Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 6
úr Danmörku til að skoða H.C. Andersen safnið þar i borg og heimsækja þá Tivoli i leiðinni. Öðruvísi hefði það ekki gengið sögðu þeir. Dýragarður — En við vorum ekki á því að gefast upp og til þess að kippa aðsókninni i lag var kontið upp vísi að dýragarði í Tívoli. Dýrin voru fengin að utan, voru hér yfir suntar- tímann en fóru svo til síns heima aftur þegar fór að kólna. Þetta hefði ekki verið hægt nema af því að við hjónin fluttum inn á svæðið 1955, innréttuðum okkur íbúð i anddyri staðarins, sern var rnikil steypu- smíð en upphaflega gerð í tilefni af land- búnaðarsýningu sem þarna var haldin. Að öðrum kosti hefði ekki verið hægt að sinna dýrunum eins og þurfti. Þetta voru ljón, tigrisdýr, slöngur, apar og skjaldbökur svo eitthvað sé nefnt og ég hef fyrir satt að ein af skjaldbökunum lifi enn góðu lífi einhvers staðar uppi í Breiðholti, í hárri elli en við góða heilsu. Það lenti nú mest á konunni að sjá um dýrin, en hún hafði gantan af þvi og þetta jók aðsóknina um tíma. Dýrin urðu miklir vinir manns og vil ég þá sér- staklega geta bjarnar sem ég fékk að gjöf frá eigendunt staðarins á fertugsafmælinu mínu. Ég er þeim ósköpum gæddur að vera fæddur 17. júni en þá var alltaf mest um að vera í Tívolí þannig að ég þurfti alltaf að vera að vinna á afmælisdaginn minn. Undantekning var þó á fertugsafmælinu því þá tók ég mér frí hálfan daginn. Þetta var ágætur björn, frekar litill, svokallaður kragabjörn en þeir verða aldrei verulega stórir. Ég tók hann heim með ntér og hann spígsporaði urn íbúðina og garðinn og var ágætis félagi. Mig langaði til að hafa hann áfrarn en fékk ekki leyfi frá yfirvöldum til að taka að mér fósturson af þessari tegund. Afmælisgjöfin min og ágætur vinur var þvi sendur út með hinurn dýrunum strax og fór að kólna. Hann átti þó ágæta daga hér uppi á íslandi og lenti meira að segja einu sinni á þvi. Það munu einhverjir strákar, sem voru með bland i flösku, hafa verið að rétta honunt einn og einn sjúss inn fyrir rimlana og það endaði með því að minn björn sofnaði djúpum svefni með bros á vör. En hann brosti ekki eins daginn eftir þvi hann varð alveg óskaplega timbraður. Ég vissi ekkert hvað komið hafði fyrir og kallaði á dýralækni þvi ég hélt að björninn væri að deyja. Dýralæknirinn fann ekkert að honurn, björninn var ekki með hita og hreint engin sjúkdómseinkenni önnur en þessa voðalegu vanlíðan. Sjúkdómsgrein- ingin varð því sú að bjöminn hlyti að vera timbraður enda kom það á daginn þegar vitni, sent séð höfðu björninn líða út af dauðadrukkinn kvöldið áður, gáfu sig fram. Hann var orðinn stálsleginn á þriðja degi og drakk ekki meira það suntarið. — Annar kynlegur kvistur, sem dvaldi hjá okkur eitt sumar, var ljón, konungur dýranna, en það kunni nú aldrei reglulega vel við sig. Þannig var nefnilega að fyrsta daginn sinn hér á landi var það sett inn i einn braggann þar sem var hálfrökkur. Svo er það að sonur minn, smápatti þá, var að leika sér þarna eins og svo oft áður og kemur hlaupandi fyrir hornið þar sern Ijónið var i rólegheitunum að upplifa sinar fyrstu stundir á landinu kalda. En það skiptir engum togum að Ijóninu bregður svona voðalega og rekur upp það eymdar- legasta hljóð sem ég hef lengi heyrt. Ég þusti á vettvang og sá þá hvar konungur dýranna bókstaflega skalf og titraði i búri sinu. Það róaðist að vísu með timanunt nerna hvað að i hvert sinn seni það sá strákinn þá varð það viti sínu fjær af hræðslu og byrjaði að titra aftur. Svona geta konungar dýranna orðið hræddir við lítil börn. Sirkuslíf — Það skemmtilegasta við svona sirkus- lif er að sjá hlutina heppnast vel, sjá að fólkið skemmtir sér yfir því sem boðið er uppá. Best sér maður það hjá börnum og gamalmennum. Það eru mér ógleyman- legar stundir þegar vistfólk á elliheintilinu Grund heimsótti staðinn. Gamla fólkið bókstaflega gekk í barndóm, ærslaðist, hoppaði og hiaði eins og börn. Og ekki voru Grænlendingarnir verri. Það kom eitt sinn hópur Grænlendinga til okkar og þeir höfðu aldrei séð svona lagað áður. Það er erfitt að lýsa því hvernig þeir höguðu sér. í speglasalnum beygðu þeir sig og sveigðu, grettu sig og teygðu og það var hálfskopleg sjón. Þarna í hópnum var gamall græn- lenskur veiðimaður ásamt 7 ára syni sínum, og þar sem hann var vanur að fara með byssur staldraði hann að sjálfsögðu við hjá skotbökkununi. En byssurnar hjá okkur voru nú orðnar gamlar og skakkar, búið að berja hlaupunum í borðin þannig að þau voru ekki alveg bein. Grænlenska stór- skyttan mundaði nú riffilinn og hleypti af, en henni til mikillar undrunar fór skotið ekki i miðjan hringinn vegna þess hve hlaupið var bogið. En sá ganili var ekki lengi að átta sig, ntundaði riffilinn aftur o£ nú fór skotið beint í miðjuna. Þarna hafðl hann gert ráð fyrir sveigjunni á hlaupinu. Nú leyfði hann syni sínum að reyna en sá var ekki stærri en það að lyfta þurfti honum upp á borðið. Sá litli hleypti nú af, og það fór eins og hjá pabbanunt, örlitið fram hjá vegna þess að hlaupið var snúið. Litli Grænlendingurinn var ekki að hugsa sig um tvisvar heldur hleypti viðstöðulaust af aftur og þá beint í mark. Þctta voru miklar skyttur með lélegar byssur og þurftu bara eitt skot til að átta sig á hvernig best væri að beita þeim. Þessir Grænlendingar voru með skemmtilegustu gestum sem ég man eftir að hafi komið í Tívolí. Nei, Guðmundur situr hér i einni körfu áttfótungsins sem var aðalhasartækið i Tivoli. Þvi miður sökk það i mýrina. 6 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.