Vikan


Vikan - 27.09.1979, Page 14

Vikan - 27.09.1979, Page 14
AÐ TALA SAMAN Flestir hugsa ekki mikið um hvað það er að tala saman. Fólk talar bara saman á því tungumáli sem það hefur einu sinni lært. Tal eða tjáskipti eins og það er stundum kallað eru margvísleg. Eitt af því er HVAÐ við segjum í orðum, HVERNIG við segjum orðin og hvernig við tökum á móti því sem sagt er. Annaö er hvernig við tölum saman án þess að nota orð. Maðurinn tjáir sig með svipbrigðum sfnum, handahreyfingum, lík- amshreyfingum, raddbeitingu o.s.frv. Margar deilur verða til á milli fólks af því að tal er óskýrt, vegna ósamræmis í tali, orð eiga ekki við rétta hluti og þeir faldir með því að segja eitthvað annað en maður í rauninni álítur. Tal um einföldustu hluti getur valdið pirringi á milli fólks. Erfiðleikar á að tala saman eru ein algengasta orsökin fyrir að fólk biður um sálfræðilega aðstoð. Sambúðarvandamál verða oft til vegna þess að fólk á erfitt með að tala saman. Dæmi Margrét og Jón vinna bæði úti fulla vinnu. Margrét, sem er kennari, er vön að koma heim 1-2 tímum á undan Jóni sem er skrifstofumaður. Margrét nær gjarnan í barnið á barnaheimilið. Einn daginn kemur Margrét heim um þrjúleytið. Hún er dauðþreytt eftír langan kennsludag og nemendurnir voru sérstaklega erfiðir við hana í dag. Hún sest niður, fær sér bolla af kaffi og reynir að slappa af. Því næst ákveður hún að hringja í vinnufélaga, þrátt fyrir að íbúðin sé öll í drasli og hún eigi eftir að kaupa inn. Margréti finnst að hún eigi rétt á því að slappa af. Eftir samtalið er klukkan orðin margt og hún flýtir sér að ná í barnið á barna- heimilið. Fyrr en varir er kl. um hálf sex og Jón er kominn heim. „Æ, Jón, getur þú ekki skroppið út og keypt inn, ég gat það ekki.” Jón spyr: „Hvenær komst þú heim í dag?”

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.