Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 62
En það er bara ekki svo auðvelt Elsku Póstur! Þannig er mál med vexti aö ég er svo hrifm af strák sem ég hitti í partíi fyrir nokkrum mánuöum. Ég hef hilt hann oft síöan. En ég hef aldrei þorað að segja honum að ég sé hrifn af honum. En ég veit að hann er hrifnn af mér. vinir hans hafa sagt mér það. Svo þetta lítur út fyrir að vera mjög auðvelt en það er það bara ekki. Svo langar mig til að biðja þig að benda mér á ein- hver blöð sem ég get skrifað til og beðið um að útvega mér pennavini, en blöðin eiga að vera í Finnlandi, á Grænlandi og í Færeyjum. Hvað á ég að vera há ef ég er 43 kíló? Bæ, bæ, Anna. Það er ekki ólíklegt að þegar þetta birtist sé nú ýmislegt breytt hvað dreng þennan snertir. Annaðhvort að hlutirnir hafi gengið saman eins og best verður á kosið eða að þú ert löngu búin að gleyma honum og farin að hugsa um annan. Á þínum aldri eru nokkrir dagar eins og eilífðin og allar breyting- ar ótrúlega hraðar. Ef ekkert hefur breyst og þú ert ennþá sama sinnis er ekki um annað að ræða en gefa sig á tal við stráksa við fyrsta tækifæri. Slepptu því að segja honum að þú sért hrifin af honum en ekki sakar að ýta svolítið við atburðarásinni. Pennavini um allan heirn getur þú eignast með því að skrifa finnska penna- vinaklúbbnum. Utanáskriftin er: Þetta er lanstbesti matur sem éj; hef fengið síöan í gæri International Youth Service, Turku, Finland. Ef þú ert 43 kíló væri senni- lega hæfilegt að hæðin væri 146 sm. Hvað þú ætlar að gera í málinu ef hæðin er ekki í réttu hlutfalli við þyngdina er Póstinum hins vegar hin mesta ráðgáta! Það er yfirleitt miðað við að þyngdin hæfi hæðinni, enda ólíkt vandaminna að ráða bót á því. Merkingar « mannanafna Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur sem langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. Hvað þýða nöfnin Hulda, Elísabet, Sigrún, Sigríður og Kristín? Vikan seint á ferð til áskrifenda Bolungarvík, 24. 9. 79 Kæra Vika! Mér hefur oft dottið í hug að skrifa þér til að benda á hvað blaðið berst mér oft seint í hendur, og er þar um að kenna veðurguðunum, sem raska oft samgöngum í Jiugi hingað. Því vil ég koma með þá ósk til ykkar að þið póst leggið blaðið fyrr en þið hafð gert hingað til. Ég hef verið fastur áskrifandi í nokkur ár og aldrei hefur þaö komið fyrir að ég haf fengið blaðið á fimmtudegi, en i sumar hefur það oftast komið á föstudögum. Nú fer vetttr í hönd og ég minnist undanfarandi vetrar, er blaðið barst mér iðulega ekkifyrren á mánudegi, þriðjudegi eða jafnvel á miöviku- degi, nærri viku eftir að blaðið kom út. Mér fnnst þetta ergilegt, aðallega fyrir það að ef ég keypti blaðið í lausasölu þá gæti ég fengiö það 3-4 dögum fyrr en ella. Komið hefur fyrir að mér haf fundist ég vera að fá gamalt blað, búin að sjá það hjá kunningjum fyrir löngu. Ég vjl taka það skýrt fram að póstur er borinn hér út reglulega, svo ekki er við hann að sakast heldur veðurguðina. Þess vegna vil ég koma þessari ósk minni á framfæri í þeirri von og trú að hægt sé að laga þetta. Vikan er lesin spjaldanna á milli á mínu heimili, enda gott heimilisblað að mínu mati, og óska ég henni alls góðs í framtíðinni. Kær kveðja, Helga 5. Helgadóltir Þetta er því miður eitt af þeirn vandamálum, sem hafa reynst erfið viðfangs I vinnslu blaðsins. Áskrifendur hafa oftlega fengið blaðið of seint í hendur og eru orsakir fyrir því bæði margar og samverkandi. Ekki hefur reynst unnt að póstleggja blaðið fyrr til að tryggja að urn seinkun verði ekki að ræða. Miklar tafir hafa orðið í sumar og er þar til dæmis um að kenna farmannaverkfallinu, sem bitnaði illa á Vikunni. Pappír barst okkur ekki svo útvega varðpappíraf hinum ýmsu gerðum, eins og lesendur hafa eflaust veitt athygli. Endur- skipulagning á dreifingarkerfinu hefur staðið yfir og eru áhrif hennar ekki orðin afgerandi ennþá vegna langs vinnslutíma Vikunnar, um fimm vikur. Og ekki má gleyma því síðasta verkfalli grafískra sveina, sem tafði vinnsluna talsvert og er unnið að því núna að vinna það upp. í landi verkfalla og óblíðra veðurguða verða vandamál sem þessi oft næstum óleysanleg. Blöð áskrifenda hafa farið beint í póst en blöð til lausasölu fara beint á útsölustaði og eru því oft komin þangað samdægurs. En vonandi verða áhrif endurskipulagning- arinnar þau að tilvik sem þetta verði hverfandi í framtíðinni. 62 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.