Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 8
Verðlaunaafhending eftir Chiciana-söngvara- keppnina i Sienna, italíu. — Annars hef ég verið að hugleiða hvort mér sé í rauninni ekki hollast að ráða mig til að byrja með hjá einhverju litlu leikhúsi þar sem ég get fengið að spreyta mig á sem fjölbreyttustum hlutverkum og æfa að lyst. Þó að það sé afskaplega gott að starfa fyrir Vínaróperuna þarf söngvari helst að hafa öðlast sína reynslu er hann kemur þangað. í rauninni er Vínaróperan eins og umferðarmiðstöð þar sem söngvarar koma og fara. Æfingar eru allt of fáar fyrir byrjanda og lítil tilbreytni í hlutverkum. Annars finnst rnér að ég hafi aldrei fyrr verið jafnþroskaður og tilbúinn til að takast á við starf mitt. Mér var t.d. bent á það í Vín að rödd rnín væri sern sköpuð fyrir Lohengrin og ég hef hugleitt að reyna mig meira við Wagnerhlutverk en áður. — Mér er það fullljóst að margir söngv- arar hafa eyðilagt sig á áfengi og að ofdrykkjumaður er í rauninni alltaf ofdrykkjumaður. Ég fékk líka að sannreyna það fyrsta kvöldið mitt á hótelinu í Vínarborg í vor. Áður var það alltaf mitt fyrsta verk. þegar ég kom upp á hótel- herbergi, að panta mér glas og vaninn á sterkar rætur í manni. Það kom yfir mig ntikill pirringur og ég vissi að þar var Bakkus gamli að verki. Ég háði þó nokkra hugarbaráttu þar sem ég spurði sjálfan mig að því hvort ég vildi raunverulega hætta á að brjóta niður allt sem hafði áunnist og eyðileggja þar með alla von. Loks hringdi ég til AA samtakanna og sagði þeim hvernig rnér liði. Þeir buðust til að korna þó að klukkan væri farin að ganga ellefu en rnér leið strax svo miklu betur að ég afþakkaði boðið. Þeir báðu rnig þá að hafa samband við sig næsta morgun en þess 8 Vikan 43. tbl. gerðist ekki þörf, hættan var liðin hjá. í stað þess að fá mér í glas þetta kvöld fór ég í langa göngu um borgina. Og nú finn ég ekki lengur til löngunar í vín, jafnvel þó ég sé innan um fólk sem neytir bess, Gjörbreytt viðhorf — Ég veit að ég hef glatað miklu og eyði- lagt allt fyrir sjálfum mér. En ég hef líka unnið mikið í staðinn. Skapgerðarstyrkur minn hefur aukist að mun, mér finnst ég loks hafa öðlast sanna hamingju og rnér líður vel andlega. Viðhorf mín hafa öll gjör- breyst og þar á meðal viðhorf mitt til fjölskyldulífs. Núna finnst mér ég fara mikils á mis við það að eiga enga fjölskyldu svo næsta skrefið hjá mér verður sennilega að koma mér upp eiginkonu! Ég er að visu enn þeirrar skoðunar að listamaður verði að hafa náð föstum grundvelli í starfi og vissum fjárhagsaðstæðum áður en hann stofnar til fjölskyldu. Ungum listamanni, sem er að byrja að koma sér áfram. er það áreiðanlega mikill fjötur um fót að þurfa líka að standa í fjárhagslegu basli við að framfleyta fjölskyldu. Listamaður þarf að geta helgað sig list sinni en það er líka nauðsynlegt fyrir hann eins og aðra aðeiga sér einhvern fastan punkt í tilverunni, eins og fjölskyldu. Starfi söngvara fylgir mikið flakk og um leið mikill einmanaleiki. Hann hefur kannski staðið á sviðinu um kvöldið umkringdur fólki, lifi og litunr, en kemur svo aleinn heirn á ókunnugt hótelherbergi. Það er oft ákaflega nöturleg tilfinning og leiðir hugann að því hvað það væri gott að eiga sér sálufélaga. — Auðvitað hugleiddi ég það stundum hér áður fyrr að kvænast en þá var það frekar rneð það sjónarmið í huga að konan gæti veitt mér styrk. En nú hef ég sjálfur öðlast nægan styrk til að Ieggja fram minn skerf, ég þarfnast ekki lengur konu sem einhverrar hækju heldur sem sálufélaga og manneskju. Hitt er svo annað mál að það verður kannski enginn hægðarleikur fyrir konu að taka mig að sér. kominn á þennan aldur og vanan piparsveinalífinu! JÞ Hreinn i hlutverki sinu i Vopnasmiðnum í Volksoper í Vinarborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.