Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 38
MAI.AI.IÐAI?
Hún kallaöi hvíslandi: „Hr. Sel-
kirk?” En hann var þegar á hraðri leið út
úr skóginum með Nick á bakinu.
„Inn í stýrishúsið! Fljótt!”
Hún hikaði ekki.
Hún opnaði farþegadyrnar, kleif inn
og hjálpaði til að draga Nick upp í sætið.
Lilli skellti aftur hurðinni og hljóp síðan
aftur fyrir bílinn að sinni hlið stýrishúss-
ins. Þau ruku af stað. Barbara greip i
HVAÐ ER
ÖLKELD
Hugsið
vel um
heilsuna.
Bœtið
steinefn#|s
snauða
fæðu
með eini
glasiaf
ölkeldu-
vatni
ðdag.
ölkeldu-
vatn með
öllum
mat
■IMNKAUPASTJÓRAR
SÍMINN ER 21260 OG 39327.
<fá Lysuhóíí
_ '’öfmitsti■*
f &**«»■
Nick til þess að koma í veg fyrir að hann
skylli á mælaborðið.
„Ég var að reyna að finna ána,”
byrjaði Barbara. „En ég villtist. Trén ...
við hljótum að hafa farið í hringi.”
„Það var gott.” Lilli sneri stýrinu og
þau óku á fullri ferð í beygju svo að
hvein í hjólunum. „Þessi strætó kemur
aðeins einu sinni í viku.”
Munnsvipur hans var einbeittur, í
samræmi við kímni hans. Hann horfði á
veginn, en leit við og við í bakspegilinn.
Barbara hélt öðrum handleggnum
utan um Nick. Höfuð hans hallaðist að
annarri öxl hennar. Stuttlega, í slitrótt-
um setningum, sagði hún Lilla hvað
gerst hafði. Hann hlustaði og gaf ein-
staka sinnum frá sér nefhljóð.
„En að hugsa sér að þú skyldir vera
hér.” Undrun hennar var blandin fegin-
leik.
„Taktu þvi ekki of rólega, frú Farson.
Þessir náungar fyrir aftan ætla sér að
gera mig höfðinu styttri. Ég tók þennan
vörubíl tuttugu mílum að baki, um leið
og ég var orðinn bíllaus.”
„En hvernig ... ?”
Hann glotti og leit snöggt á hana. „Ég
gerði það sem þú gerðir, hélt mig á miðj-
um veginum. Ég lá á grúfu. Ég blekkti
þá. Eini munurinn var að ökumaðurinn
stansaði og reyndi ekki að sveigja fyrir
mig. Það var honum verst.”
Barbara starði á hann. Sárið á vinstri
kinn hans bólgnaði svo að augað var
nærri sokkið. Hár hans var blandað
svita og ryki.
VARÐBORG
AKUREYRI - SÍMI (96)22600
• MORGUNVERÐUR
• HADEGISVERÐUR
• KVÖLDVERÐUR
• HÖPAFSLÁTTUR
• ÚTBÚUM NESTISPAKKA
„Hvað gerðist?”
Lilli andvarpaði. „Afríski ökumaður-
inn fór út til þess að sjá hvað væri að
mér. Þegar ég greip í hann skarst félagi
hans í leikinn. Ég, ah, varð að taka farar-
tæki þeirra traustataki.
Hann fann spurningu hennar og hélt
fljótt áfram. „Þeir eru ekki dauðir. Ég
sló hausunum á þeim saman. Ég skildi
þá síðan eftir á miðjum veginum, aula-
lega útlits.
„Þá kom þessi Land-Rover að. Ég
held að hálfur herinn hafi verið að leita
að mér. Svo áætlun okkar stóðst.”
Nick settist nú undrandi upp og
horfði spyrjandi á Lilla.
„Rólegur nú,” sagði Lilli við hann,
teygði sig og greip snöggt i handlegg
Nicks.
„Það eina sem við þurfum að gera
núna er að fara yfir ána.”
Nick fór að spyrja samhengislausra
spurninga.
„Seinna!” sagði Lilli ákveðinn. „Þú
ert svei mér druslulegur, alls ekki sam-
boðinn kvenmanni.”
Barbara sá að hún spyrnti fótum i
bakpoka Lilla. „Við týndum öllum
okkar farangri,” sagði hún mæðulega.
„Ekki alveg,” mótmælti hann.
Hún leit spyrjandi á hann. Hann
glotti, tók næstu beygju og fór síðan að
flissa.
„Þegar við skildum ók ég eins og
fjandinn væri á hælum mér. Þegar ég
kom að frumskóginum gekk ég frá Land-
Rovernum og kveikti I honum. Það var
heljarbál. Það hélt eftirförinni upptek-
inni nógu lengi fyrir mig til þess að láta
mig hverfa.
