Ég vann um tíma í verslun og kynntist þá þýskum sendiráðsstarfsmanni. Hann bjó í glæsilegu húsi skammt frá vinnustað mínum og ég var mikið hjá honum. — Eitt kvöldið ætluðum við að hittast heima hjá honum en hann var eitthvað seinn fyrir. Ég settist því niður í anddyrinu með teikniblokkina mína. Þá kom til min blökkukona, fer að dást að myndunum mínum og spjalla við mig. Ég furðaði mig á því að hún skyldi búa í svo dýru húsnæði því hún leit út eins og ræstingakona á lélegum bar. Þá datt mér í hug að hún kynni að lifa á vændi því að blökkufólk var þá mjög i tísku í London. — Skyndilega heyrðum við mikil læti og hún víkur sér frá. Þegar hún kemur til baka biður hún mig að gera sér þann greiða að koma upp með sér. Sagðist ekki þora að fara ein. Þegar við komum að hurðinni hjá henni upphefjast miklar deilur á einhverju máli sem ég skildi ekkert í. Svo förum við niður aftur og stuttu seinna þýtur maður- inn, sem hafði verið uppi hjá henni, framhjá. — Ég náði engu samhengi í þetta mál og spurði vin minn um hana. Hann hló mikið þegar ég sagðist halda að hún væri vændis- kona. Þetta reyndist nefnilega vera forrík prinsessa frá Úganda sem stóð í skilnaði við mann sinn. Hann var með sífelldar morð- hótanir við hana og því hafði hún beðið mig um að vera lífvörð sinn í þetta skiptið. Sjálfsmorð með hreinlætis- vökva — Önnur reynsla sem hafði mikil áhrif á mig var fangelsisvist á Spáni. Ég var tekinn á Malaga en endaði í fangelsi í Barcelona þar sem ég sat inni í 5 vikur. Þarna var mikið af Norðurlandabúum sem voru alveg búnir að missa glóruna því þeir höfðu litlar sem engar vonir um að sleppa nokkurn tíma út. Spænska réttarkerfið er ákaflega einkennilegt og mikil hætta á að fangarnir „gleymist” ef þeir hafa ekki efni á að leggja fram háa tryggingu. Þarna var mikið um sjálfsmorð, yfirleitt svona tvö á dag í hverri blokk. Menn frömdu þessi sjálfsmorð aðal- lega með því að drekka hreinlætisvökva. — Öðru máli gegndi með þá sem voru svo heppnir að tilheyra Mafíunni. Það var mjög vel séð um þá, þeir lifðu algjöru kóngalífi. — Annars leið mér ekki illa þarna og yfirgaf fangelsið satt að segja grátandi en dvöl minni þar lauk með því að mér var ekið í áttina að landamærum Érakklands. Þar sem ég var bæði peningalaus og skilríkjalaus varð ég að komast yfir óséður. Mér tókst það með því að ganga fjöll í heilan sólarhring og síðan komst ég á putt- anum til Parísar. — Annars er stærsta og besta breytingin á lífi mínu sú að ég steinhætti að drekka fyrir þremur árum. Draumar og hómósexúalismi — Ég laðaðist ungur að spáfólki og hef margt af því lært. T.d. að rækta aðeins með mér jákvæða hæfileika. Sjálfur spái ég dálítið í bolla. Ég trúi mjög á drauma og það eru í rauninni tveir draumar sem hafa gjörbreytt öllu mínu lífi. Ég trúi því líka að ég hafi líknarhendur og geri mikið af því að nudda. Þetta er erfðaeiginleiki frá lang- ömmu minni sem var ljósmóðir. — Mér er spáð mjög góðri framtíð. Ég á eftir að eignast konu, tvö börn og gott heimili. Heimilið er mjög mikið atriði í lífi fólks. Það á að vera uppbyggjandi og ýta undir sköpunargleðina. Ég verð langlífur, dey ekki fyrr en 83 ára gamall. — Þetta með eiginkonuna finnst kannski mörgum mótsögn því ég kom einmitt fram í sjónvarpinu heima fyrir nokkrum árum fyrir hönd hómósexúalista. Ein af megin- ástæðunum fyrir því var að ég vissi að maður verður fyrst og fremst að viður- kenna sjálfan sig til að öðlast viður- kenningu annarra. Og það er mikilvægt að standa fyrir sínu, hvað svo sem það er. — Það tók mig harða baráttu að viður- kenna mig á þessu sviði og ég vildi