Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 47
16. kafli. Ég hlýt að geta gert eitthvað. hugsaði Kate. Hún reyndi að hreyfa fæturna. Þó að hún væri búin að losa eina lykkjuna. voru þeir enn vel bundnir. En ef hún héldi áfram gæti næsta lykkja losnaö. Þetta var seinlegt verk og hendur hennar voru enn bundnar. „Það verður fljótlega farið að leita að mér." sagði hún. „Min verður saknað snemma." „Það er ekki rétt. Þú ert ekkja. Þú býrðein."sagði Gary. „Ég bý með móður minni. Hún var komin i rúmið þegar þú braust inn i gær- kvöldi." sagði Kate. „Lögreglan mun leita að bílnum minum." „Við verðum komin til Sussex um það leyti," sagði Gary. „Við verðum komin að Beachy-höfða. Þá er því lokið." Hann átti við að þá væri hún dáin, en gat ekki sagt henni þaðsvona hreint út. „Þeir mtinu samt ná þér." sagði Kate. „Það trúir þvi enginn að ég hafi sjálf ekið fratn af homrunum ef það er það sem þú hyggst gera. Né heldur stokkið. Sérstaklega ekki þegar ég er bundin svona. Lögreglan er ekki heimsk. Þeir vita að sá sem gerði þetta cr sá sami og myrti stúlkuna." „Ég myrti hana ekki. Það var slys, ég er búinn að segja þér það," sagði Gary. Og þeir munu aldrei komast að þvi að það varég." „Þeir finna þig. Það hljóta aðrir en ég að hafa séð þig. Ekki getur þú drepið þá alla. Og hvað með starf þitt? Undrast yfirmenn þinir ekki um þig?" „Það er i lagi svo lengi sem ég sendi skýrslurnar minar.” sagði Gary. „Ég er minn eigin herra.” Hann ætlaði að hringja um leið og þessu verki væri lokið. þeir áttu von á símhringingu frá honum þennan morgun. Þeir höfðu enga ástæðu til að gruna að hann hringdi ekki frá Wattleton. Siðan myndi hann fara aftur til The Grange Residential Hotel, rabba við frú Fitz- gibbon og taka upp sitt vanastarf. Jafn- vel þó fingraför hans væru út um allt hús frú Havant var engin leið fyrir lög- regluna að finna hverjum þau tilheyrðu. Það eina sem bent gæti á hann var bill- inn hans. sem hann hafði lagt þar stutt frá, og hann varð að ná i hann fljótt. Í aftursætinu voru bæklingar og bóka- sýnishorn. sem hægt var að rekja til hans. En hann gat ekki snúið aftur i Minibil frú Havant þvi eins og hún sagði þá færi lögreglan að leita að honum þeg- ar hennar væri saknað og hann ætlaði hvort sem var að láta hana deyja i honum. Kannske ætti hann að losa sig við hana núna. Var þá nægur timi til að fara aftur til baka í bílnum hennar áður en hennar yrði saknað? Þetta um móðurina gat alveg verið satt. Hún leit ekki út fyrir að vera sú manngerð sem laug, hún var ágætis manneskja. Gary ók hægar. Kannske var Beachy-, höfði ekki svo góð hugmynd þegar allt kom til alls. En hvaða slys annað gat hann sett á svið. Hann yrði að slá hana ' á höfuðið áður en hann sendi hana fram af, hvernig sem færi, og það vildi hann ekki gera. Honum geðjaðist ekki að of- beldi. Hann beygði lil vinstri við næstu vegamót og ók i norðurátt. Hann ætlaði ekki að fara sömu leið til baka og þau höfðu komið. í dögun yrðu hraðbrautirnar hættulegar ef lögreglan færi að leita að henni. Hann varð að konia henni fyrir á einhvern annan hátt. Kate sagði ekkert þegar hann breytti um stefnu. Það gat ekki verið að hann hefði skipt um skoðun og ákve,ðið að skila henni ómeiddri heim. „Þessi náungi — læknirinn — hvers vegna giftist þú honum ekki?” spurði Gary allt i einu. „Hann er þegar kvæntur." sagði Kate. Ef þessi maður myrti hana og lög- reglan næði honum var öruggt að sannleikurinn um hana og Richard kæmi i Ijós. „Og svo á ég móður sem ég þarf að líta eftir." bætti hún við. „Er hún veik?" „Veikbyggð,"sagði Kate. „Heppilegt fyrir hana — móður þina á ég við — að maðurinn þinn skyldi hafa dáið. Hvað kom fyrir hann?” „Hann dó ekki. Ég sagði aldrei að ég væri ekkja.” svaraði Kate. „Þú slóst því föstu." „Svo þú ert það þá ekki. Fór hann frá þér? Ég er viss um að það hefur verið vegna gömlu konunnar — mömmu þinnar. Það gengur ekki að búa öll saman. Þó að þú eigir stórt hús. Hefurðu átt heima þarna lengi?" „Þónokkurn tima."sagði Kate. „Ég er búinn að skipta um skoðun hvað varðar Beachy-höfða," sagði Gary henni. „Það er of langt þangað. Ég hef aðra áætlun.” Sú áætlun var ekki til en hann vonaði að honum dytti eitthvað i hug. Hann gat ekki kæft hana i útblæstri bilsins. sem væri mjög þægilegur dauðdagi. vegna þess að hann var ekki með neina slöngu til að leiða inn i bilinn. Það var leitt. Hann hefði þá getað leyst hana á eftir. Hann vildi ekki biða þar til búðir opnuðu og hann gæti keypt slöngu. Nú ók hann aftur um framandi svæði með limgerði meðfram vegum. skóg- lendi