Síðan hélt ég I suður. En ekki fyrr en
ég hafði bjargað einum hlut úr ferða-
töskunni þinni, frú Farson.”
Skilningssljó starði Barbara á pokann
við fætur sér.
„Mér datt í hug að þig langaði í
minjagrip,” hélt Lilli áfram. „Manstu
eftir nýja kjólnum, sem þú sagðist aldrei
hafa farið I?”
Barbara áttaði sig ekki alveg ennþá.
„Þú ... þú ert með kjólinn minn
þarna?”
„Allt saman hluti af þjónustunni.”
Lilli glotti. „Svo viðskulum vera viss um
að þú komist óhult héðan. Eftir allt
þetta á ég það skilið að sjá þig í þessum
kjól.
Þau komu að ánni, mjórri og straum-
lltilli sprænu, lítilfjörlegri að sjá eftir
stórfengleik Lokatuluvatns.
Barbara gat nú séð Land-Roverinn I
bakspeglinum við farþegasætið.
„Þeir eru komnir mun nær, er það
ekki?” spurði hún.
„Vitanlega. Þeir eru ekki með tvö
tonn af banönum! Þarna!” Rödd hans
var hvöss af spenningi. „Þarna er vaðið.
Aðeins tvær mílur til viðbótar.”
Áhyggjufull horfði Barbara í bakspeg-
ilinn. Vegurinn var nú beinn og Land-
Roverinn sást stöðugt í speglinum.
Framundan gat hún séð ferjustaðinn,
kofaþyrpingu, bryggju og flatbotna opna
ferju bundna við árbakkann.
Hjartsláttur hennar jókst þegar hún
gerði sér grein fyrir einu atriði. „En við
verðum berskjölduð!”
Nick stundi þegar vörubifreiðin
hentist til á ójöfnum veginum. „Við
verðum auðveld skotmörk!” samsinnti
hann veikróma.
Lilli virtist ekki hlusta á þau. Hann
þrýsti á rofa í mælaborðinu og vörubill-
inn titraði.
„Hvað var þetta?” Barbara sneri sér
við i sætinu og fékk þegar svar við
spurningu sinni.
Afturhluti vörubílsins reis nú hægt
upp fyrir vökvaafli. Stórir bananaklasar
skoppuðu á veginum fyrir aftan þau.
„Ég losaði bakfjölina áðan,” sagði
Lilli með ánægjuglotti. Hann varð að
hægja ferðina og stýrishúsið virtist segja
skilið við afturhlutann. Bananar
streymdu niður á veginn þegar pallurinn
reis upp í lóðrétta stöðu. Á bak við þau
rann Land-Roverinn stjórnlaust þegar
honum tókst ekki að forðast hindranirn-
ar.
Barbara gaf frá sér sigurhróp. „Þeir
eru komnir út af veginum!”
„Aðeins í bili,” sagði Lilli rólega.
Þau komu að bryggjunni og Lilli lagði
vörubílnum þvert fyrir hana. Hann
greip riffilinn sinn, stökk út og opnaði
farþegadyrnar.
„Taktu pokann. Ég skal taka Nick.”
Meðan hann var að ná Nick út úr
bilnum og lyfta honum upp á bak sér
þustu fjölmargir innfæddir út úr kofum
sínum og mösuðu spenntir.
Lilli beindi rifflinum ákveðinn að
þeim. Þeir horfðu á hann reiðilegu og
ögrandi augnaráði en drógu sig fljótt í
hlé.
„Fram á bryggjuna, frú Farson!
Leystu landfestina!”
Barbara var farin að leysa landfestina
sem festi ferjuna við bryggjuna. Þung-
fættur staulaðist Lilli eftir bryggjunni,
móður vegna þunga Nicks.
Hann lagði Nick varlega fremst í bát-
inn og heyrði hávært aðvörunaróp Bar-
böru. „Þarna koma þeir aftur!”
Lilli hikaði nógu lengi til þess að giska
á fjarlægðina milli þeirra og jeppans,
sem þaut nú eftir veginum I rykskýi.
Síðan fór hann að snúa handsveifinni
sem fest var við keðju sem lá þvert yfir
ána.
I fyrstu mjökuðust þau áfram, Bar-
bara hélt niðri í sér andanum. Land-
Roverinn var innan við kílómetra frá
jjeim núna.
Barbara hnipraði sig saman við hlið
Nicks. Hann sat með hnén upp við höku
og hendurnar lágu út frá hliðunum. En
hún þekkti ógnandi reiðina sem skein úr
augum hans.
„Barbara. Riffilinn.”
Hún rétti honum byssuna og hann
tók við henni með skjálfandi höndum.
Lilli hamaðist á sveifinni. Þau voru
38 Vlkan 33. tbl.