skapa umræður um þessi mál. Einn aðalgallinn við íslenskt þjóðfélag er tilhneigingin til að loka augunum fyrir hlutunum og þau mál eru alltof mörg sem fólk er yfirleitt bara alls ekki til viðtals um. En hómósexúalistar hafa nú víða náð svo góðum árangri að það er ekki lengur hægt að útiloka þá frá þjóð- félaginu. — Það skrítna var að mál mitt hlaut mestan stuðning hjá fólki á aldrinum 40-50 ára en ég hafði einmitt búist við mestri hörku frá fólki á þessu aldursskeiði. — Spádómurinn um eiginkonu og börn kom mér þó ekkert á óvart því mig var búið að dreyma fyrir því. Og það hafa verið svo tíðar og miklar breytingar í mínu lífi að þetta er ekki ótrúlegra en hvað annað þó ég hafi enn ekki hitt konu sem heldur fyrir mér vöku kynferðislega. Enda sagði spá- konan mér að ég myndi velja mér þessa ákveðnu konu af því að hún kæmi til með að skilja mig best, betur en allir aðrir. Konur eru meiri tilfinninga- verur — Ég hef umgengist konur mjög mikið, flestir vina minna síðastliðin þrjú ár hafa verið konur. Þær eru svo miklu þroskaðri tilfinningaverur. Hómósexúal karlmenn standa þeim nær í þessum þroska þó þeim hætti til að tileinka sér galía hinna til að hljóta viðurkenningu. Venjulegir karlmenn líta á tilfinningar sínar sem markaðsvöru, þær standa konum yfirleitt ekki til boða. Þess vegna skilja hómósexúal karlmenn konur betur. Og i myndum mínum berst ég mikið fyrir réttindum konunnar. — Ég fór ekki að taka mig virkilega alvarlega sem listamann fyrr en ég hætti að drekka. Eftir það hef ég eingöngu lifað fyrir að teikna og mála. Ég tala við sjálfan mig í litum. Ef hægt er að flokka mig undir sér- staka stefnu þá er það helst punkið. Ég held að það form tjái best rótleysi okkar tíma. — Ég geri mér fulla grein fyrir því hvað heimurinn er grimmur en sem mikil ■ tilfinningavera reyni ég að velja það falleg- asta úr. Ég vinn úr fegurðinni. Jafnvægi í náttúrunni og hvíti liturinn sexý — Eftir þessar breytingar á lífi mínu fór ég að vinna öðruvísi úr umhverfinu og við það hafa skapast betri tengsl við ísland. í fyrra hélt ég tvær sýningar heima og þá uppgötvaði ég hvað þetta er í rauninni dýr- legt land. Náttúran heima er í svo miklu jafnvægi og það er mikill styrkur fyrir lista- menn. íslendingar hafa líka óvenju mikla hæfileika til að vinna úr einfaldleikanum. — Ég hef unnið mikið úr fánalitunum okkar. Fyrir mér er rauði liturinn ímynd orkunnar, blái fjarlægðarinnar og hvíti liturinn er sexý. — Þessar tvær sýningar mínar gengu mjög vel. Ég sýndi ekki bara myndir. Ég útskýrði þær líka, dansaði og sagði brand- ara. Mér finnst það bæði skemmtilegt og miðlandi þegar listamaðurinn getur gefið svona mikið af sjálfum sér inn í sýninguna. — Sem hugmyndafræðingur stefni ég að því að öðlast betri þekkingu á sjálfum mér. í því skyni skrifa ég niður drauma mína og held dagbók. Ég held að lífskraftinn sé að finna í draumum okkar, þó að við eigum auðvitað öll okkar kóka-kóladrauma og gangi misjafnlega að tjá okkur á því sviði sem öðru. Það hættulegasta við okkar tima er kannski það að fólk er svo vant því að láta mata sig á öllu að það á ekkert aflögu fyrir drauma. Ég lít á það sem mikinn styrk að vita að ég verð svona langlífur því það gefur mér nægan tíma til að rækta og byggja upp drauma mína. — Ég hef ekkert hugað um að setjast að heima því enn eru það borgir eins og London, Kaupmannahöfn og Amsterdam sem hafa mesta aðdráttaraflið fyrir mig. Þær eru svo alþjóðlegar og þar er alltaf eitthvað að gerast. Texti: Jóhanna Þráinsdóttir Ljósmyndir: Hörður Torfason 14 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.