Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 22
svo aftur i rautt. Langt fyrir neðan þá mátti heyra fjarlæga skruðninga, sem hann vissi að var gufan sem var að rjúka út. „Það litur út fyrir að orðið hafi túr binufall, strákar," sagði Godell lágróma. „Voru allir óhultir?" Einn af tæknifræðingunum staðfesti að á ábyrgðarsvæði þcirra hefðu öll merki verið i réttri fjarlægð. Godell kinkaði kolli og spennan í salnum virtist aftur réna. Uppi á svölunum varpaði fréttaliðið öndinni léttar og þau litu hvert á annað. Richard færði sig fjær Gibson svo að hann gæti ekki séð að mynda vélin var i gangi. Siminn hringdi og Gibson teygði sig i hann. „Hvað sem gekk eiginlega á þama niðri,” sagði Kimberly, „þá virðist því nú vera lokið. Drottinn minn dýril Haldið þið að þetta sé eðlilegt? F.g á við að öll byggingin hristist til. Og þegar'maður hugsar um hve stórt þetta er og aflið i vélunum . . Hún var trufluð af rödd Gibsons í símanum. Hann var búinn að missa alveg niður húsbóndagervið og virtist nú vera ntun alvarlegri. ...lá. Jack. Bill Gibsön hérna uppi á gestasvölunum. Þaðer rétt. Sjónvarpsfréttalið. Nei, eng ar kyikmyndatökur. Auðvitaðekki.” Kimberly leit á Richard og var stein hissa að sjá að ekki aðeins var mynda- vélin hans í gangi heldur hreyfði hann sig þannig að myndavélin gat skyggnst rólega yfir allan salinn fyrir neðan. Hún leit á Gibson til þess að athuga hvort hann sæi þctta. svo var ekki. þá leit hún í augu Richards. Hann deildi við hana þegjandi og sagði henni að láta ekkert uppi. ..Hvað þá°" hélt Gibson áfrant. „Uh, Richard," sagði Kimberly hljóð- lega og færði sig eitt eða tvö skrcf nær myndatökuman ninunt. Gibson sneri enn andlitinu i vegginn og talaði í símann. „Richard," sagði Kimberly i mót- mælatón. en hljóðlaust hreyfði hun sig i átt til hans og huldi myndavélina með klemmuspjaldi sínu. Skyndilcga byrjaði hávær aðvörunar bjalla að væla. Þau gátu heyrt hljóðið jafnvel i gegnum tvöfalt skothelt glerið sem var fyrir frantan þau. Godell var fljótur að leggja simann i stjórnsalnunt á og sneri sér að tækni- fræðingi sem var auðsjáanlega mikið niðri fyrir. Siðan færði hann sig til Spindlers sem starði niðursokkinn á mælaborð. ..Mesta hætta." hrópaði tækni- fræðingurinn. Hvorki Spindler né Godell sneru sér að honum. Annar tæknifræðingur kallaði: „Delta l>. 1041" „Það er lagi." sagði Godell og hélt áfram að horfa á mælana. Fyrir ofan þetta uppnám. á áhorfenda- svölunum, horfði fréttaliðið meðótta og aðdáun á þegar stjórnsalarmennirnir sinntu starfi sínu. Þetta er eins og ballett. hugsaði Kimberly, fólkið hreyfði sig næstum fyrirfram ákveðnum skrefum, það stökk til, tók hliðarskref. skrifaði hjá sér athugasemdir. stillti rofa og þ.h„ allt starfsliðið eins og það væri ekki aðeins þrautþjálfað heldur líka undir nákvæmri stjórn. Þau hrukku við þegar hávær rödd heyrðist i hátalarakerfi. „Allt starfslið fari á sinar öryggisstöðvar. Kerfi sex. Allt starfslið fari á sinar öryggis stöðvar. Kerfi sex. Þetta er ekki æfing. Ég endurtek. þetta er ekki æfing." Kimberly leit á Gibson. „Við verðum hér," sagði Gibson snöggt. „Þetta er öryggissvæði." „En — „Við verðum hér." „Hvað gengur á. Gibson?" spurði Adams. „Ég á við er þetta vani eða er þetta neyöartilfelli? Hvaða skjálfti var þetta?" „Ég veit það ekki." svaraði Gibson. „Þeir sjá um þaö hérna niöri. Þeir eru þjálfaðir til þess að sjá um það og þeir munu gera það. Á meðan vcrðuni við hér." Kimberly og Adants litu hvort á annað. Myndavél Richards var enn i gangi. í stjórnsalnum hafði Godell fært sig frá borði Spindlers svo hann stóð nú svo að segja í ntiðjum salnum. Hann leit augnablik á alla tæknifræðingana og á andlitum sumra voru merki unt ofsa hræðslu. „Allt i lagi," sagði Godell hljóðlega en þó ákveðið, „allir á sinn stað. Slappið af. Það er mikið vatn í kerinu. Ég ætla að losa það. Á nteðan vil ég að einhver reyni að finna út hvaðan þetta árans vatn kemur. Þið fáið greidd laun fyrir að hugsa skýrt undir miklu álagi, byrjið þá að hugsa og hættið að slæpast." Hann fór með Spindler að vatnsyfirborðsmæl- inunt