og ökrum. Það var mjög farið að birta. Tunglið. sem óð i-skýjum. var orðið fölt vegna morgunskimunnar. Brátt færi fólk á stjá. Kate hélt áfram að hreyfa til úlnliðina og reyna að losa fæturna án teljandi árangurs. Henni datt i hug að losa öryggisbeltið þegar öll athygli hans beindist að veginum og kasta sér siðan á hann svo honum fataðist við aksturinn. Það yrði betra en að láta hann myrða sig og það gæti jafnvel drepið hann lika. En hins vegar gæti svo farið að hvorugt þeirra sakaði og hann yrði reiður. Þetta var ekki góð hugmynd en hún ákvað að hafa hana i huga; kannske kæmi hentugt augnablik. Þau óku gegnum nokkur txrrp. Dregið var fyrir alla glugga húsanna sem nú grillti i i grárri döguninni. Enginn sem liti út um glugga I þessu friðsæla umhverfi og sæi Minibilinn. léti sér detta i hug að honum væri ekið af morðingja. Skyndilega sá Gary slóð og hemlaði snögglega. Þetta var mjór holóttur stigur sem lá til vinstri að þvi er virtist út i buskann. Hann slökkti á billjósunum og beygði þangað upp. Minibillinn skoppaði til á ójöfnum veginum. Tröðin lá ef til vill upp að býli. Þau óku áfram á hægri ferðen ekkert hús kom i Ijós. Katc varð hugsað til C'hodbury St. Mary. Á þessum tima væru þar mjólkurbilar á leið niður slikar traðir með dráttarvélar með mjólkurbrúsa á vagninum sem látnir voru við vegarbrúnina og biðu þess að þeir væru tcknir upp. Hún sal viðbúin i þeirri von aðdráttarvél kænii á móti þeim. eða i það minnsta að bæjar- hús kæmu i Ijós og hundur gelti hátt til að tilkynna komu ókunnugra. En eng inn kom á móti þeim og engin hús sáust. Vegurinn lá upp i móti og meðfram trjám. Þau höfðu nú ekið á annan kilómetra milli vel klipptra runna sem farnir voru að skjóta grænu. Siðan kom svæði þakið svartþyrni með hvitunt blómum. Það fór hrollur um Kate. henni fannst alltaf kuldalegl að sjá svartþyrni i blóma, jafnvel eftir hlýindi áður. Allt i einu komu þau að námu . Vegurinn varð breiðari, vírgirðing var sitt hvorum megin við veginn og fyrir framan þau var viðvörunarskilti: ÓNOTUÐ NÁMA. HÆTTA. AÐGANGUR BANNADUR. Gary steig út úr bílnum. kleif yfir girðinguna og gekk út að brún gryfjunnar. Það var nógu bjart núna til þess að hann sæi brattann þó brautin, sem vörubilar höfðu áður notað. héldi á- fram niður. Steinninn var hvitur. þetta var krítarnáma. Hann gekk brosandi aftur að bilnum. „Þetta hentar vel." sagði hann. „Þú átt langa göngu fyrir höndum ef þú lætur mig renna hér fram af í biln- um." sagði Kate. Gary vissi að þetta var satt. Iiann yrði að fara i gegnum skóglendið. sem var fullt af villtum dýrum. og yfir akur- lendi þar sem voru nautgripir. sem auðveldlega gætu elt hann. Verst af öllu var að hann yrði umkringdur drauga- legu sveitaumhverfinu sem var svo hljótt en samt fullt af skrjáfi og ýlfri. Og hann varð að komast til Ferring- ham sem allra fyrst til að ná i bilinn. Hann gæti hrint henni fram af brúninni eins og hún var. bundin. og farið siðan niður á eftir til að leysa hana. Þannig liti þetta út eins og sjálfsmorð. Likið myndi jafnvel ekki finnast fyrr en eftir langan tima. það þætti engum á- stæða til að leita hér. svo langt frá heimili hennar. Hann gæti siðan ekið burtu á bilnum hennar þangað sem hann gæti náð I lest eða áætlunarbíl og skilið Minibilinn þar eftir. En bíllinn hlaut að vera þakinn fingraförum og þeini myndi bera sanian við þau sem voru i húsinu. Honum tækist aldrei að hreinsa þau afbilnum. Það væri tilgangslaust að falsa sjálfs- morð og hann fengi hana aldrei til að skrifa bréf. jafnvel þó hann hefði pappír. Það yrði ekki nóg að hóta henni með hnifnum, þegar búið var að dænia hana til dauða. Hann skildi hana það vel. Gary gekk að gryfjubrúninni og leit niður. Það gat verið kofi eða hellir þarna niðri. einhver staður þar sem hann gæti komið henni fyrir. Runnar og tré uxu í brattanum. þar sem jörðin hafði ckki vcrið snert árum saman. hann gat ekki séð allt botnsvæðið. Hann varð að lita nánar á þetta. Gary datt ekki í hug að ganga. Hann sneri aftur til bílsins. setti liann I gang, ók i gegnum opið á girðingunni og upp eilitinn halla sem lá að brautinni er hlykkjaðist niður i námuna. Hægt og i fyrsta gir silaðist Minibillinn niður. Við endann á brautinni var slétt svæði og tveir skúrar, einn stór og annar niiklu minni. Báðir voru þeir að falli kontnir. hurðir héngu á hjörum. veggir voru brotnir og þökin fallin. sperrur stóðu beint upp i loftið og hér og þar héngu þaksteinar við. Gary • stöðvaði feÞessi bíll !■= var skreyttur ■! 43. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.