Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 20
Kimberly Wells brosti inn í myndavélina og byrjaði að lesa: „Djarfasti tísku- teiknarinn í" Hollywood í dag teiknar ekki fyrir konur, heldur karlmenn.” Jack sneri sér á stólnum og ávarpaði Harry: „Heyrðu, Blandari, hefur þú verið að horfa á fréttirnar?" „Já, svona með öðru auganu, þu veist.” „Hafa þéir nokkuð minnst á Ventana- orkuverið?” spurði Jack. „Eitthvað um að við séum að loka?" „Nú? Eruð þið að loka fyrir?” spurði Harry. „Nei, ég heyrði ekkert um það. Ég er búinn að vera hér á bak við afgreiðsluborðið nema þegar ég kom með drykkinn til þín og þá held ég að hafi veriðauglýsing.” Godell varpaði öndinni léttar. „Hvers vegna eruð þið að loka fyrir? Gátuð þið ekki greitt rafmagnsreikning- inn?" Jack glotti. þó það hefði lika getað verið merki um sársauka. „Þetta var nokkuð fyndið, Harry. Ég vona að þú haldir þessu áfram. Fyndni þin er alltaf að batna. Þú nærð bráðum þvi að segja fimmaurabrandara." Hann sneri sér aftur að Kimberly sem var nú að fitla við fataefni. Hann and- varpaði djúpt, fékk sér annan gúlsopa af drykknum sínum og fann skyndilega að hann var I brýnni þörf fyrir ferskt loft. Hann steig óstyrkur af stólnum, gaf Harry merki um að setja drykkina á reikninginn og slagaði út í myrkrið. Það var ekki mikið svalara fyrir utan en inni á vínstofunni, en það var hressandi að losna við tónlistina úr plötusjálfsalan- um. Hann teygði úr sér, dró nokkrum sinnum djúpt andann og ákvað að ef hann færi hægt og varlega þá ætti hann að geta ekið heim. Heimili hans var ekki mjög langt i burtu, hann gat gengið þangað, reyndar hafði hann oft gert það. Heim, hugsaði hann með sér. Heim. Staður með loftræstingu, sjónvarpstæki og ísskáp fullum af sjónvarpsréttum. Eitt sekúndubrot datt honum I hug að lif hans væri óendanlega tilbrey tingar- snautt. Og honum hafði ekki fyrr dottið það í hug en hann lokaði fyrir slíkar hug- KJARN- I.IEIÐSI.A 711. KÍNA renningar með hraða tölvunnar. Farðu inn I bilinn, góði. sagði hann við sjálfan sig, aktu svo varlega og haltu bílnum á veginum. Ef einhver hefði sagt Jack að hann væri sjálfhreyfivél, að hann væri tækni- fræðingur sem væri óðum að missa mannlega eiginleika vegna þess að hann væri mettaður af tækninni. að hann væri einmana draugur og I rauninni aumkunarverður, afleiðing kjarnorku- aldarinnar — ef einhver hefði sagt honum eitthvað af þessu öllu saman. þá hefði Jack aðeins hnussað fyrirlitlega. En það var heldur enginn sem sagði honum það. forstj • Ridgeway & Jones Þú verður að bíða þetta er áríðandi fundur. Það er meira áriðandi sem ég þarf að ræða við hann. ........... ...1 Ég var búin að mæla mér mót við Bödda Karls. aöwesá- Pioáewf/ 20 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.