Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 21
..En hann var þegar búinn að segja þér —.” „Kók. Kimberly?"sagðiGibson. „Nei. þakka þér fyrir.” sagði Kimbcrly og beit sig i vörina. Richard var farinn að fara i taugarnar á henni og hún sagði við sjálfa sig að hún hefði ekki tima til þess. Einkamál gátu eyðilagt starfið. Það var nokkuð sem hún hafði orðið að læra af reynslunni fyrir löngu siðan og það var erfitt að muna alltaf þann lærdóm. Viltu komast áfram í þessu starfi. spurði hún sjálfa sig og svaraði: Ég vil komast áfram. Haltu þá kjafti. ráðlagði hún sér. og láttu þennan bjána ekki angra þig. Hector var brosandi og var í þann veginn að taka við glasi af kóka kóla frá Gibson þegar hrikalegur skjálfti fór um svalirnar og það sást hvernig allt skalf i salnum fyrir neðan þau. „Jaröskjálfti!” hrópaði Richard. „Hvað! Hvað gerðist?" Kimberly var hrædd og hissa. Hún bjó sig undir annan skjálfla. En hann kom ekki. Gibson þrýsti sér upp að glerinu og horfði niður i stjórnsalinn. Það voru fleiri tæknifræðingar í salnurn og voru augljóslega spenntir. Einn þcirra sást kalla í átt að nálægri skrifstofu. Frétta- liðið heyrði ekki raddir þeirra fyrir neðan en þau fundu fyrir aukningu spennunnar. Jack Godell gekk lipurlega út úr skrif- stofu merktri: verkstjóri. inn í stjórnsal- inn. Godell var grannur og spengilegur. hann hreyfði sig eins og hann dansaði og yfir honuni hvildi valdsmannslegt and- rúmsloft. „Ted." hrópaði hann hvasst. „Túrbinufall." svaraði Spindler yfir öxl sér og sneri sér svo snöggt við til þess að halda augunum á mælunum fyrir ofan borðsitt. Godell yppti öxlum og eftir þeirri hreyfingu tóku allir hinir tæknifræðing- arnir i salnum. Það var næstum hægt að sjá hvernig spennan féll niður um nokkur stig. Viðvörunarljós blikkuðu og viðvörunarbjalla gaf frá sér hvellt hljóð. En Godell stóð rólegur fyrir franian tölvu og hélt á tölvuútskrifl i annarri hendi en litið reyktum vindli í hinni. Godell las af tölvuútskriftinni í söng tón: „Afhlöðun." Spindler svaraði: „Slökkt á endur kasti." „Allt i lagi.” andvarpaði Godell... svo virðist sem hér sé aðeins. . ." Skyndilega byrjaði salurinn að titra. aðeins litillega í fyrstu en siðan af meiri krafti. Hálffullur kaffibolli dansaði á borðbrún og skoppaði þar til Godell greip hann. Hinir mennirnir í stjórnsaln um frusu í sporum sinum. Titringurinn dvinaði smátt og smátt og fréttaliðið uppi á svölunum horfði niður i salinn. andlitin voru öskugrá. Richard Adams leit á Gibson. Hann sá að hann var upptekinn við að fylgjast með ástandinu niðri. Þá kveikti hann laumulega á myndavélinni sinni og hélt henni við læri sér á þeirri hlið sem fjær var Gibson. svo ekki yrði tekið eftir því. Hann leit aðeins á Kimberly, en sá að hún var lika að fylgjast með ástandinu fyrir neðan. Það hafði enginn tekið eftir því sem hann var aðgera. Að lokum hætti skjálftinn alveg. Í stjórnsalnum hnyklaði Godell brýrnar og renndi augunum yfir borðin þar sem hin ýnisu Ijós leiftruöu. Skyndilega heyrðist hvellt og ákaft hljóðmerki yfir- gnæfa annan hávaða. Godell sneri sér að borði þar scm viðvörunarbjöllurnar voru. „Geislavirkni! Geislavirkni i geymin um!" Rödd tæknifræðingsins var hvell af áhyggjum. „Slappaðu af. Bordcn!" flýtti Godell sér að segja. „Farðu að tækjunum og gefðu mér upp hitastigið i kjarnanum. Þú. Holt — farðu upp á pallinn og stað festu slokknun á kjarna. Ég vil fá já- kvæða staðfestingu aftur. Barney — komdu hingað! Fylgstu með delta P og kallaðu upp tölurnar ef þær fara yfir hundrað." Godell þagnaði og leit á Spindler. „Hvað heldur þú?" Spindler yppti öxluni. „Við ættum að athuga gufuna." „Það er nokkuð til i þvi,” runtdi i Godell. Hann tók að ganga hratt um salinn. Spindler fylgdi honum eftir og leit á hina ýmsu mæla og Ijós. Spindier skrifaði hjá sér tölur við og við á klemmuspjald. Þeir voru heima hjá sér í þessum skógi af rafmagnstækjum. eins kunnugir öllum merkjunt og viðarhöggs- maðurinn trjánum i skóginum. Spennan i loftinu hafði engin áhrif á þá og þeir héldu í skefjum streitunni hjá rnönnun- um i kringum sig, svo ekki sé minnst á gcstina á svölununt fyrir ofan. Þeir voru fullkomnir atvinnuntenn sern einbeittu sér strax að þeini vandamálunt. sem steðjuðu að. „Vill ekki einhver stöðva þessar andsk . . . bjöllur!" hrópaði Godell um leið og hann hagræddi gleraugum sínuni svo hann ætti betra meðað lesa á mæli. „Ég heyri ekki sjálfan mig hugsa." Einhver studdi á rofa og mestur há- vaðinn hætti. Hratt en ákveðið gekk Godell á milli borðanna og stansaði svo við tölvu og las útskriftina. „Atvik. Atvik. Atvik.” las hann. „Timi byrjunar: 3:33:15. Farið ylir þrýstitakmörk endurkasts. Túrbínulokar II—E5 og II— E6 opnir. Túrbinufall. Alger afhlöðun. Endurkast SLÖKKI'. SLÖKKT. SLÖKKT.” Godell leit upp frá lestri hins nútiina- lega guðspjalls. Hann minnti á prest sem lítur upp úr bænabókinni til þess að taka sér málhvild. Salurinn var nú miklu hljóðari. þegar slökkl hat'ði veriðá hjöll unum. en mennirnir voru spenntir og biðu. Viðvörunarljósin héldu áfram að leit'tra frá rauðu yfir í grænt og i gult og 43. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.