Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 38

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 38
Hafa fullorðnir Talið er að tilfinningin fyrir því að hafa vald á hlutunum þegar í bernsku hafi lang- timaáhrif og leiði m.a. af sér að maðurinn trúi á eigin getu og öðlist sjálfsvirðingu. 2. Hæfileikinn til að fást við erfiðleika og árekstra Á meðan börn eru lítil verða oft árekstrar á milli þeirra og umhverfisins. Barnið vill fá þarfir sínar og kröfur uppfylltar en þær stangast gjarnan á við þarfir og kröfur umhverfisins (t.d. foreldra). Þar af leiðandi verða oft árekstrar á milli barns og umhverfis. Hér getur leikurinn oft hjálpað þar sem barnið hefur lítil tök á því að leysa úr árekstrum i huganum en getur fengið tilfinningalega útrás fyrir þá í leik. Leikurinn gerir barninu sjálfu kleift að vinna með hluti sem eru því tilfinningalega erfiðir, en það er of lítið til að vinna með innra með sér. Þátttaka í leik í mörgum leikjum endurspegla börn það sem þau læra og reyna af foreldrum sínum. Athafnir foreldra hafa þar af leiðandi gildi fyrir þróun leiks. Það er því mikilvægt að börn fái að taka þátt i sameiginlegu lífi fjöl- skyldunnar. En það er líka mikilvægt að fullorðnir geti leikið sér út frá forsendum barna. Börn lifa sig ákaft inn í leikinn, þau fara inn í sinn heim, skynja spenning og ánægju. Þau gleyma öllu skynsemistali, þau eru bara til í leiknum. Allar tilfinningar þeirra eru þar. Fullorðnir hafa yfirleitt misst þennan hæfileika og geta ekki skynjað gleði leiksins lengur. Lífið er þeim ein óslitin alvara. Með því að taka þátt í leik barna er hins vegar möguleiki fyrir fullorðna að skynja ánægju og spennu leiksins og gleyma því um stund að þeir eigi einungis að vera skynsemisverur. Mismunandi tegundir leikja Greint hefur verið á milli mismunandi leikja á mismunandi aldurs- og þroskastigum. Hér á eftir verða nefnd nokkur algeng dæmi um þróun leiks. Starfsleikur: Ein fyrsta tegund leikser hinn svokallaði starfsleikur sem kemur í ljós á fyrsta aldursári. Þá er barnið mjög upptekið af leik að eigin likama, líkama annarra og einföldum hlutum. Barnið getur t.d. bitið í fótinn á sér, rifið í hárið á pabba gleymt leiknum? Allir vita hvað leikur er. Allir hafa leikið sér sem börn. Flestir gleyma því hvað leikur er. Flestir fullorðnir líta á leik barna sem einskæra skemmtun. Flestir fullorðnir hætta að leika sér. Flestir fullorðnir missa tengsl við leikinn og gleyma hvaða þýðingu hann hefur haft. Persónuleiki mannsins er hins vegar að einhverju leyti háður því hvernig fullorðnir léku sem börn. Persónulegir þættir Barnasálfræðin hefur fengist mikið við fyrirbrigðið leik. Hún hefur reynt að útskýra og skilgreina hvað leikur er. Það er ekki til nein ein tæmandi skýring né skil- greining á eðli leiksins, en leikur er hins vegar álitinn mjög mikilvægur fyrir persónuleikaþróun mannsins. Oft eru nefndir nokkrir þættir í persónu- leikaþróun mánnsins sem virðast vera háðir leik barnsins. Hér á eftir verða nefndir nokkrir af þessum þáttum. 1. Frjótt ímyndunarafl og örvun hugans Það lítur út fyrir að leikur auki á hæfi- leika mannsins til þess að skynja umheirn- inn og frjóvgi ímyndunarafl hans. Barnið hefur mjög snemma gaman af því að sjá eitthvað nýtt, heyra ný hljóð, skynja ljós og form. Svo framarlega sem þessir hlutir valda ekki sársauka né eru ógnvekjandi á annan hátt hafa þeir aðdráttarafl. Víxlverkan milli þess að skynja hluti í umhverfinu og upplifa þá innra með sér eykur áhugasvið, ímyndunarafl og sköpunargáfu. 3. Þötfin fyrir að valda hlutunum og gleðin við að geta það Maðurinn hefur þörf fyrir að valda hlutunum. Sú þörf kemur oft í Ijós þegar maðurinn framkvæmir hluti sent leiða til þess að breytingar verða í umhverfinu. Þegar litil börn leika sér eru athafnir þeirra í rauninni oft vinna. Þau eru ákaflega upptekin af því sem þau fram- kvæma og það þýðir mikið fyrir þau að geta framkvæmt. Einfaldar athafnir, eins og að byggja úr kubbum og setja hluti hvern inn í annan, eru dæmigerðar fyrir þörfina að valda einhverju. Þegar barnið finnur getu sína skynjar það bæði unað og gleði. 38 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.