Vikan - 27.09.1979, Side 27
um að einhver hafði fundið búninginn
og notaði hann til aðdulbúast.
Mér létti ósegjanlega. Mannverur, þó
illar væru, treysti ég mér til að takast á
við. En afturgöngur, andar frá annarri
veröld, voru mér öllu ógeðfelldari.
Ég hljóp næstum því upp tröppurnar
og flýtti mér inn I svefnherbergið. Rose
var einmitt að hita rúmið og ræddi glað-
lega um Ieikritið um leið. Ég gladdist
ósegjanlega vegna þess að hafa ekki
minnst á miðilsfundinn við James
frænda, það hefði getað leitt af sér
óþarfa vandræði.
Rétt eftir að hún var farin var bankað
gætilega á dyrnar hjá mér og frú Buller-
Hunter kom inn með bakka sem á var
laudanumtafla og heit mjólk.
„Cunningham lávarður, jafnhugul-
samur og hann er, hefur látið senda þér
þetta svo að þú getir sofið. Ég varð mjög
leið að heyra að þú hefðir óhlýðnast
honum. Þú ert of þrjósk, Della, þú
hlýtur að vita að frændi þinn veit hvað
þér er fyrir bestu. Láttu mig nú sjá þig
taka þessa inn.” Hún hló glaðlega. „Við
vorum þrjú niðri til að sækja lyf fyrir
skjólstæðinga okkar, Denning hjúkrun-
arkona, Manning og ég.”
Ég tók við töflunni með hendinni. Eg
hafði alls ekki hugsað mér að vera með-
vitundarlaus alla nóttina, nú þegar ég
þurfti að rannsaka svo mikið. Ég vissi að
það var til einskis að reyna að fá hana á
mitt band. Gat ég blekkt hana?
Ég lagði höndina að munninum og
lagði töfluna undir tunguna í stað þess
að gleypa hana. Siðan tók ég dálitinn
sopa af mjólkinni og lét sem ég kyngdi
pillunni um leið.
„Ég verð að láta afganginn af mjólk-
inni kólna," sagði ég kæruleysislega. „Ég
brenndi mig á tungunni."
Mér til mikillar armæðu settist hún
við hliðina á mér og virtist reiðubúin til
að bíða. Um leið sagði hún mér álit sitt á
leikritinu. Taflan, sem enn lá undir tung-
unni á mér, varð til þess að ég gat lítið
sagt. Ég tók einn lítinn sopa af mjóikinni
í viðbót.
Að lokum bauð frú Buller-Hunter
góða nótt, hún hefur áreiðanlega haft í
huga kvöldsnyrtinguna sem hún varð að
framkvæma áður en hún gat lagt sig.
„Ég sé að þú ert að verða syfjuð,
Della. Mundu að drekka mjólkina þína
áður en þú sofnar.”
Ég fullvissaði hana um að það myndi
ég gera og að því loknu fór hún. Hún var
varla búin að loka dyrunum á eftir sér er
ég spýtti út úr mér töflunni sem var byrj-
uð að leysast upp. Ég fékk mér mjólkur-
sopa til að losna við bragðið. En það
varð jafnvel enn verra við það, ég gat
ekki drukkið hana svo að ég hellti henni
út um gluggann og kastaði töflunni út á
eftir. Síðan fór ég í rúmið og hafði varla
lagt höfuðið á koddann en ég var
sofnuð.
Þannig fór nú með vonir mínar um að
koma upp um árásarmanninn. Þegar ég
vaknaði var kominn dagur. Samt var ég
með höfuðverk og augnlokin voru blý-
þung. Ég hringdi á Rose til að fá teið
mitt. Munnurinn á mér var svo þurr að
tungan festist við góminn, ég reyndi að
hella vatni í glas til að laga þetta. Um
leið og ég gerði það sá ég nokkuð sem
varð til þess að vatnið helltist út fyrir
glasið. Á borðinu við hliðina á mér var
glas sem ekki hafði verið þar þegar ég fór
að sofa. Tómt glas sem, eftir miðanum á
því að dæma, hafði innihaldið laudan-
umtöflur.
Einhver hlaut að hafa komið inn i her-
bergið mitt meðan ég svaf og komið
þessu fyrir þarna svo að það liti út sem
ég hefði tekið of mikið af þeim. Þess
vegna hafði bragðið af mjólkinni verið
svona rammt. Ein tafla í sjálfu sér hefði
ekki gert neinn skaða en hún var ekki
skaðlaus þegar hún var tekin inn með
mjólkinni, sem upp í höfðu verið leystar
fleiri töflur.
Framhald í næsta blaöi.
Allt til skólans
*s^ss^3p|B|jNi jp vJHL m , V'-'' - / V1h j> /■■ • *. ■' Nár nsbækurnar m
Q. tð' 'Q’- WSEl * - rflHtaiv. Ritföngin .i-y
Þú þarfft ekki að leita víðar
EYMUNDSSON
Austurstræti 18 Sími 13135
39’ tbl. Vikan 27