Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 44
„Heimska stúlka. Að hugsa sér að læsa ekki dyrunum.” sagði Richard. Cynthia var ein af þcim sent girti sig inni með hverja læsingu og klinku aftur þeg ar dimma tók. „Ég býst við að hún hafi gert þetta margoft — setið inni nteð dyrnar ólæstar,” sagði dr. Wetherbee. „Þetta er friðsælt hverfi. Ég get samt ekki hætt að velta því fyrir mér hvort eitthvert samband sé við hitt málið — stúlkuna sem ntyrt var i Wattleton um siðustu helgi. Henni var nauðgað og hún siðan kæfð. Eða kæfð fyrst. Þá var ekkert rán framið. aðeins fleygt til hlutunt til þess að láta lita svo út." Kona dr. Wetherbees hafði fylgst vandlega með þvi máli og séð til þess að hann gerði það líka. „Sá sem framdi það morð kontst auðveldlega inn — það er jafnvel sagt að stúlkan hafi hleypt honum inn." „En Waltleton er þó nokkurn spotta héðan."sagði Richard. „Já. og sú stúlka var rniklu yngri en Kate. Hún fannst lika i sinni eigin ibúð. Hún hvarf ekki." Reyndar var þessi ótrúlega tilgáta dr. Wetherbees ekki hans cigin heldur konunnar hans cn hún hafði talað um þetta þegar hann hringdi til hennar til að scgja henni að hann kænii i seinna lagi i mat og'sagði henni ástæðuna. Tilgátan virtist nú ennþá ótrúlegri þegar hann sagði sjálfur frá henni. „Lögreglan er að leita að ntanni i hvítunt bil sem hjálpaði myrtu stúlkunni að skipta um hjól á föstudagskvöld fyrir sunnan Riscly. Þú hefur ckki séð þennan náunga. Richard? Þú fórst til Birmingham á fostudaginn. Þú hlýtur að hafa ekið þá leiðina heim. „Ég kont ekki heint um kvöldið." sagði Richard. „Ég gisti á Svarta svaninum í Risely." „Var það? Þá liefur þú ekki séð hann." „Hvaðer þaðsem lögreglan vill fá að vita?”spurði Richard. Dr. Wetherbee sagði honum það. Richard hafði ekki séð manninn sem stansaði til að hjálpa Söndru King en Kate gæti hafa gerl það. Hún hafði ekki minnst á það cn hún hafði verið á leiðinni einntitt á þeim tinta sem talað varum. ______________ Lögreglan hafði nú komist að þvi hver sá væri sem hafði hjálpað Söndru King að skipta um hjól á bilnunt. Eingraförin á hárbursta Gary Browne. á bókinni sem Madge Billings hafði keypt. a bilalyft unni og felgulyklinum i bi! Söndru og ógreinilegu förin á brún sprungna hjólbarðans attu öll saman. Fötin sern fundust í skáp hans og hárin sem voru á burstanum voru i rannsókn á rannsóknarstofunni og það var búið að lýsa eftir honum. Aurinn á fötum hans og skóm og það hvað fötin voru rifin ruglaði þá. „Þessi ungi lögregluþjónn — Berry — liann virðist eflirtcktarsamur náungi." sagði Hawksworth. rannsóknarlögreglu foringi. „Við hefðum fljótlega komist á spor alfræðibóksala án hans, herra.” sagði Bailey. „Fyrsti bóksalinn sem við töluðum við i niorgun minntist á það." „Pilturinn notaði gáfurnar," sagði Hawksworlh. Bailey fannsl Berry aðeins hafa gerl skyldu sina en sagði það þó ekki. Hawksworth var stundum nefndur Haukur hjartahlýi meðal hinna hörkulegri starfsfélaga sinna en liann var miskunnarlaus i viðskiptunt sinunt viðglæpamenn. „Það er slæmt þetta með bílinn." sagði Bailey. Tölvan staðhæfði ennþá að Gary Browne 'avi eigandi