Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 51
Silfrastaðir er annexía frá Miklabæ og messaði séra Oddur þar þann 1. október 1786. Þaðan var presti fylgt út að Víði- völlum, en þar bjó þá Vigfús Scheving, sýslumaður Skagfirðinga. Víðivellir er næsti bær við Miklabæ og ekki lengra en stekkjarvegur milli bæjanna. Prestur stansaði eitthvað á Víðivöllum, því vinfengi var gott með þeim presti og sýslumanni. Prestur var lítið eitt hýr af víni, þegar hann fór frá Víðivöllum og kvaddi sýslu- maður Árna Jónsson, vinnumann sinn, til að fylgja presti heim að Miklabæ. Prestur taldi þess þó enga þörf, því hann riði góðum hesti og yrði skamma stund heim. Þó fór vinnumaður með honum af stað og taldi sig hafa fylgt honum alla leið að túngarði á Miklabæ. Síðar var þó mjög dregið í efa að hann hefði fylgt presti lengra en að túngarði á Víðivöllum. Prestur hefði þá sagt honum, að lengra þyrfti hann ekki að fylgja sér, slegið í hestinn, sem var skaflajárnaður góðhestur, og riðið hina efri leið út hjá Víkurkoti og yfir klöpp eina sem er á þeirri leið, en Ámi snúið aftur heim að Víðivöllum og talið sig hafa fylgt presti lengra en raun varðá. En upp frá þeirri stundu sást séra Oddur aldrei framar. Fjörutíu manns leituðu dauðaleit að honum i heila viku, en allt kom fyrir ekki. Það var engu líkara en jörðin hefði gleypt hann! Frásögnin af þessu leyndardómsfulla hvarfi hefur síðan gefið þjóðtrúnni byr undir báða vængi og orsakað hugarflug hjá mörgu góðskáldinu. Er þar skemmst að minnast hins rammeflda kvæðis skáld- jöfursins Einars Benediktssonar: HVARF SÉRA ODDS FRÁ MIKLABÆ, sem hefst á þessum orðum: Hleypir skeiði hörðu halur yfir ísa, glymja járn viðjörðu, jakar í spori rísa. Hátt slær nösum hvæstum hestur i veðri geystu. Gjósta af hjalla hæstum hvín í faxi reistu. Hart er I hófi frostið, hélarandi á vör. Eins og auga brostið yfir mannsins för stjarna, stök í skýi, starirfram úrrofi. Vakir vök á dýi vel, þóttaðrirsofi. Vötn í klaka kropin kveða á aðra hlið, gil og gljúfuropin gapa hinni við. Bergmál brýst og líður bröttum eftir fellum. Dunardátt í svellum: Dæmdur maður ríður! Síðan lýsir skáldið hvernig hin ægilega afturganga Sólveigar sækir á séra Odd og ávarpar hann: „Svo illar hvíldir ég af þér fékk og óhreinan hef ég setið bekk, því ertu nú dauðadeigur. — Þótt svikir þú mig, skal orð mitt efnt, mín er eftir þessa nóttu hefnt. Séra Oddur, nú ertu feigur.” Svo næsta dag, þegar dyrum frá dragbröndum verður skotið, liggja handvettir klerksins hlaðinu á, höttur og keyri brotið. En presturinn hefur ei síðan sést. Menn segja, að hvarfinu valdi draugur, er mann hafi dregið og hest í dysina — og báðum haldi. Endir 44. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.