Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 23
hafði heyrt um frú Browne. Ég sneri mér undan og fann að kinnar mínar urðu glóandi heitar. Ég tók allt i einu eftir því að ég sneri að Simon en augu hans gáfu ekki til kynna á neinn hátt að hann hefði fylgst með því sem fram fór, þau virtust dökk og órannsakanleg. „Og þú Simon, hefur þú líka áhuga á listum?” spurði ég til að skipta um um- ræðuefni. Hann hristi höfuðið. „Nei. Ég hef enga hæfileika i þá átt. Ég hef aðeins áhuga á eigninni hér og öllu sem að henni lýtur. Landbúnaðurinn er það sem ég hef mestan áhuga á.” Hann tal- aði með mjúkri og þægilegri röddu.. Frændi minn bætti við: „Hann er einnig mjög duglegur. Hann er einhver sú besta hjálp sem ég gæti fengið,” sagði hann bliðlega og brosti. En ég tók eftir því að brosið náði ekki til augnanna og þegar ég minntist orðatiltækisins, að augun séu spegill sálarinnar, fylltist ég vorkunnsemi í hans garð. Ég var viss um að hann hefði fengið meira en sinn skerf af óhamingju. Mér varð strax hugsað til frænku minnar. „Mamma verður forvitin að frétta af Violu frænku. Hún talaði um að þær væru báðar pennalatar og sendi mig með mörg skilaboð til hennar sem ég lofaði að skila fljótlega. Einnig lofaði ég henni að færa henni fréttir héðan svo að ég vona að ég geti rætt við frænku mína á morgun?” Frændi minn þrýsti löngum hvitum fingrunum saman. „Ég vona það vina mín. Ég vona það. Á morgun höfum við margt að ræða um. En í kvöld hlýturðu að vera dauðþreytt eftir ferðalagið.” Við ræddum aðeins lengur saman. Simon gekk fljótlega til náða og þegar hann og Manning héldu áleiðis til her- bergja sinna, hringdi frændi minn bjöll- unni og bauð Rose að fylgja mér að minu. Fimmti kafli Morguninn eftir, þegar ég hafði verið snyrt og hárið greitt, fylgdi Rose mér að morgunverðarherberginu. Á þungt mahóníborðið var bara lágt á borð fyrir tvo og James frændi var þegar sestur. Hann stóð upp og bauð mér góðan daginn. Ég var þá þegar orðin svo hænd að honum að ég gekk glöð til hans og lyfti kinninni til aðfá koss. Eftir að hann hafði kysst mig, sleppti hann mér ekki alveg strax. „Ég verð að viðurkenna að þegar faðir þinn spurði hvort við gætum tekið á móti þér hér, átti ég ekki von á að fá slíka ánægju í staðinn. Mér skilst nú hve ólánsamur ég er að eiga ekki sjálfur dóttur.” Ég tók aftur eftir því að brosið á vörum hans náði ekki til augnanna og það hryggði mig. „En elsku frændi, þú verður að hugsa um mig, eins og ég væri dóttir þín,” sagði ég einlæglega. Borðið var hlaðið þvílíku góðgæti að ég, sem ekki hafði borðað sérlega mikið að undanförnu, hefði gjarnan viljað smakka á öllum réttunum. En vit- neskjan um að nýju kjólarnir mínir voru allir mjög þröngir í mittið gerði mig var- kára. „Og hvernig svafstu vina min?” spurði frændi minn vingjarnlega. Eftir að hafa valið úr það gimilegasta af matnum settist ég á móti honum. „Ég sef alltaf vel frændi minn en í gærkvöldi, eftir þetta spennandi ferðalag mitt, var ég hrædd um að geta ekki sofnað. En rúmið mitt var svo þægilegt að ég man varla eftir að hafa lagt höfuðið á kodd- Þessi orð hans gerðu mig bæði undr- andi og leiða. „Ef