Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 39
ekki komin einn þriðja leiðarinnar yfir ána þegar Land-Roverinn stansaði á bak við vörubílinn. Alveg varðir komu her- mennirnir á bak við þau sér fyrir. Nokkur skot heyrðust í einu og bergmál- uðu eftir að þau skullu á skut ferjubáts- ins. Lilli datt úr sjónmáli en hafði ekki orðið fyrir skoti. Þau hnipruðu sig þrjú saman. ögrandi köll bárust þeim frá Land-Rovemum. „Hvað nú?” hvíslaði Barbara óstyrk. „Það koma fleiri bilar eftir veginum,” tilkynnti Lilli. „Það hlýtur að vera hálft herfylki komið þarna núna. Við getum ekki verið hér. Annaðhvort snúum við við — eða við höldum áfram.” Hann leysti málið með því að standa upp. Þau byrjuðu að mjakast áfram aftur. Fleiri skot, nú skullu sum þeirra á vatninu við bátinn. Stór líkami Lilla var freistandi skotmark. Þótt furðulegt megi teljast varð hann ekki fyrir skoti. „Sá byssumaður er ekki til...” byrjaði hann reiðilega og sneri hraðar en áður. „Þegar við erum komin hálfa leið...” „Hr. Selkirk! Beygðu þig! Gerðu það!” Barbara skellti sér flatri þegar skyndi- lega heyrðist vélbyssuskothríð. Hún bjóst við að stóri maðurinn myndi tvistr- ast í smáparta. Nick greip andann á lofti, hann bjóst viðaðkúlnaregniðmyndi... Ferjan stansaði á miðri ánni þegar Lilli hætti að snúa sveifinni. Það var undrunarsvipur á rauðu andliti hans. Hann horfði í átt að bakkanum sem þau stefndu að. Hann brosti og hélt áfram að snúa. Barbara gerði sér grein fyrir þvi að siðustu skotin höfðu komið frá hinum bakkanum, svo ekki voru það hermenn- irnir sem höfðu skotið á þau. Hún leit varlega upp og augu hennar stækkuðu af undrun. „Barbara,” hvíslaði Nick, „hvað gengur á?” Hann lyfti sér nógu hátt upp til þess að sjá yfir borðstokkinn. „Hamingjan sanna!” hrópaði hann og brosti. „Ég sé það. En ég trúi því ekki!” Á hinum bakkanum stóð stór gleið- fættur negri með hríðskotabyssu undir hendinni. Þegar hann sá Nick lyfti hann hendi I kveðjuskyni og kinkaði siðan kolli í átt að vopni þvi sem hann hélt á. Hann miðaði því ógnandi þegar hann varð var við hreyfingu á hinum bakkan- um. Nokkrar hvassar skipanir glumdu yfir ána, en engu skoti var hleypt af. Barbara skildi hvorki upp né niður. „Hvað er að gerast?” Lilli hélt áfram að knýja ferjuna svo að Nick svaraði henni. „Þetta er félagi minn, Jimmy Nadolig, sem heldur á byssunni þarna. Þú trúir þvi kannski ekki, en þessi hluti árinnar er mjög við- kvæmur. Tæknilega séðerum við komin yfir landamærin núna. Það er þess vegna sem liðsforinginn gaf fyrirskipun um aðhættaaðskjóta. Barbara hristi höfuðið I undrun. „Vinur þinn hefur þá bjargað lífi okkar?” Nick kinkaði kolli, augu hans loguðu. „Jimmy hefði ekki getað verið stundvís- ari.” Hundur heyrðist gelta og andlit Nicks ljómaði. „Ali!” Hann reis á fætur þegar hann sá hundinn sinn hoppa um á bakkanum og gelta fagnandi. Ferjan skall á bryggjuna. Þau stigu öll á land. Nick kraup á jörðina og hundurinn hans sleikti hann í framan. „Barbara — má ég kynna Ali.” Skyndilega fékk Nick mikinn svima og hefði dottið kylliflatur ef sterkar hendur hefðu ekki gripið hann. Jimmy Nadolig lyfti honum upp og bar hann burt frá ánni. Hann gekk upp á hól og í átt að pallbil sem beið þeirra. Lilli, með bakpokann og byssuna, hjálp- aði Barböru upp brattann. Madge Goddard hljóp áhyggjufull á móti þeim. Hún stansaði þegar hún sá Nick. Þegar hún hafði gengið úr skugga um að hann væri lifandi leit hún á hin, augnaráð hennar staðnæmdist við Bar- böru. „Hvar er Stef?” spurði hún lágt. Enginn svaraði. „Það er best að koma sér héðan,” sagði Madge alvörugefin. Jimmy Nadolig ók hratt til Kilumba. Lilli hlammaði sér við hlið hans og geisp- aði við og við meðan þeir skiptust á frétt- um. Fyrir aftan lá Nick sofandi milli kvennanna tveggja og dró andann djúpt. Barbara og Madge höfðu kynnt sig hvor fyrir annarri. 