Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 23
KJARN’ I.IEIÐSI.A Tll. KÍNA viðurkenning á réttlætanlegum ótta Spindlers, en varðaðduga. Þegar suð og hringingar i bjöllum hættu kallaði Jack til tæknifræðing- anna. „Allt i lagi, strákar." sagði hann þrcvtulega, „lesið upp fyrir mig. Vatns- yfirborð?" „Stöðugt,” kallaði ein rödd. „Stöðugt,”staðfcsti önnur rödd. „Hiti á keri?” Godell tók af sér gler- augun og neri augun. „Fimm- fimm núll. Jack." „Geymis-þrýstingur?" „Núll-komma-núll-fimm." „Örugg lokun?" „Örugg lokun." „Staðfesti örugga lokun." „Atvik endar?" „Þrjú-þrjátiu og sex." „Lengd atviks?" „Tveir komma-fjórir-fimm." ...læja. herrar ntinir.” sagði Godell og gekk þreytulega frá horöi Spindlers. „Ég býst við að þetta sé allt." andvarpaði hann. Það var farið að rökkva þcgar þau komu til sjónvarpsslöðvarinnar og þau voru öll rokin út úr jeppanum næstum áður en hann stansaði, hlupu upp stiga og inn ganginn með ólgandi adrenalin i æðum. „Mort. bjargaðu niérl" hrópaði Richard um leið og hann þeytti upp dyrunum að framköllunarherberginu. Hávaxinn. slánalegur og siðhærður filmutæknir með gúmmísvuntu stóðog fylgdist með stórum tunnum úr ryðfríu stáli sem snerust. „Komiðþiðsæll" „Kæri. Mort," bað Richard, „það liggurá þessu." „Þaðer fyrir mig. Mort. Við viljum fá það i sex —” Mort greip fram í fyrir Kimberly. „Það sama má segja um allt hitt draslið. Það á forgang. góða mín." „Fyrir mig. Mort, gerðu það." bað Kimberly. „Viltu koma i laugarparti með mér i kvöld?" „Þú ert dásamlegur. Mort. Richard. þú verður hér og biður eftir því. er það ekki? Ég verð i fréttasalnum." Um leið og hún fór sneri Mort sér að Adams. „Hvað er svona sérstakt. hún lætur eins og Linda Lovelace?” „Algjör sprengingl” Richard glotti ánægjulega. „Framkallaði bara myndirnar. góði. í kjarnorkuflýti." Uppi hljóp Kimberly inn i fréttasalinn á hröðu brokki. Salurinn var fullur af fréttariturum, fréttaþulum. rannsóknar mönnum og umsjónarmönnum. sem voru að undirbúa sexfréttirnar. Kimberly rak höfuðið inn í skrifstofu. „Það varð slys. Mac. Eða næstum því slys. Og Richard náði þvi öllu. Ég á við að hann náði öllum látunum i stjórn- salnum. Hjarta orkuversins." Mac Harkness leit upp frá símskeyt- inu sem hann var að lesa. „Hvað I fjáranum ertu nú að — ?" „Ventana. Kjarnorkuverið. Tala við þig seinna." Kimberly hvarf úr dyragtett- inni og fór yfir i skeytaherbergið. Langar arkir af skeytum héngu á krókum. flokkuð i málaflokka —- alþjóðlegt. innanlands. innanbæjar. stjórnmál. skemmtanir. Kimbcrly leit i flýti yfir skeytin til þess að sjá hvort eitthvað væri komið unt Venlanaverið og fann ekkert unt það. Hún átti ein þessa fréttl Um leið og hún gekk fram hjá skipti borðinu tók hún upp handfylli af skila boðum hjá simsvaranum. „Nokkuð áriðandi. Marge?" „Ekkert sem liggur á." sagði Marge. „nema mamma þín hringdi. Hvernig fór svona góð stúlka eins og þú að eignast slíka móður? Hún hringdi fjórunt sinnum og húðskammaði mig fyrir að vilja ekki lýsa eftir þér.” „Elsku mamma." sagði Kimberly. „Hún hefur verið sögð kröfuhörð. Biddu við — hún hringir ekki frá L.A. er það?" „Nei. Sacramento. Viltu ekki hringja i hana? Losa mig við hana." Kimberly brosti og fór inn I sína eigin skrifstofu. Hún skorðaði símtólið undir hökunni og leit á skilaboðin. skrifuð á bleika miða. um leið og hún hringdi i númerið i Sacramento. „Hæ. mamma, þetta er hin týnda — Æ. já. ég hef verið töluvert uppt.... Það er satt. of upptekin til þess að hringja. Mamma, viltu ekki bara segja rnér hvað er? Ég þarf að sinna — Viku frá fösludagskvöldi! Hvaða föstudagskvöldi? Er það? Lofaði ég þvi? Allt í lagi. allt i lagi. Ég verð þar. Treystu því. Núna vcrð ég að fara. Hvernig er pabbi? Er það já? Gott fyrir hann. Nei. Ekki ennþá mamma. Um leið og ég er orðin stjórn andi læt ég þig vita. Einmitt. Ég elska þig. Ciao." Kimberly lét tólið siga og andvarpaði þreytulega. Allur spenningurinn var fokinn úr henni. Hún leit upp þegar Mac rak höfuðið inn í gættina. „Hvaða slys?" spurði hann. „Hvað?"spurði Kimberly dauflega. „Slys. Þú sagðir að —" „Já. alveg réttl Við vorum á gesta- svölunum. Richard Adams. Hector Salas og ég — við vorunt að gcra þált um Ventana I sambandi við Orka í gær og allt það. þú veist? Við horfðunt niður i stjómsalinn. hjarta orkuversins. eins og þeir kalla það. Ég á við að þaðan er öllu draslinu stjórnað. Og allt í einu, þá er fjandinn laus. Sjálflímandi stafir, merki, skilti o.fl. Framhald í næsta blaði. FUNA rafhitunarkatlar GÓÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNAÐAR Rafbitunorkatlar af öllum stærðum með og án naysluvatnsspírals. Gott varð og hagkvæm kjör. Uppfylla kröfur Öryggiseftirlits og raffangaprófana ríkisins. Eingöngu framleiööir með fullkomnasta öryggisutbúnaði. | „J8JFUNA OFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454 43. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.