Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 63
Þegar þú ert búinn að loka glugganum, skaltu athuga hver er að væla niðri á gangstétt. Roðnaðu bara eins og þú lifandi getur og hafðu ekki nokkrar áhyggjur af hvernig það lítur út í augum annarra því það er ekkert til að skammast sin fyrir. Fæstir taka eftir því hvort þú roðnar nema þú sjálf og líklega roðnar þú af tilhugsuninni einni saman. Það er engin hætta á því að fólk telji þig bjánalega. þótt þú roðnir eitthvað og satt að segja getur það verkað mjög aðlaðandi. Það sýnir einungis að þú ert lifandi manneskja með tilfinningar en ekki persónulaus pappirsbúkur. Fólk á að vera sjálfu sér sam- kvæmt Hœ, hæ, Póstur! Við erum hérna tvær vinkonur sem langar til að spyrja þig út í soldið, sem við skiljum ekki alveg. Við vonum líka að þú revkir ekki, en til að skilja af hverju við vonum það verðurðu að lesa bréfið áfram (ha, ha þarna plötuðum við þig, nú ertu svo forvitinn að þú neyðist til að lesa allt bréfið). Sko, pabbar okkar og mömmur reykja alveg eins og skorsteinar. Við erum 15 ára og það er alltaf verið að predika fyrir okkur að við eigum ekki að reykja og að það sé hættulegt og sóðalegt að vera alltaf að soga að sér nikótín. Svo segja mömmur okkar að við eigum að hugsa um hvað það sé dýrt og hvað við getum gert margt skemmtilegt fyrir peninginn. En hvernig er hægt að ætlast lil þess að maður taki mark á svona predikunum þegar þau svo kveikja sér í sígarettu beint fyrir framan mann og púa og púa. Það skiljum við ekki. Svo höfum við oft reynt að fá þau til að hætta af því að við skiljum vel að þetta er hættu- legt. En þá segja þau bara að þau séu orðin svo háð þessu að þau geti ekki hætt og að við verðum að passa okkur á að lenda ekki í því að byrja! Við föttum þetta ekki. Okkur finnst að ef fólk er að predika svona þá eigi það að vera sjálfu sér samkvæmt og reykja ekki. Hvað finnst þér? Tvær sem aldrei ætla að reykja. Pósturinn lét blekkjast og las bréfið allt til enda. Og til að koma því að í dálkinum að Pósturinn reyki ekki (nokkuð sem hann er rígmontinn af) varð nauðsynlegt að svara bréfinu ykkar. Herbragðið reyndist sem sagt nokkuð haldgott. Viðhorf foreldra ykkar er mjög auðskilið í sjálfu sér. Þau hafa verið svo óheppin að byrja að reykja, þegar þetta þótti fínt og fræðsla um skaðsemi reykinga var af skornum skammti. Nú hafa tímarnir breyst og þau reyna að gera ykkur grein fyrir að þetta sé neikvætt og ekki eftirbreytni- vert. Að hætta að reykja reynist mörgum erfitt eftir að tóbaks- neysla er orðin að bæði þörf og vana. Ykkur er því óhætt að taka mark á því, sem þau hafa til málanna að leggja, jafnvel þótt þeim hafi ekki tekist að hætta sjálf reykingum. llrval BÓK í BLAÐFORMI sr™K Amerískir draugar standa miklu framar íslenskum starfs- brœðrum sinum, bvað atorkusemi snertir, meira að segja þessir gömlu góðu eins og Djákninn á Myrká hverfa alveg ískuggann. 28 HRYLLINGSDAGAR ILLKVITTNI Georges Clemenceau: Ameríka er eina þjóðin ísögunni sem á undraverðan hátt hefur hlaupið beint frá vilhmennsku til hnignunar, án hins venjulega menningarskeiðs á milli. Og Bemard Shaw: 100% ameríkani er 99% idjót. 164 SÍÐUR OOKA OG HEIÐARLEGI ÞJÓFURINN HASS ER HÆTTULEGRA EN ALITIÐ HEFUR VERIÐ SAGA HANDA BÖRNUM Á ÖLLUM ALDRI: DAGUR I KITTY HAWK 44. tbl. Vlkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.