1 fyrstu voru þær fámálugar og hrukku við i hvert sinn er Nick hreyfði sig I svefninum. „Þér virðist örmagna,” sagði Madge loks við Barböru. „Þér hljótið að hlakka til að komast til mannsins yðar.” Barbara leit snöggt undan. Madge virti Barböru kænlega fyrir sér, hugsaði sig fljótlega um, en sagði svo. „Ég hitti manninn yðar, frú Farson.” „Ég skil það. Nick sagði mér frá til- boðsheimsókn hans.” „Ég átti ekki við það,” greip Madge inn I. „Eftir að Nick fór með hinum hafði ég nógan tíma til þess að hugsa. Og hafa áhyggjur.” Barbara leit i augu hennar. „Þér hljótið að hafa saknað Nicks mjög mikið, frú Goddard.” Madge kinkaði kolli. „Meira en ég hélt.” Þær horfðu enn hvor á aðra og Bar- bara bætti við: „Ég veit hve Nick er yður náinn. Þér eruð alveg eins og ég hafði ímyndað mér.” Barbara tók eftir undrunarsvip Madge og útskýrði fyrir henni. „Hann talaði mikið um yður, það er að segja þegar okkur gafst tækifæri til.” „Þið hafið þurft að þola mikið,” sagði Madge. „Það er leitt aö ekki...” Hún hætti í miðri setningu. Barbara hvatti hana. „Já?” Madge hikaði, hún leit á órakað andlit Nicks en hélt síðan áfram. „Ég fór til þess að hitta mann yðar, frú Farson, á hótelið hans.” Eitthvað í rödd Madge gerði Barböru órólega. „Gerið það, segið mér frá því, frú Goddard. Var hann með annarri konu.” „Mér kemur þetta ekki við, frú Far- son.” „Gerið það? Var hún dökk? Grönn? Hávaxin ... ríkmannlega klædd?” Madge hleypti brúnum. Hún hafði ekki ætlað að láta Barböru vita þetta. Rödd Barböru varð ákveðnari. „Frú Goddard. Kynnti maðurinn minn hana fyrir yður?” „Já, en ég er búin að gleyma nafn- inu.” „Jill Sanderson?” Madge andvarpaði. „Það er hún. En ég er viss um að.. Barbara roðnaði í vöngum af reiði þegar hún greip fram I fyrir Madge. „Jill Sanderson hefur verið i Kilumba. Á hótelinu! Hún hlýtur að hafa ekið frá Njongwe — EFTIR að Nick náði í mig!” I djúpri þögn horfði hún niður á Nick þar sem hann lá svo hjálparvana og varnarlaus. Allt var nú að skýrast fyrir henni og það fékk hana til þess að skjálfa. Hún kreppti hnefana svo að hnúarnir urðu hvítir. „Mér þykir það leitt, frú Farson,” sagði Madge bllðlega. „Þér þurfið ekki að biðjast afsökunar, frú Goddard.” Madge leit niður á Nick. Hann virtist táknrænn þarna á milli þeirra núna. Á leiðinni til landamæranna hafði Madge sifellt verið að magna andúð sína á Bar- böru Farson. Jafnvel áður en hann hafði farið af stað hafði Barbara táknað aug- ljósa ógnun fyrir öryggi Nicks. Og eins og Madge túlkaði umhyggju þessarar konu gagnvart Nick ætti andúð hennar að hafa aukist. En hún gerði það ekki. Madge vorkenndi henni. „Sjáið til — við höfum hist við óvenjulegar aðstæður, frú Farson. En ég heiti Madge.” Barböru virtist létta. „Og ég heiti Bar- bara.” „Barbara?” bergmálaði Nick, lágróma en greinilega. Hann var ennþá sofandi og konurnar litu báðar á hann. Þegar þau nálguðust úthverfi Kilumba spurði Barbara: „Er sjúkrahús héma sem við getum farið með Nick á, Madge?” „Það er nokkurs konar sjúkrahús,” svaraði hún. „En hann mun betur kom- inn í sinu eigin herbergi. Ég skal senda eftir lækni handa honum um leið og við komum.” Barbara kinkaði kolli en skildi ekki fyllilega. „Hvar er herbergi Nicks annars?” IINGUAPHONE tungumálanámskeió henta allri fjölskyldunni LINGUAPHONE tungumálanámskeið eru wiðurkennd sem auðveldasta og ðdýrasta leiðin til tungumálanáms LINGUAPHONE fæst bæði á hljðmplötum og kassettum Við veitum fúslega allar upplýsingar og póstsendum hvert á land sem er Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 ib 33. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.