Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 9

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 9
sunnudagsbíltúra og það fólk myndi eflaust lita við í bakaleiðinni. Þarna er skjól og þarna er faílegt. Annars er e.t.v. eina leiðin að vera með svona stað undir þaki og þá kæmu kúluhúsin einna helst til greina. En ég vil koma þvi að hér að ég tel skynsam- legustu lausn þessara mála vera þá að bærinn eða hið opinbera eigi garðinn, sjái um girðingar og annað en láti svo einstaklinga reka tækin upp á eigin reikning. Reynsla annarra þjóða sýnir að það er farsælasta lausnin. Allt týnt! — En nú þyrfti að kaupa öll tæki ný vegna þess að allt dótið sem var í gamla Tívolí er nú komið á tvist og bast. Þessu var öllu hent nema hvað parísarhjólið var selt til útlanda fyrir spottprís. Ég hafði áhuga á að fá eitthvað af þessum tækjum en slæmur fjárhagur eftir þriggja ára Tívolírekstur kom gersamlega í veg fyrir það. Ég var staurblankur. ÍR vantaði peninga og þurfti að rýma plássið fyrir Hafskip, sem vildi taka það á leigu, og öllu var rutt út. Bílabrautin, sem var i góðu lagi, var meira að segja látin fara, en á henni hafði ég mikinn áhuga og sótti um leyfi til að fá að setja hana upp annars staðar. Það leyfi fékkst ekki þó ég væri kominn með húsnæði, því yfirvöldum á þessum tima fannst svona sirkusdót á einhvern hátt siðspillandi. Nú eru aftur á móti sprottnir upp staðir sem ekki virðast vera mikið menningarlegri og á ég þar við þessa Jóker- spilasali þar sem börnin standa og eyða peningum. Mér þótti mjög leiðinlegt að sjá þessa hluti fara svona fyrir ekki neitt þar sem ég var búinn að starfa við þetta í 17 ár, hafði búið innan um þetta og lifað með þessu. En nú er þessu lokið, öll tækin, að parísarhjólinu undanskildu, farin veg allrar veraldar, tæki sem ég gjarnan hefði viljað eiga og reka áfram fólki til skemmtunar. 1 versta falli hefði mátt nota þau sem skraut i nýju Tivolii, ef og þegar það verður reist. En það verður aldrei úr því sem komið er. Ekkert eftir nema minning um 17 dásamleg sumur innan um leiktæki, dýr og ánægt fólk sem skemmti sér. Guðmundur Þórðarson er nú kominn á sjötugsaldurinn og býr í Breiðholtinu. Þar er öðruvísi um að litast en í gamla Tívolí og ekki mikill sirkusbragur á hiutunum. Guðmundur er þó ekki lagstur i kör því nú fyrir skemmstu kom út þriðja ljóðabók hans, Horft i myrkrið, og er ekki úr vegi að enda þessa frásögn með einu ljóði eftir Tívolí-kallinn, Guðmund Þórðarson. Það nefnist Fornar ástir: kostuðu 3 krónur og þá var timakaup verka- manna um 9 krónur. Þetta hús stendur enn nema hvað búið er að steypa yfir stálgóifið. Einhvern daginn endurfyrir löngu, lágu leiðir okkar saman í frumskóginum. Við grófum orma undan visnandi laufdyngju. AII11 einu greip mig löngun. ég urraði til þín ogþú brellirgrön á móti. Tennur þínar hvítar ogsterklegar eftir náin kynni við rœtur og ávexti. Þú stökkst I átt að trénu en ég náði þér. beil migfastan i hnakkann. Égman hvernigþú titraöir undan biti mínu. hvealsæl við vorum ífullnægingunni. EJ 44. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.