Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 22
Ég veit að kjóllinn er fleginn, en
þetta var eina leiflin til afl fá hann
til afl gefa mér minkafeldinn.
Tími til afl koma sór heim. Konan mín er vön að berja mig
um þetta leyti.
virða fyrir mér útsýnið. En þar sem tekið
var að rökkva var lítið annað að sjá en
trén og grasflatirnar. Það var bankað á
dyrnar og vingjarnleg ung kona í ein-
kennisbúningi þjónustustúlkunnar birt-
ist með vatn á bakka.
„Þakka þér fyrir Rose, það verður
gott að þvo sér eftir ferðalagið.”
Hún spurði mig hvort ég vildi að hún
lagaði á mér hárið á eftir. Ég hikaði þvi
að ég var ekki viss um að hún gæti gert
það jafnvel og Jenny. En ég vildi líta vel
út þegar ég hitti frændur mina i fyrsta
skipti og langaði svo til að fá
spennurnar úr hári mínu að ég tók boði
hennar. Og það var dásamlegt! Ég sat
með lokuð augun og slappaði af á meðan
hún nuddaði á mér hársvörðinn, lyfti
lokkum mínum mjúklega og sneri þeim
um fingur sér. Mér fannst sem ég gæti
setið þannig til eilífðar, en þegar hún var
búin varð ég að opna augu mín aftur.
Það sem við mér blasti í ávölum
speglinum vakti furðu mína. Þetta gat
þó varla verið ég, þessi fína unga kona?
Efst uppi á höfðinu var hárið lagt í
liðum á meðan nokkrir lokkar lágu niður
á bak mitt. En hve þetta var ólíkt
mjúkhærðu ungu stúlkunni! Rose
nuddaði síðan gagnaugu mín mjúklega,
með ilmvatni. Úr skartgripaskríni mínu
tók hún síðan upp grænu eyrnalokkana
mína og rétti mér blúnduskreyttan vasa-
klút sem einnig ilmaði af ilmvatni. Ég
hafði aldrei áður haft einkaþjónustu-
stúlku og ég naut þess í ríkum mæli.
„Mér liður mikið betur, Rose,” sagði
ég. „Þú ert mjög mjúkhent.”
Hún virtist þakklát. „Þakka þér fyrir,
fröken. Ef þú ert tilbúin til að fara niður
þá skal ég fylgja þér.”
Þegar hún opnaði stofudyrnar tók ég
fyrst og fremst eftir hinum fögru hús-
gögnum. Allt var í bláum litum, fyrir
utan gyllt og koparlitað. Þarna voru
margir vandaðir flauelssófar og stólar.
Speglar og málverk voru á veggjunum
og fagra smámuni mátti sjá hvarvetna. í
miðri stofunni var komið fyrir mörgum
tegundum blóma, bæði í skálum og
pottum. Eftir að hafa litið forvitnislega í
kringum mig í augnablik tók ég eftir
manninum, sem kom og heilsaði mér.
Svo að þetta var James frændi. Allt við
hann, frá snyrtilegu hárinu, yfirvara-
skegginu, augabrúnunum og augunum,
að jakkafötunum var grátt. Hann
opnaði faðminn og kyssti mig á báða
vangana. Þá fyrst varð mér ljóst að ég
hafði hálfkviðið fyrir þessari stundu og
hlýleiki hans fyllti mig þakklæti og vel-
vilja.
„Elsku James frændi, hvað ég er fegin
að hitta þig,” sagði ég.
Hann hélt mér frá sér augnablik og
rannsakaði mig af áhuga. „Svo að þú ert
Della, litla frænka mín. Dóttir Ellenar.
Hvernig hefur þú það góða mín, og for-
eldrar þínir og systir? Ég vona að þau
séu við góða heilsu?”
Ég fullvissaði hann um það og sagði
honum hve leið ég væri vegna veikinda
Violu frænku.
Hann tautaði eitthvað samþykkjandi
og leiddi mig þvert yfir herbergið til
mannanna tveggja sem stóðu við
sófann. Við það að sjá annan þeirra
hoppaði hjarta mitt af ótta. Hann var
óvenjulega hár og breiður og leit
hræðilega út. Nef hans var breitt og
flatt, lítil rauðleit augu hans virtust vera
viðs fjarri. Frændi minn lét sem hann
sæi hann ekki en sneri sér strax að hin-
um manninum, sem var hár, vel vaxinn
ungur maður með gullið hár og fagurblá
augu, og kynnti hann sem Simon. Ég
ætlaði að fara að faðma hann að mér, en
hann tók hlýlega í höndina á mér, brosti
fallega og sagði: „Það er mér mikil gleði
að kynnast þér Della.”
Var þetta þessi vesalings veiklaði
frændi minn? Sá sem hafði fæðst í
þennan heim sem hálfviti? Það gat ekki
verið!
Hann sneri sér að frænda mínum,
með undrun i augunum og sagði: „Við
höfum hist áður, er það ekki?”
Frændi minn hristi höfuðið. „Nei,
Simon, enginn okkar hefur séð Dellu
áður.” Hann talaði rólega eins og hann
væri að tala við litið barn og í rödd hans
fólst einhver sorg. Ég minntist þess að
þó Simoni hefði farið mikið fram, var
hann ekki enn orðinn andlega heil-
brigður.
Frændi minn sagði mér, að hinn
maðurinn væri Manning, daufdumbur
þjónn Simons. Þó að ég þekkti nú á-
stæðuna fyrir þessu undarlega augna-
ráði hans, fannst mér samt sem áður að
önnur manntegund hefði verið ákjósan-
legri.
„Eldri frændi þinn, Clive, er staddur í
London eins og er,” útskýrði frændi
minn. „Hann vill helst vera í húsinu sem
við eigum þar því að hann á marga vini i
borginni. Aðallega eru það listamenn,
rithöfundar, málarar og leikarar, eins og
er mikið í tísku núna. Ungir menn
hlaupa af sér hornin á misjafnan hátt og
ég virðist vera svo heppinn að hann
hefur valið sér eina af betri leiðunum.
Þó slær hann tvær flugur í einu höggi í
þetta skiptið. Ég bað hann um að ráða
hæfa konu sem gæti kennt þér og séð
um veisluhöld fyrir ykkur og vini hans.
Ég vona að þú munir hafa bæði gagn og
gaman af næstu mánuðunum góða
mín.”
Það leit út fyrir að þetta yrði
spennandi, samanborið við hið rólega líf
sem ég hafði lifað hingað til. En ég varð
að spyrja einnar spumingar.
„Hvað á hún að kenna mér, frændi?”
spurði ég.
„Að umgangast hefðarfólk, vina min.
Takmarkið er að finna þér góðan maka,
því lofaði ég föður þínum. Nú þegar ég
hef séð þig er ég viss um að engin vand-
kvæði verða á því.”
Þó að mér væri ljóst hver tilgangur
föður míns hafði verið skammaðist ég
min þegar ég heyrði talað um þetta á
þennan hátt, á sama hátt og þegar ég
22. Vikan 33. tbl.