sem sýndi glögglega að vatns borðið í kerinu var hærra en eðlilegt var. „Hvaðan sem þaö kernur. Ted. þá er okkur best að losna við það. Opnið tutt ugu og fjögur og tuttugu og fimrn og tuttuguogsex," kallaði Godell. Rödd Spindlers lýsti áhyggjum. „Þú getur þaðekki, Jack, þessir —." „Ég sagöi þér að gcra það." endurlók Godell og rödd hans varð nú skipandi eins og kafbátskafteins. „En bækurnar segja að þú getir ekki „Gefunt skít í bækurnar. Ted," sagði Godell og bætti svo við: „Guð minn góður. það er næstum komið upp að guf- unni." „Jack!" kallaði einn tæknifræðing anna. „það hlýtur að vera einn af lokun- um.vatnsgjafaleki. Að minnsta kosn að þvierég bestfæséð." „Já. en hvaða loki?" spurði Godell. „Ég veit þaðekki ennþá." „Lokaðu þá fyrir aðalrennslið." „En. Jack —." „Herra minn," sagði Godell hörku lega. vilt þú kannski frekar fara niöur i holuna og loka með höndunum?" Sneyptur teygði tæknifræðingurinn sig i tvö handföng. „Loka aðalvatns- rennsli!” kallaði hann. Ciodell kinkaði kolli og beindi nú at hyglinni að ntælunum sent voru fyrir ofan Spindler. Þó að hann væri spennl- ur starfaöi hann af skynsemi. rólega og með árangri. Ósjálfrátt höfðu margir tæknifræðinganna. þeir sem ekki áttu vissa staöi. dregist nær Godell. eins og hann væri eyja róseminnar i þessu ófrið- arhafi. Llt undan sér varð Godell var við að liann var að verða umkringdur. Hann hafði fundið fyrir þessu áður og var ekki undrandi heldur aðeins pirraður. „Allt í lagi. allir saman! Við getutn séð um þetta." „Jack!" kallaði tæknifræðingur. „Ég sagði ykkur að taka þessu nteð ró! Allir saman!" „Jack," hélt tæknifraeðingurinn áfram, „i guðs bænum — „Hvaðerað?" „Útstreymið! Líttu á það!"Ciodell leit af vatnsborðsmælinum á annað tæki við hliðina og sá að hann fékk ekki sam rýmanlega útkomu. Ciodell hnyklaði brýrnar, leit aftur á vatnsborðs mælinn. sem enn sýndi of hátt vatns- borð. síðan sló hann með fingri á út- streymismælinn og nálin féll niður alla leið. „Jesús Kristur!" hvislaði Spindler. „Vatnsstreymi!" kallaði Godell. „Fljótt. Látið mig fá vatnsstreymi. Það eralltaðhverfa." Uppi á gestasvölunum og alls staðar annars staðar i orkuverinu fóru viðvör- unarbjöllur af stað. Gibson hallaði sér fram á borðið, sem var yfir stjórnsaln- um. hann kýtti höfuðið á milli axlanna og nagaði á sér neðri vörina. Richard virtist áhyggjufullur en jafnframt þvi var dulin sjálfsánægja i svip hans. Kinib- erly hafði oft séð þennan svip á andlitum fréttamanna og það fékk hana stundum til þess að spyrja sjálfa sig hvort þetta væri raunverulega það starf sem hún vildi komast áfrani i. Niðri i stjórnsalnum leit Godell likt og eðla frá einum mæli á annan. „Hvernig stendur núna, Barney?" kallaði hann. „Einn-þrettán." svaraði Barney. „Ciuð minn góður." sagði Spindlcr hálfum hljóðum, „það er minna en niu þumlungar. Jack." Godell muldraði eitthvað óskiljanlegt og kallaði aftur til Barneys. „Stendur það i stað?" „Það fellur. Jack!" „Hamingjan sanna." sagði Godell við Spindler, „við erum að tapa þvi. Það er bakþrýstingurinn. Ted. Láltu það dettu. i guðsbænum!" „Jack, nei —." Godell teygði sig fruntalega yfir Spindler og greip i handfangið. Hann hikaði eitt sekúndubrot og svo kippti hann handfanginu niður. Skyndilegur skjálfti kom neðan úr iðrum brkuversins og breiddist undir eins út um alit orkuverið. Rödd kallaði: „Einn-tólf!" „Átta þumlungar! Jesús minn!" stundi Spindler. Godell virti hann ckki viðlits. Hann var að tala við niælinn. hvetja hann. „Svona nú. svona nú, elskan. Vatn. Agua. Flóðu yfir það. elskan, flóðu yfir árans draslið. Strax'." „Jack!" Röddin lýsti fögnuði. „Þaðer stöðugt!" Godell hreyfði sig ekki til að byrja með. Svo rétti hann hægt úr sér og lét höndina renna af handfanginu. Nálin byrjaði að færast ofar. Og þó hann héldi augunum á nálinni sá hann útund an sér að rauðu viðvörunarljósin voru farin að dofna um allan salinn. Um leið og hann rétti alveg úr sér lagði hann höndina snöggvast á öxl Spindlers. Þetta var ekki niikil afsökun, né meiri háttar 22 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.