Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 10
Rosemary Hamilton: Þýð.: Emil Örn Krístjánsson Hún er ástin mín Jr*AÐ var huröarbankari úr kopar á framdyrunum hjá honum. Hanamynd aður vindhani snerist letilega á þakinu. póstkassinn var rauður og spjátrungs legur og á honum var nafn hans. Maurice Pollard. Skemmtileg blanda af gömlum og nýjum húsgögnunr var i öllum herbergjum hússins, ánægð eigin kona lá í rúminu við hliðina á honum og hinum megin i ganginum, í krókusgula herberginu, var barn. Barnið hafði ekki verið hans hugmynd, ekki frekar en skrautlegur póstkassinn. Allt sem hann vildi í hjóna bandinu var nóg einkalíf með hinni elskuðu Noru sinni. En hún hafði fullyrt það að með því að bíða með að eignast barn væri hann eins og bóndi sem tæki eggin undan hænunni áður en hún væri búin að fullnægja eðlunarhvöt sinni. Og þegar hún var búin að eggja hann með þessum rökum og nokkrum fleirum var hún komin með barn á að þvi er virtist ótrúlega skömmum tíma. Dyrnar inn í svefnherbergi þeirra voru opnar, það voru líka dyrnar inn í barnaherbergið, það var til |x;ss að barnið ætti auðveldara með að trufla nætii': i jieirra. bessa stundina var hún byrjuð að stynja til þess að tilkynna moi unóþægindi sín. Hann varð að viðurkenna að honum llkaði hvernig barnið grét. Hún öskraði ekki heldur tísti bara eins og hver annar dýrsungi. Hann lá ntjög hljóður og hlustaði á hvernig gráturinn jókst. Honunt fannst hann gera sér upp fullkominn svefn en Nora. með höfuðið djúpt i kixldanum. virtist vera raunverulega sofandi. Hann gæti auðvitað vakið han.i Hingað til hafði barnið I rauninni verið á hennar ábyrgð. hún hafði verið sú sent vildi binda enda á sældarlif þeirra með þessari litlu boðflennu. Hún var nafnlaus og hafði ekkert til að bera en hann undraðist hvílík áhrif hún hafði á hann. . . . Auðvitað hafði hann haldið á barninu og dáðst að henni í skyldurækni. En hvað varðaði að verða einkaþjónn þessa barns bá hafði hann borið fyrir sig klaulaskap. Nora hafði síður viliað taka áhæltuna að hann missti barnið eða styngi það með öryggisnælu. bað var erfitt að trúa þvi að Nora heyrði ekki i barninu. Hann reis upp við olnboga og virti eiginkonu sína fyrir sér. Hún virtist lokuð frá umheiminum. Hann hugsaði með sér að þetta gæti hafa verið ein af þessurn upp- og-niður nóttum. Það hafði verið töluvert um þær upp á síðkastið samkvæmt morgun- skýrslum hennar. Ef Nóra var úrvinda þá gat hún vart valið sér óheppilegri tíma til þess því I dag var einn af þessum stór atburðum sem hún truflaði lif hans með. Það átti að skira barnið i kirkjunni sem þau höfðu veriðgefin saman i. Það átti ekki að verða nein einföld athöfn sern fælist i að örlitlu vatni væri skvett á höfuð barnsins og síðan tilkynnti presturinn nafn þess. Nei. nei. það hefði verið of ómerkilegt fyrir Noru sem hafði verið Dunbar. Dunbar fólkið elskaði að flækja hlutina. Barnið átti að íklæðast hinum hefðbundna skirnar- klæðnaði Dunbar fólksins, flík meðótrú lega miklum blúndum og fellingum sem Nora hafði eytt mörgum klukkutimum i að þvo og strauja af mestu natni. Þegar hún var búin að fá flíkina hreina og stökka og var búin að breiða úr henni á útsaumaðan púða hafði hún ráðist á húsið eins og það hefði legið í niðurníðslu í mörg ár. Og síðast hafði hún einhvern veginn, milli þess sem hún sinnti barr.iru og fægði hrúðkaupssilfrið |ieirra. eldað Eldhúsið leit út eins og