Ford Escortbilsins sent frú Fit/gibbon hafði gefið þcini númerið á. Ef hann hafði selt hann þá var að minnsta kosti ekki enn búið að til- kynna það. En núnterinu var búið að dreifa um og lögregluntenn um allt land ntyndu vera á varðbergi gagnvart hon um. einnig yrðu bilasalar yfirheyrðir. „Bendir til sektar hans." sagði Hawks worth. „Hvers vegna ætti ntaður að túlka það öðruvisi?" .Kaldur kall. Byrjaður að selja bækur aftur á mánudaginn eins og ckkert Itafi i skorist."sagði Bailey. „Já." Hawksworth var hugsi. hann sló með pennanum á auða þerripappirs- örkina fyrir frantan sig. „Þessi piltur — Berry — það sem hann sagði um innbrotiði Kent. Fréttin i blaðinu.” „Ó. já. herra." sagði Bailey án nokkurs áhuga. „Það gæti skýrt aurinn.” sagði Hawksworth. „Og konan — hvað hún nú heitir, kaupmaðurinn — Berry benli á að hún hefði verið i Risely unt helgina." „Já, herra." „Ég held að við ættum að fá þá með — Fotherhurst. var þaö ekki? Við eruni mcð skóna hans Browne og mikinn aur. samanber skýrsluna." „Gróðurmold. herra. Jarðveg." sagði Bailey. „Jarðveg þá. Segðu þeim frá þvi. Bailey. Það gæti greitt úr fyrir þeini ef þetta ersami maðurinn." „Eigum við að senda skó og cinhverja mold til þeirra?"spurði Bailey. „Nei." svaraði Hawksworth. „Láttu þá konia hingað.” 15. kafli Richard eyddi ekki frekari tima. Hann rauk út úr húsinu og skildi dr. Wetherbee eftir steini lostinn. Ef Katc hafði séð manninn á hvita bilnum á leiðinni til Risely gat liann einnig hafa séð hana og vissi þá að hún gæti boriö kennsl á hann. Ef liann var morðingi stúlkunnar, var það þá hugsanlegl að hann hefði einhvern veginn fundið Kate og numið hana á brott? Það yrði hrcin tilviljun að hann fyndi hana þar sem hún dvaldist á hótelinu undir fölsku nafni og gaf ekki upp rétl heimilisfang. Hann þyrfli ekki aðeins að rekja hana til hótelsins heldur lika til Ferringham. Ef honum hefði tekist það fyrsta gat hann hafa elt hana heim og beðið þar til hún var orðin ein. Hugmyndin var mjög ótrúleg en var hvarf Kate það ekki lika? Richard ók beint til lögreglu stöðvarinnar i Ferringham. Varðstjórinn við borðið |xkkti hann og visaði honum beint inn til Merediths rannsóknarlögregluforingja án þcss að krefjast frekari útskýringa en þeirra að erindi hans væri mikilvægl vegna hvarfs Kate Wilson. Þetta hvarf veitti starfsliðinu á stöðinni töluverða æfingu. annars eðlis en fyrri reynslu. þvi mannrán voru ekki algeng á þessu svæði. Richard sagði Mcredith frá staðreyndum i stuttu máli. Hann og Kate höfðu hist i hóteli i Risely á föstudagskvöld. Ilún hafði ekki minnst á það að hafa séð stúlkuna né manninn á hvita bilnum en verið gat að hún hefði séð hann. „Væri hún þá ekki búin að hafa sam band við okkur. ef svo hefði veriö. dr. Stearne?" „Hún hefur kannskc ekki vitað um á skorun lögreglunnar." sagði Richard. „Ég tók ekki sjálfur eftir hcnni fyrr en cinhver annar minntisl á það." Siðan bætti hann við. „En það getur verið að hún hafi ekki viljað flækja mig inn i málið." Hann þurfti ekki að útskýra það nánar. Mcredith var of reyndur til þess að undrast nokkuð og sanrþykkti að til- kynna hvarf Kate undireins