Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 40

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 40
ElTT augnablik datt honum i hug að standa upp, hlaupa á hana og hrinda henni af öllu afli fram af gryfjubrúninni. Þá sá hann að hún stakk hendinni i vasann og hann vissi að þar hefði hún hnífinn. Kate datt líka í hug að hann gæti stokkið á hana, hún hafði farið rangt að þegar hún sneri baki í gryfjuna. En hann átti ekkert þor eftir. Hann beygði sig hlýðinn og fór úr þunnum rykugum skónum. Það var gat á öðrum sokknum, stóratáin stóð út úr, sár af núningnum, sem hún hafði orðið fyrir þegar hann staulaðist upp úr gryfjunni. Kate lét skóna hans á vélarhlíf bilsins. Síðan tók hún upp jakkann og tók peningaveskið úr vasanum. Hún tók þaðan tvo fimm punda seðla og lét veskið aftur á sinn stað. Þá rétti hún honum jakkann. „Farðu í hann,” sagði hún. „Aðeins með heilbrigða handlegginn í ermina. Við hneppum jakkanum yfir þann slasaða." Einhvers konar atvinnu- umhyggja kom ósjálfrátt fram í rödd hennar þegar hún sagði þetta en hann kveinkaði sér eins og hann hefði þegar fundið til. „Þú ert meiri bleyðan," varð hún að bæta við og hún vissi að það var einmitt þess vegna, sem hann hafði lent i þessu. Hún hneppti að honum jakkanum yfir fatlann og tróð tómu erminni I vasann. Síðan batt hún ökklana saman, mjög fast, með snærisbút sem áður hafði verið notaður á hana. „Snúðu þér nú og komdu þér almennilega inn,” sagði hún. Hann hlýddi og hún beygði sig til þess að festa öryggisbeltið. Hún lét skóna aftur i bílinn, lokaði hurðinni og læsti. Vinstri handleggur hans var laus en hann fann fyrir stöðugum sársauka og hafði orðið fyrir losti. Hann myndi ekki flýja. Ef hann reyndi það kæmist hann ekki langt, eins og hann var og skólaus í þokkabót. Hún settist inn við hlið hans með peningana hans I vasanum ásamt hnífnum. 18. kafli Bailey rannsóknarlögregluforingi sat inni á skrifstofu sinni og drakk te. Hann var nýbúinn að halda blaðamannafund og hafði tilkynnt að lögreglan vildi ná tali af manni að nafni Gary Browne, tuttugu og fjögurra ára að aldri. Hann lýsti manninum og raðmyndum var dreift. Þetta var mál sem fjölmiðlamir gátu hjálpað til við og þegar spurningum var skotið á hann hafði hann ekki færst undan að svara. Þó var ekki hægt að minnast á mögulegan skyldleika milli hvarfs Kate Wilson og þessa morðmáls fyrr en sendiboði frá Ferringham kæmi með sýnishorn af fingraförum þeim sem fundust I húsi ungfrú Wilson. Þetta er stórkostlegt, hugsaði hann. Það er hægt að ftnna bíleiganda á nokkrum. sekúndum í tölvu, eldflaugum er skotið til tunglsins, en fingraför verður að senda með manni. Meðan likumar voru rannsakaðar fór rannsóknarlögreglu- maður á Svarta svaninn og afsteypa af fótsporunum I Kent var send til Ferring- ham. Heildarmyndin var að skýrast. En það gat þurft að hefja þjóðarleit til að finna Browne og ef hann hafði numið Kate á brott gat hún verið dáin áður en hann næðist. Hann var að maula megrunarkexið sitt þegar Firth kom askvaðandi inn. „Herra! Herra! Þú trúir þessu ekki," hrópaði hann. „Það hringdi kona og hún segist hafa náungann sem myrti Söndru King I bílnum hjá sér. Hún segist vera á leiðinni hingað. Hún gaf ekki upp nafn sitt né hans.” Bailey leit fýldurá undirforingjann. „Nú, haltu áfram," sagði hann. „Taktu næstu." „Ég veit, herra,” sagði Firth. „En hún segist munu koma innan klukkutima. Hún vill enga hjálp." „Hvarer hún, Firth?” „Hún vildi ekki segja það. Hún hringdi úr simaklefa,"sagði Firth. „Hún sagði að við skyldum ekki hafa áhyggjur.” „Viðgerum þaðekki," svaraði Bailey. Kate lagði tólið á vitandi það að hún hafði ekkert gert til þess að láta þau I Ferringham vita að hún væri heil á húfi. Hún gat þó ekki imyndað sér að móðir hennar hefði neinar áhyggjur nema af sinni eigin líðan og núna væri frú Burke eða lögreglan búin að gera eitthvað til að bæta úr því. Læknamiðstöðin kæmist líka af, það var enginn ómissandi. Ef Richard hefði áhyggjur, og hún vonaði að svo væri, ætti hann að geta afborið það næstu klukkutimana. Hún yrði komin heim i kvöld. Hún hafði ákveðið að fara með fanga sinn aftur til Wattleton þar sem hann hafði framið glæpinn. Láta handtaka hann þar fyrir þann glæp og láta brott- nám hennar liggja milli hluta ef það þurfti þá nokkuð að fara lengra. Hún vildi ekki láta kæra hann hennar vegna nema ef það yrði til þess að auka sekt hans gagnvart því sem hann^þafði gen\ Söndrú King. 1 , ,, 'p'*‘f• Þau ök(t norður, t fram hjá Reading og óku i gegnum Buckingham- shire. Hún flýtti sér ekki og hélt sig frá hraðbrautum. Þau tóku á sig krók fyrir kaupstaði. Kate vildi ekki draga að þeim athygli. Þau hlutu að lita út eins og hvert annað par I Minibifreið sem lét sig annað litlu skipta. Hún bjóst ekki við að lögreglan, ef hún væri að leita að henni, myndi leita að kvenökumanni. Þau rákust hvergi á lögregluþjóna. Þau stönsuðu á bensinstöð til að kaupa eldsneyti og Kate fór út og stóð við hlið afgreiðslumannsins meðan hann dældi til að hylja númeraplötu bilsins. Hún borgaði með peningum Garys og ók siðan i burtu. Afgreiðslumaðurinn veitti enga athygli þögulli karlveru i framsætinu. Ef hann hefði gert það hefði hann ekki séðannað en mann með jakka hnepptan yfir handlegg í fatla. Samanbundnir fæturnir voru ekki sjáan- legir. Kate var mjög þyrst, en ákvað að kaupa hvorki mat né drykk. Vökvi gat valdið vandræðum. Hún sagði ekki orð. Þegar Gary spurði hana hvert þau væru að fara svaraði hún ekki. Hann stundi við og við. Kate vissi að honum leið illa, en var viss um að meiðsli hans voru ekki alvarleg. Aspiríntöflur hefðu getað stillt kvalir hans en hún hafði ekki neitt slíkt. Hann bað hana að stansa og kaupa nokkrar en 40 Vlkan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.