foreldrar mínir hefðu vitað um veikindi hennar, hefðu þau áreiðanlega ekki farið að íþyngja þér með mér. Segðu mér, hvað er að henni?” Augu frænda míns voru jafn lokuð og fyrr, ég gat alls ekki séð hvað hann var að hugsa. Hann þagði svo lengi að ég var að verða feimin og byrjaði að skammast mín fyrir að hafa spurt svo nærgöfgullar spurningar.” En þegar hann loksins svaraði var rödd hans blíðleg: „Þú átt rétt á að fá að vita það vina mín. Ég vona líka að þú skiljir hvers vegna ég hef ekki viljað að móðir þín frétti þetta. Mér hefur fundist réttast að vera ekki að flíka þessu.” Levndardómar - gamla klaustursins ann, ég svaf þar til Rose kom með morgunteið.” Hann kinkaði ánægður kolli. „Besta meðalið við þreytu er svefninn. Ég álít sjálfur að svefninn sé lykillinn að góðri heilsu. Og nægur matur, Della, þú mættir vel þyngjast örlítið.” Þegar hann minntist á heilsufar varð mér hugsað til Simonar og ég spurði hvort hann væri búinn að snæða morgunmat. Frændi minn þagði í nokkrar mínútur eins og hann væri að leita að besta svarinu. Þegar hann loksins svaraði valdi hann orð sín af nákvæmni. „Ég hef hugsað mikið um heilsufar Simonar og það virðist vera ákaflega mikilvægt að hann lifi eins rólegu lífi og mögulegt er. Ég vil að hann byrji daginn rólega, snæði morgunverð í rólegheitunum í sinni eigin stofu, með eða án Mannins, eftir því sem honum best líkar. Síðan, þegar liða tekur á daginn, getur hann gert það sem hann vill hér við búskapinn. Hann er vel fær um að sjá um viðgerðir og viðhald, hann hefur einnig góða hæfileika til að leysa úr þeim vandamálum, sem upp kunna að koma hjá vinnufólkinu. Einstaka sinnum snæðir hann morgunverð með mér, en það er sjaldan.” „En ég býst við að Viola frænka borði morgunverð með þér að öllu jöfnu,” sagði ég. „Ég vona að ég geti náð tali af henni nú í dag.” „Ég veit að þig langar til þess, vina mín. En fyrst verðum við að spyrja Denning hjúkrunarkonu hvort hún sé i ástandi til að taka á móti gestum. Annars er nú orðið langt um liðið síðan frænka þin skreytti borð mitt með nær- veru sinni. Nú er hún stöðugt rúm- liggjandi.” „Fyrirgefðu mér frændi. Það var á- gengni af mér að spyrja og ég skal einskis spyrja frekar,” flýtti ég mér að segja. Hann þaggaði niður í mér með því að veifa hvítri hendinni. „Þú sagðir að ég skyldi lita á þig sem dóttur mina, og áttu þess vegna fullan rétt á að vita sannleikann i málinu. En ég held að það sé best að við göngum út í garðinn, svo að fegurðin þar geti lyft geði þínu. Það er sorgleg saga sem ég þarf að segja þér og ég vil ekki gera þig þunglynda, sérstaklega ekki þennan fyrsta dag sem þú ert hér. Komdu með mér vina mín.” Við gengum út um franska gluggann og ég varð strax sem snortin töfrum þeg- ar ég sá umhverfið. Bakkarnir voru þaktir litum, hver einasti þumlungur jarðarinnar var þakinn gróðri. Þó var ekki einu einasta laufblaði né blómi of- aukið. Glitrandi lækir runnu niður í þrepum og mynduðu litla fossa. Þarna voru tré, runnar og blóm í öllum litum og tegundum. Ég klappaði höndunum hrifin. „Ó, frændi. Þetta er dásamlegt!” Hann virtist ánægður með hrifningu mína. „Hver einasta planta er