til rannsóknarlögreglunnar i Wattleton. En á heildina litið fannst honum alls ekki liklegt að málin væru tengd. Richard fór aftur á læknamiðstöðina. hann átti að gera aðgerð klukkan hálf þrjú og hann var orðinn allt of seinn. Meredith hafði staðfest það sem dr. Wetherbee hafði þegar sagt honum: Þar voru för sem gáfu það til kynna að einhver hefði verið dreginn. „ekki endilega dáinn." flýtti Meredith sér að benda á. eftir stignum að bilskúr Kate. Fingraför voru út um allt eldhús — á eldavélinni. áhöldunum, i forstofunni og i setustofu Kate. öll ólik þeim sem fyrir voru i húsinu. fingraförum Kate. móður hennar og frú Burke. „En við viljum ekki fá fingraför. lög regluforingi. Við viljum fá Kate." hafði Richard sagt. þó að hann gæti glögglcga séð að lögreglan hafði þegar tekið þctta mál mjög föstum tökum. „Já. dr. Stearne, en ef fingraförin eru af þekktum glæpamanni vitum við að hverjum við eigum að leita,” útskýrði lögregluforinginn. „Viðeruni að leita að bilnum. Þegar við finnum hann þá. . ." hann laukekki viðsetninguna. Kate hafði verið i burtu i marga klukkutima, það hlaut að vera um miðnætti eða fyrr sem hryllingurinn hal'ði byrjað. Richard leit ofan i hálsinn á barni sem var rneð hálsbólgu og sá Kate fyrir sér skorna á háls. Hin stúlkan hafði reyndar ekki verið skorin á háls en liver vissi hvaða pislir hún hafði þurft að ganga í gegnuni áður en að þeirri siðustu. dauðanum, kom? Það var Richard að kcnna ef það var sanii maðurinn sem hafði numið Kate á brott. Hann hafði leitt liana út i þetta samband i upphafi af engri annarri á stæðu en þeirri að hann var að halda fram hjá. Feimnisleg viðbrögð hennar og tilfinningahitinn sent hún hafði þróað með reynslunni heilluðu hann ennþá. Hann hlakkaði enn til funda þeirra en var ánægður með að þetta var ekki krefjandi né flókið. Hún hafði auðveld lega laðast að honum eftir fyrsta skiptið og undrunina sem fylgdi. Hann hafði reyndar ekki hagað sér neitt betur en maðurinn sem nauðgaði Söndru King. Munurinn var sá að Sandra hafði barist á móti. Það dró ekki úr sekt Richards. Iiann var engu betri en hver annar nauðgari. Kate hafði ekki veriö hið minnsta ástfangin af honum. Hún hafði þá enn verið hrifin al' Paul Fox þó Richard teldi að hún hefði vaxið upp úr þvi þegar um slikt samband var að hugsa. Þau höfðu orðiö innilegir vinir. Kannske var það hinn fullkomni grund völlur undir slikt samband. ekki eldheit likamleg löngun og litið annað. svo af ganginn varðaðvinna upp. oft meðsárs- auka. yfir árin og tókst ekki alltaf. Cynthia yrði að frétta um þetla. Hvað svo sem yrði um Kate. jafnvel þó hvarf hennar ætti ekkert skylt við morðiö á Söndru King. Hann gat ekki hlift henni við að heyra sannleikann lengur og ekki gat hann valdið henni þeirri niðurlægingu að frétta þetta frá lögreglunni eða einhverjum öðrum. Hún færi kannske frá honum. Hún myndi Hún reyndi að hreyfa fæturna. Þó að hún væri búin að losa eina lykkjuna, voru þeir enn vel bundnir. En ef hún héldi áfram gæti næsta lykkja losnað. Þetta var seinlegt verk og hendur hennar voru enn bundnar. 44 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.