Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 49

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 49
lokum kæmisl hann á þjóðveg. Einhver myndi taka hann upp í og aka honum <á sjúkrahús. Hann ætlaði ekki að gefast upp. t>egar hann væri kominn upp á veginn myndi hann búa til slysasögu — einhver hefði ekið á hann og keyrt á braut — reyndar var þaðeinmitt þaðsem gerst hafði. Gary var ekki vanur að ganga mikið og hann var i losti. Hann hélt hægt á brattann. Kate sat nokkra stund i bilsætinu með fæturna fyrir utan á jörðinni og hélt höfðinu niðri til að hamla gegn yfirliði. bá sá hún að blóð lak úr sárinu sem hún hafði sjálf valdið á handlegg sinum. Peysan hennar hafði að nokkru leyti varið handlegginn en þegar hún fór úr regnkápunni og bretti upp ermina sá hún Ijótt sár. langt og djúpt. og það blæddi ntikið úr. Það virtist þurfa að sauma þaðsantan. Hún var rneð lítinn sjúkrakassa i bíln um. scm hún hafði keypt fyrir mörgum árunt en aldrei notað. I honunt fann hún áburð og sárabindi. Sárið var á vinstra framhandlegg hennar. Henni tókst að búa um það þó erfitl væri, sér staklega að koma bindinu fyrir. Hún fann að það blæddi enn úr sárinu og þeg- ar hún var komin í regnkápuna aftur hélt hún handleggnum uppi svo blóðið rynni frá. Henni var enn óglatt. fannst sem henni lægi við yfirliði. Þá mundi hún eftir dós af kandíssykri sem var í bilnunt. i hurðarhólfinu. Molarnir voru gantlir og samanklesstir. Hún stakk þremur upp i sig. sykurinn myndi hjálpa henni að kontast yfir þetta. Það skynsamlegasta sem hún gæti nú gert var að aka i burtu og ná í lög- regluna. Hún gekk að brún gryfjunnar þar sem Gary hafði áður staðið. Hún sá ekki skúrana og gekk nær þar til hún kom auga á þá. Hún gat ekki greint neina veru liggjandi á jörðinni. og lét augnaráð sitt hvarfla að enda stígsins. barna var hann. hann haltraði álúlur upp brekkuna og hélt unt annan olnboga sinn. Hann var þá ekki dáinn og virtist ekki mjög ógnvekjandi andstæðingur þessa stundina. Auk þess hafði hún hnifinn. Hún sneri aftur að bílnum. Ef hann heyrði vélarhljóðið ntyndi hann uppgötva að hún hefði ekki enn farið að sækja hjálp. Bíllinn stóð i eilitlum halla við brautina niður i námuna svo framhlið hans beindist niður á móti. Hún steig inn í bilinn. losaði um hand- hemilinn og á hægri ferð rann billinn í átt frá gryfjunni. Hún lét hann renna þar til hann var kominn á nokkra ferð, þá sneri hún kveikjulyklinum og setti í efsta gir. Vélin var enn heit og fór strax i gang. Hún ók þar til hún var komin fyrir fyrstu beygjuna á tröðinni og var i hvarfi frá gryfjunni á bak við limgerði. Þástansaði hún. Hann var hræddur viðsveitina. Hon- uni þætti ekki gaman að ganga þarna einn. Nú var komið að honum að hræö- ast og þjást. Loks komst Gary upp á gryfju brúnina. Hann hafði hrasað á sleipri og ójafnri jörðinni og dottið og meitt sig aftur i brotna handleggnum. sársaukinn i brjóstinu jókst nteð hverjum andar drætti. Hann stóð nú við enda stígsins, riðaði svolítið, leit i kringum sig og velti þvi fyrir sér hvert hann ætti að fara. Framundan lá tröðin. sem hann hafði ekið eftir með fanga sinn. Hann gekk á fram og sá þá nokkra göngustiga i allar áttir. Allir voru þeir mjóir og lágu inn í runna. enginn vissi hvaða hryllingur tæki þar við. Þar gat jafnvel verið naut. Hann gat ekki farið veginn. þvi að lögreglan kænti þá leiðina. Hvort ætti hann að fara. til hægri eða vinstri? Meðan hann velti þessu fyrir sér heyrði hann allt í cinu i bilvél, hún gekk hratt. Lögreglan. strax! Ósjálfrátt beygði hann sig en hér var ekkert skjól svo hann sneri aftur til gryfjunnar. Kate ók hratt aftur á bak í átt til hans. hún hafði ekki getað snúið við á mjórri tröðinni. Hún sá hann hverfa niður í gryfjuna og lagði nú bilnum þannig að hann lá þvert yfir stiginn upp úr gryfjunni. Hún steig út og ieit niður. Gary haltraði niður eins hratt og hann komst. „Það þýðir ekkert að hlaupa i burlu." kallaði