sér- staklega valin.” Hann stansaöi og sneri við merkimiða sem hékk á einni plöntunni. „Allar eru þær merktar og garðyrkjumenn mínir ferðast um allt Bretland, jafnvel út fyrir landsteinana, til að saékja blómin, sem ég vil fá. Garðar mínir eru álitnir vera með þeim fegurstu í öllu Englandi.” Hann gekk í gegnum bogagöng inn í minni garð þar sem blóm og jurtir umkringdu fagurlega skreytta tjörn. Ég tók varla eftir gosbrunnunum í tjörninni, því að ég sá að blómin i kring- um hana mynduðu skjaldarmerki Cunninghams. „En hve þetta er fagurlega gert. Örn- inn er virkilega líflegur og ég get lesið einkunnarorð ykkar. En þar sem ég hef ekki hlotið langa skólagöngu get ég ekki þýtt það sem þar stendur,” sagði ég. Frændi minn lagði handleggina utan um axlirnar á mér. „Non sibi sed patria. Ekki fyrir sjálfan sig, heldur land sitt. Óðalið er gjöf frá Henrik konungi á sextándu öld til Edward St. John fyrir tryggð hans við kónginn. Fjölskylda hans var hliðholl páfanum og er skiln- aðurinn varð í konungshöllinni voru þau flækt i svikamál gegn honum. En þessi Edward, sem var yngri sonurinn í fjölskyldunni, var hliðhollur konungin- um og sagði til fjölskyldu sinnar. Faðir hans var hálshöggvinn og hinir fjöl- skyldumeðlimirnir urðu að flýja land.” „Hann kom upp um fjölskyldu sína? Hann lét hálshöggva föður sinn? En hræðilegt! Hvernig gat hann fengið af sér að drýgja þvílíkt níðingsverk!” hrópaði ég upp full viðbjóðs. Ég fann að fingur frænda míns skárust inn í hörund mitt um leið og hann sneri mér að sér og mér brá þegar ég sá ofstækisfullt augnaráð hans. Hár hans, augabrýr og yfirvaraskegg virtist bókstaflega rísa. Blíðan var horfin úr rödd hans og það sem hann sagði virtist koma úr innstu leynum hugans. „Geturðu ekki skilið hve maðurinn getur elskað eitthvað meira en lifið sjálft? Það sem skipti þennan forföður minn, Edward, mestu máli voru velferð landsins og konungurinn. Hann getur hafa elskað fjölskyldu sína. Það hefur hann sennilega gert. En ást er veik til- finning, borin saman við aðrar til- finningar sem manneskjan getur borið. Konungur hans og föðurland voru það sem hann elskaði heitast. Ég þekki svipaðar tilfinningar Della.” Haka hans féll niður og ég gat rétt heyrt orð hans: „Cunninghamklaustrið, mitt elskaða heimili.” Þrátt fyrir hita sólarinnar varð mér allt í einu kalt og ég byrjaði að skjálfa. Frændi minn tók strax eftir þessu og hann leit áhyggjufullur á mig. „Er þér kalt i morgungolunni góða mín? Kannski ættirðu að sækja þér yfir- höfn.” Ég tók utan um handlegg hans. Nei, frændi, mér mun hitna við að ganga um.” Mig langaði út úr þessum garði sem virtist svo óhugnanlega þögull þrátt fyrir gosbrunnana. Einhvern veginn fannst mér hann ógna mér. „Þá getum við gengið að eldhús- görðunum. Við fylgjum fordæmi munk- anna og ræktum alla okkar ávexti og grænmeti sjálf. Ég held að það hljóti að hvila einhver blessun yfir moldinni hér því að hún er svo gróðursæl.” Hann leiddi mig inn í gegnum rósa- garðinn og fylgdi mér að sumarhúsi sem lá næstum falið inn á milli rósarunnanna: „Þér þykir ákaflega vænt um systur 33. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.