Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 63
urra spurninga. Hvað eru Halli og Laddi gamlir? Eru þeir gift- ir? Hvað eiga þeir mörg börn? Hvað heita þau? Hvað heita konurnar? Hvar eiga þeir heima? Hvað er Björgvin gamall? Hvar á hann heima? Hvað heitir konan hans? Hvað á hann mörg börn? Hvað heita þau? Heitir hann fullu nafni Björgvin Helgi? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Ein forvitin. P.S. Hvað er hægt að senda Helgu til að japla á. Eins og áður segir, Helga er alæta og þvi með vöxt sam- kvæmt því. Því miður, Póstur- inn hefur þá reglu að gefa ekki upp neitt í einkalífi einstaklinga i poppheiminum. Þú gætir reynt að skrifa útgáfunni, sem gefur út plöturnar þeirra, og athugað hvort þeir vilja segja þér eitt- hvað frekar. Eitt ætti þó að vera í lagi að segja þér — hann heitir, að sögn kunnugra, fullu nafni Björgvin Helgi. En ég fór Kæri Póstur! Hvað á ég að gera? Þannig er mál með vexti að ég er mjög hrifin af strák, en ég veit nú ekki hvort hann er hrifinn af mér, vegna þess að í vinnunni talar hann ekki við mig. En eitt kvöldið þegar ég fór ú t að labba þá var hann úti í glugga þar sem hann býr. Svo spurði hann mig, hvort ég vildi heim- sækja sig, en ég sagði nei því ég er svo feimin. Eg get varla talað við stráka þá roðna ég svo mikið, að ég veit ekki hvað ég á að segja, svo hélt ég áfram. Um kvöldið hitti ég hann hjá bíóhúsinu og hann bauð gott kvöld og spurði hvort mér þætti gaman að labba ogégsagði já. Jæja, svo spurði hann, hvort ég vildi koma að labba og ég sagði já. Hann spurði hvort að mamma uiyndi komast að því að ég befði heimsótt hann og ég sagði nei, eins og satt er. Þá spurði hann mig, hvort hann mœtti bjóða mér í glas, ég sagði nei! Eg drekk ekki og reyki ekki, ég er að verða 16 úra. Hann bauð mér líka bjór. en ég sagði nei. Þegar ég ætlaði að fara, sagði hann alltaf: ekki fara. En ég fór. Jæja, hvað á ég nú að gera, Póstur góður? Eg vonast eftir svari því að ég hef skrifað 3svar sinnum en aldrei fengið svar. Með kærri þökk fyrir birt- ingu, ef bréfið verður birt. Gunna Stína. Það er varla annað hægt en svara þér í fjórða skiptið eða hvað finnst þér? Það langbesta, sem þú getur gert, er að bíða bara róleg og at- huga hvort hann reynir ekki að tala við þig að fyrra bragði, það er að segja af því að þú segist vera svo feimin. Þú gætir nú líka reynt að herða upp hugann og tala sjálf við drenginn, þeir tímar eru löngu liðnir að karlmaður- inn eigi alltaf að hafa frum- kvæðið. Ef hann býður þér aftur inn skaltu ekki þiggja neitt að drekka til þess eins að þóknast honum, en tali hann ekkert við þig í vinnunni skaltu fara var- lega i að trúa öllu sem hann segir utan vinnustaðarins. Pennavlnlr Hulda Jónsdóttir, Mánagötu 6, 730 Reyðarfirði og Þórstina Hlín Sigurjóns- dóttir, Heiðarveg 2, 730 Reyðarfirði, langar að komast í bréfasamband við krakka á aldrinum 14—16 ára. Áhuga- mál margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svörum öllum bréfum. Rua Cambúa 200/201, J.G. — Ilha do Governador Rio de Janeira/RJ 21.940 — Brasil. José Augusto R. Pereire. Ég er 17 ára og óska eftir íslenskum penna- vini. Ég er nemi. Áhugamál mín eru aðallega að safna frímerkjum og póst- kortum frá öðrum löndum. Ranjan Perera. 16, Asoka Avuene, Jayanthipura, Battaramulla, Sri Lanka. Ég er 20 ára Sri Lankastrákur og mig langar til að skrifast á við einhverja islenska stúlku. Áhugamál mín eru: Tónlist, ljósmyndun og frímerkja- söfnun. Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, Faxatúni 6,210 Garðabæ. Mig langar til að skrifast á við krakka á aldrinum 11- 12 ára (er sjálf 11 ára). Áhugamál mín eru: Sund, hestar, ferðalög, frímerki, handbolti og strákar. Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir, Borgar- gerði, 755 Stöðvarfirði. Óska eftir pennavinum á aldrinum 13-16 ára (er sjálf 14 ára). Áhugamál mín eru: Íþróttir, sund, ferðalög og margt fl. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Birgitta Benediktsdóttir, Steinholti, 755 Stöðvarfirði. Óska eftir pennavinum á aldrinum 12-15 ára. Áhugamál margvís- leg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Sigríöur Margrét Vigfúsdóttir, Aðal- stræti 61, 450 Patreksfirði. Óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 12— 14 ára (er sjálf 13). Svarar öllum bréf- um. Gunnar Guðmundsson, Hæðargarði 2, 108 Reykjavik. Óska eftir pennavinum á aldrinum 20—25 ára. Áhugamál: Hest- ar, sveitavinna og margt fleira. Svara öllum bréfum. Sigrún Hulda Sæmundsdóttir Túngötu 8, Reyðarfirði, óskar eftir pennavinum á aldrinum II—13 ára, (er sjálf 12 ára). Svarar öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Ingvar Guðmundsson, Haga, Holtum, 801 Selfossi. Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 12—14 ára (ég er sjálfur 12 ára). Helstu áhugamál mín eru: Frí- merkjasöfnun, skák og lestur bóka. Magdalena Svanhvít Kristinsdóttir, Breksdyk 41, 8614 AX Oudega —W— Holland. Óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 12—14 ára, (er sjálf 13, að verða 14). Áhugamál eru marg- vísleg. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Bára Baldursdóttir, Kirkjuvegi 6, 530 Hvammstanga. Kristin Guðmundsdóttir, Helguhvammi, 531 Hvammstanga, Ásgerður F. Guðmundsdóttir, Breiða- vaði, 541 Blönduósi. Óskum eftir penna- vinum á aldrinum 15-17 ára, bæði strákum og stelpum (erum sjálfar 16 ára á þessu ári). Áhugamál okkar er allt milli himins og jarðar, allt nema sólin og skólinn. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er (einhver mynd). Svörum öllum bréfum sem vit er í. Miss Laura March, Ruskin Road, Dak Ridge, New Jersey 07438 U.S.A. 17 ára, óskar eftir pennavinum á Islandi og hún hefur margvísleg áhugamál. Joseph Bonney. P.O.Box 177, Cape Coast, Ghana W-A. Óska eftir islenskum pennavini. Áhugamál eru: Lestur, tónlist og fótbolti. Joseph er 16 ára og vill pennavini af báðum kynjum. Albert Sam, Asscciation Importdnt L.T.B. P.O. box 648, Cape Coast-Chana. Óska eftir íslenskum pennavini, ég skrifa á ensku. Aðaláhugamál mín eru: Iþróttir, m.a. borðtennis, biblíulestur, söfnun frimerkja og póstkorta. Að síðustu þykir mér gaman að skipta á gjöfum. Mr. Charles Adu Tom. P.O. Box 174, Cape Coast, Ghana W/A. Óska eftir íslenskum pennavini, skrifa ensku. Aðaláhugamál eru: Lestur bréfa, tennis, biblíulestur og skipti á gjöfum. James Bierkett, Box 321 Wylie Texas 75098. Mig langar til að skrifast á við stúlkur á aldrinum 14-44 ára. Aðaláhugamál eru: Iþróttir, útilíf og draumar. Geraldine H. Handley. 5, Wertworth Avenue, Margate, Kent, England. Ég er ung húsmóðir með tvö börn og mig langar til að skrifast á við konur í öðrum löndum. Ég er 28 ára, ég á stúlku sem er 4 ára og son sem er 10 mánaða. Áður en ég varð húsmóðir var ég kennari. Ég skrifa eingöngu á ensku. Leo M. Scott. 1151 5th ave. So. 107, Edmond Washington 98020 USA. Bandarískur kennari af sænskum ættum óskar eftir islenskum pennavini. Áhugamál eru: Skíði, siglingar, ferðalög og tónlist. 33. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.