Kate á eftir honum. „Þú sleppur ekki. Komdu hingað." Gary stansaði og sneri sér við. Hann sá hvar hún stóð fyrir ofan hann. há- vaxin vera i snjáðri regnkápu og með slétt greitt hár. sem var eins og rammi utan um andlitið. Hann gat ekki grcint svipbrigðin svo langt frá. Hún liktist óhugnanlega engli hefndarinnar á mynd, sem hann hafði hræðst i bernsku. Hún var með aðra höndina i kápuvasanum. Ekkert bólaði á lög reglunni. Hann hafði um tvennt að velja: Að hlýða henni eða fara aftur niður i gryfjuna. Hún myndi þá jafnvel aka niður á eftir honum — Ijúka við það sem hún var byrjuð á — aka alveg yfir hann. „Komdu upp."sagði Kate skipandi. Gary stóð þrjátíu metra fyrir neðan hana. Ef hann færi alla leið niður og hún myndi ekki elta hann og aka yfir hann yrði hann að klifa upp aftur til að flýja. Þessa stundina leið honum það illa, að hann treysti sér ekki til þess þó lifið lægi við. Það gerði það reyndar ekki en gat gert það ef hann fengi ekki læknishjálp vegna brjóstholsins. sárs- aukinn gerði hann sturlaðan af hræðslu. Hann tók að ganga hægt til baka. Kate stóð kyrr og horfði á hann. Henni fannst hún einkennilega fjarlæg þessu öllu saman. eins og hún væri áhorfandi að því sem var að gerast. Henni fannst hún einnig gædd skáld legu afli. Hún færði bílinr. til svo Gary kæmist upp og sneri bílnum i átt frá gryfjunni. Þá steig hún út aftur og beið slandandi við hlið bílsins. Það tók Gary nokkurn tima að komast alla leið upp. Þegar hann kom upp nam hann staðar á brúninni. Hár hans var blautt af svita og andlitið var óhreint, fötin hans voru rifin og skitug. Kate beið. Hann nálgaðist hana hægt og hélt um hægri handlegg sinn með þeim vinstri. hann dró fæturna eftir snöggu grasinu. Kate hafði hugsað sér að láta hann ganga á undan sér niður tröðina meðan hún elti hann hægt á bilnum. Eftir að hafa gengið þannig á annan kílómetra yrði ekki mikið mótstöðuafl eftir i honum. Hún sá nú að það var ekkert eftir. „Mig — mig kennir til i brjóstinu." stundi hann. „Þú ert mjög aumingjalegur," sagði hún með fyrirlitningu eins og strangur kennari. „Farðu úr jakkanum." bætti hún svo við þegar hann kom nær. Hann sleppti slasaða handleggnum og tók að hneppa frá með hinni hendinni. Kate sá strax að upphandleggurinn. eða jafnvel öxlin. var brotinn. Hún stóð kyrr og hreyfði sig ekki til þess að hjálpa honum, hávaxin og óbilgjörn. Gary skjögraði þann stutta spotta sem eftir var til hennar. „Fyrst heilbrigða handlegginn.” sagði hún og hjálpaði honum að draga jakkann af honum. „Bringan ntin." sagði hann aftur kvartandi. „Ég býst við að þú hafir brotið nokkur rifbein,” sagði Kate án meðaumkunar. Hún ákvað að segja honum ekki frá þvi að hún hefði ekki ætlað að aka á hann. Það var best að leyfa honum að halda það sem hann vildi. Hún var ekki aðeins að hefna sjálfrar sin. líka stúlkunnar. sem hafði misst lifið. Eina refsingin sem lögin lögðu á þennan ntann voru nokkur ár í fangelsi. Hann átti framtíð fyrir sér. „Má ég setjast?" sagði Gary i bænar róm. . Kate gaf það til kynna að hann mætti Setjast i farþegasæti bilsins þar sem hún hafði stuttu áður setið fangin. „Snúðu þér að mér.” skipaði hún og hann hlýddi, hann sat mcð fæturna i grasinu og bakið upp að stýrinu. Kate stóð yfir honum, greip í hægri handlegg hans og4lagði hann yfir' brjóstkassann. Hann kveinkaði sér. „Haltu ' honum svona,” sagði Kate. „Svona nú. Hinn handleggurinn er i lagi. Ég ætla að búa til fatla.” Það var trefill i kápuvasa hennar. Hún tók hann sundur, renndi öðrum endanum undir franthandlegg hans og batt trefilinn saman við hnakkann. Jarpt liðað hárið var i lengra lagi og það vargegnblautt af svita. „Farðu úr skónunt.” sagði Kate svo. Hann leit á hana. Hún var aðeins kona. að visu hávaxin. Framhald í næsta blaði. p Sjálflímandi , I stafir, merki, skilti o.fl. ^ ir - Bílskreytingar f Skiltagerð . Auglýsinga L stofa A 11 43. tbl. Vlkan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.