Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 26
levndardómar
gamlu klaustursins
um með húsgögn og annað sem heyrði
leiksýningunni til.
Frú Buller-Hunter var þarna og hár
hennar var óvenjulega glæsilega greitt.
Hún hallaði höfðinu um leið og hún
skoðaði leiktjöld Vaughans.
„Þetta er auðsjáanlega Bath þrátt
fyrir innskotin þín,”sagði hún hrifin.
Vaughan hló. „Uss, frú Buller-Hunt-
er, ekki koma upp um mig!”
Fólkið úr leikflokknum gekk fram og
til baka, hrópandi hvert á annað og
OirMPUS
i , l>áö þarf ekki lengur kunnátfumann til þess
^ gö taka fallegar fjöiskyldumyndir. Tækn-
ínni hefur fleygt fram og með lítilli eða
stórri Oiympus myndavél er nánast barna-
leikur að fá allar myndir skýrtir og vel
heppnaðar.
Og jOlympMSdnyndavélin er ódýrari en þjg
grunar.' Fyrir aðeins 31.500- kr. má fá
& fyrsta flokks myndavél með innbyggðum
ljósmæll og 35 mm filmu. Ferðamyndimar í
ár munu ekki bregðast ef fjölskyldan fær
sérOlympus.
usturstrœU 6
flI(/ yMw*al
FÉLAG ÍSLENZKRA HLJQMLISTARMANNA
útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar takifæri
Vinsamlegast hringið í
20255 milli kl.14-17
spyrjandi um hitt og þetta. Clive var líf-
legri en nokkru sinni fyrr, gekk á milli
leikaranna og rabbaði við þá.
Búið var að flytja langt borð úr stað,
samkvæmt skipunum frú Buller-Hunter,
þegar frú Hodges kom inn. Þegar hún sá
breytinguna lýsti andlit hennar megnri
vanþóknun. Ég skildi tilfinningar henn-
ar því að ekkert sem hún gerði virtist
vera nógu gott fyrir frú Buller-Hunter,
hún var ákveðin i að sýna vald sitt og
beita þvi. £g flýtti mér út í hinn enda
salarins þar sem andrúmsloftið var
betra.
En hve ég öfundaði leikarana af þeim
góða félagsanda sem virtist ríkja á
milli þeirra. Ef ég hefði aðeins getað
verið ein þeirra, hamingjusöm, áhyggju-
laus, ung stúlka, i stað þess að búa í
þessu húsi veikinda og ótta þar sem eina
kvenveran fyrir utan mig var kona sem
mér líkaði ekki allt of vel við og maður-
inn sem ég elskaði sá mig ekki. Maður
sem vardæmdur til einmanaleika.
Um áttaleytið var allt komið á sinn
stað. Allir stólarnir í salnum voru upp-
teknir og einnig sófarnir en þeir voru
fyrir þá sem vildu geta fylgst með því
sem fram fór á sviðinu á þægilegan hátt.
Aftast, alveg inni við vegginn, sátu svo
hjúin á eldhússtólum, í löngum svart-
hvítum röðum.
Ég leit i kringum mig eftir Simoni en
án árangurs. Vaughan sat á stól við hlið-
arvegg salarins og tómur stóllinn við
hliðina á honum beið eftir Clive sem
hafði horfið á bak við tjöldin. Ég hafði
fundið mér sæti við endann á einni röð-
inni svo að ég gæti laumast i burtu óséð
ef ég vildi þegar frú Buller-Hunter kom
til mín.
„Della min, við munum sitja i sófan-
um,” sagði hún og klappaði á öxlina á
mér.
„Þakka þér fyrir en ég vil heldur sitja
hérna,” svaraði ég kurteislega.
Hún lét sem hún heyrði ekki svar
mitt. „Komdu nú, flýttu þér áður en
tjöldin verða dregin frá,” skipaði hún.
Og ég varð að elta hana nauðug viljug.
Leikritið var skemmtilegt og ég naut
þess að horfa á það. Skamma stund gat
ég gleymt umhverfi minu og lifi og hleg-
ið með frú Malaprop sem var leikin jafn-i
vel og Clive hafði sagt.
Þegar sýningunni var lokið og gestirn-
ir famir byrjuðu leikararnir að klæða sig
úr búningunum og fjarlægja farðann.
Ég þvældist þarna um því ég kveið fyrir
að fara til herbergis mins.
Loksins gat ég ekki fundið neina af-
sökun til að vera þarna lengur. Ég var
einmitt að ganga út úr salnum þegar ég
sá eina leikkonuna úr leikflokknum
nálgast Clive. Rödd hennar, sem var
hljómfögur og skýr, náði alla leið til mín.
„Getur verið að ég hafi gleymt bún-
ingi hér, þegar við sýndum hjá ykkur i
júni? Þetta var nunnubúningur.”
Ég stóð hreyfingarlaus. Sú staðreynd
að Clive þvertók fyrir að hafa séð bún-
inginn skipti engu máli. Nú var ég viss
26 Vlkan 39- tbl,