þar helði framreiðslumaður gengið berserks- gang. Eftir skírnina ætlaði öll Dunbar fjölskyldan eins og hún lagði sig að koma i hressingu. lægar hann hafði fundið að öllum þessum óþarfa hafði Nora sagt honunt að móðir hennar hefði gert það sama og meira til fyrir hvert sinna barna og hún ætlaði ekki að gera minna fyrir dóttur sína. Hann kom ekki með fleiri aðfinnslur. Stúlkan grét núna i alvöru. Hún virtist reið. Honum var skemmt að hugsa til þess að þetta krili væri svona skapstórt. Hann var skapstór sjálfur. Þó að skapið væri lengi að rjúka upp i honum var hann lengi að sefast ef hann æsti sig. Með þann möguleika í huga að hún hefði erft skapið frá honum. þó ekkert annað benti til þess að hún væri afkomandi hans. þá fór hann fram úr. Hann gekk inn i barnaherbergið og leit niður á hana yfir rimla barna- rúmsins. Jú. hún var bálreið. Hún var líka áhyggjufull. Þegar hún grét þá titraði efri vörin. rétt eins og hún væri óviss um aðeinhver kæmi nokkurn tinia til þess að vita hvað amaði að. Hin fáu hár, sem voru á kollinum og sem Nora af mestu þolinmæði greiddi til á hverjum degi svo þau stóðu upp eins og hana- kambur, voru blaut og klesst við ennið. Hún hafði náð taki á einu horninu á teppinu sinu og togaði það nú upp og niður. Hann hafði aldrei séð hana halda um neitt áður. Hann dró niður rimlana og rétti henni höndina. Engin furða að hún væri vansæl. Sængurfötin voru dreifð um hana og náttfötin voru gegn- vot. Hann leit á borðómyndina sem var til þess ætluð að skipta á henni. Ef hann gæti komið henni þangað þá gæti hann liklega séð hvernig Nora kæmi henni i allt saman jafnóðum og hann klæddi hana úr því, þá þyrfti hann aðeina að endurtaka aðfarirnar i öfugri röð og hún væri klædd á ný. Ef það gengi ekki myndi hann vekja Nóru. Allt i lagi þá. hugsaði hann með sér þegar hann hneppti frá smelluröðinni sem var framan á fiíkinni. Varlega! En allt sem hann gerði var að bera á henni magann. Guð einn vissi hvað orðið var af bleyjunni. Liklega hafði hún runnið niður í aðra skálmina. Ennþá grét hún og hann hraðaði sér við verkið. Hann sá það fljótlega að ekki færi hún sjálf úr ermunum, hann varð að sjá um það. Hann náði flíkinni af öxlum hennar, síðan togaði hann i tærnar. Flikin rann undan henni og henni var sama. Nú. jæja. hin upphaflega áætlun var orðin að engu. Hún var nakin og hann hafði enga hugmynd um hvernig hún hafði verið klædd. Henni virtist sama þó hún væri óklædd. Hún var hætt að gráta. hún skalf eilitið áður en hún þagnaði alveg. Einhvern veginn tókst honum að koma henni i hreina bleyju. Eftir það verk voru þau bæði þreytt. Hann ákvað að gera ekki meira i bili og vafði hana inn í lítið teppi alsett rósum. Þegar hann var búinn að vefja því vel utan um hana sá hann að hún var farin að sjúga á sér þumalputtann. Svöng. hugsaði hann með sér. Hann bar hana niður teppalagðan stigann og þau voru hljóð eins og samsærismenn. En þegar þau voru kontin i eldhúsið fór hann að tala við hana í eðlilegri raddhæð. „Það er ekki það,” sagði hann við hana. „að ég hafi læðst hingað niður eins og þjófur um nótt til þess að geta notið þess heiðurs að gefa þér að drekka. Það er bara það að það er ómögulegt að gera nokkurn hávaða í þessum stiga siðan móðir þin eyddi fúlgu i að hylja hann. Sjálfum likaði mér betur við það þegar sást i viðinn. En þú veist hvernig konur eru! 10 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.