Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 62
póSTimw Islenskur stjörnu- spámaður Heill og sœll, góöi Póstur! Ég er fædd með ólæknandi dellu (reyndar stjörnudellu) og þarsem þú leysir úrspurn- ingum fólks, datt mér í hug að skrifa þér. Er enginn stjörnuspámaður hér á íslandi sem les í fæðingarkort manns? Er hægt að læra um stjörnu- speki hér á landi? Ef ekki, hvar er þá hægt að læra það? Vertu svo góður að svara mér. Með þökk fyrir svörin. Helga Því miður, Póstinum er ekki kunnugt um neinn stjörnu- spámann á íslandi, en ef til vill getur einhver lesandinn hlaupið undir bagga. Stjörnuspeki sem slíka er ekki hægt að læra hér á landi, en í gamla daga sagði ólyginn Póstinum að slíkt væri hægt að nema í hinum franska Svartaskóla. En áður en þú ferð eitthvað út á þessa braut ættirðu að hugsa þig vel um, því þú myndir varla hafa nema takmarkað gagn af slíku námi í nútímaþjóðfélagi. Draumurinn minn var í Vikubásnum! Hæ, hæ, þið! Þið eruð sko aldeilis sniðugir. Ég lá sko vel í súpunni í Laugardalshöllinni á vöru- sýningunni. Ég fór auðvitað i básinn hjá Vikunni og þurfti þá minn elskulegi draumur að vera á stóru spjaldi uppi á vegg. Ja, þið!! Vinkona mín sá hann fyrst og benti mér á hann. Ég marðist saman, mér brá svo!! Ég labbaði nær draumaspjaldinu og byrjaði að lesa. Allt I einu fann ég hvað ég hitnaði óstjórnlega mikið. Egspurði vinkonu mína hvort ég væri rauð — og vitið, hún sagði JÁ! Ég engdist sundur og saman við orð hennar. Ég vona bara að enginn hafi tekið eftir viðbrögðum mínum. Ég má til með að hæla ykkur, því ég skammaði ykkur svo mikið (reyndar sagði ég bara frá raunum mínum). Mér fannst klefinn ykkar snilldar- lega gerður. Það varfrábæri fyrir dyrunum, sérstaklega Ijósasjónin, hún fannst mér fiott. Jæja, takk fyrir allt. Miss „sexý" Við þökkum kærlega hrósið um Vikubásinn og vonum að þú hafir jafnað þig að fullu eftir áfalliðásýningunni! Við erum svo- lítið feimnar Elsku Póstur! Við erum hérna tvœr vinkonur og alveg að drepast úr ást. Hvernig getum við kynnst honum nánar, við erum svolítið feimnar? Hvað er Alexander í Teens gamall? Hvað er Leif Garrett gamall og hvert er heimilisfang hans? Tvær að drepast úr ást. Þetta er fremur erfitt úrlausn- ar, meira að segja fyrir Póstinn. Hverjum viljið þið kynnast nánar? Einhverjum sem þið eruð báðar hrifnar af? Ef svo er skuluð þið gleyma þvi snar- lega. Það er erfitt að skipta einum manni á milli tveggja kvenna og slíkt gæti valdið vinslitum ykkar. Reynið að finna ykkur sinn hvor til að dást að. Alexander í Teens er Póstinum alveg ókunnur. Um Leif Garrett veit Pósturinn álíka lítið, heldur þó að hann sé ennþá vel innan við tvitugt og heimilisfangið er: Leif Garrett, c/o Scotti Bros. Entertainment, 9229 Sunset Blvd. Los Angeles, California 90069 USA. Pennavinir Ingunn Sigurðardóttir, Frcmristekk 15, 109 Reykjavík, óskar eftir að skrifast á viðstráka á aldrinum 15-17 ára. Hún er sjálf 15 ára. Hún biður um að mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Ráð til að hætta að roðna Elsku Póstur góður! Ég hef einu sinni skrifað þér áður en þá fékk ég ekkert svar. Nú ætla ég að prófa aftur og ég vona að þú svarir mér núna. Ég er stelpa og er sextán ára og vandamál mitt er að ég roðna svo hryllilega að ég ræð ekkert við það. í skólanum má kennarinn ekki tala við mig, þá roðna ég og stama svo allur bekkurinn fer að hlæja. Þá langar mig mest til að gráta, en ég hef nú samt aldrei gert það. Ég þori ekki að fara í bekkjarpartí eða neitt af því að ég veit að ég bara roðna og geri mig að fifii ef einhver talar við mig og hver heldur þú að vilji vera með svoleiðis manneskju í partíi. Ekki hlæja að mér, Póstur minn, því ég veit ekki hvað ég get gert til að hætta að roðna. Getur þú hjálpað mér og gefið mér gott ráð? £//7 / vanda Dúkkur, sem ganga, tala, pissa og . . . . Kæri Póstur! Ég á við svo/ítið sérstætt vandamál að stríða, sem ég vona að þú getir ef til vill hjálpað mér að leysa. Við hjónin erum frekar ung og eigum eina litla dóttur. í ætt mannsins míns eru börnin ekki mörg og nú hugsa ég með hryllingi til þess að jólin eru að nálgast. Þá kaffœra mörg þúsund föðursystur og bræður, afar og ömmur, frænkur og frændur okkur í yndislega vönduðum, stórum og dýrum gjöfum, dúkkum sem ganga, tala, pissa og hlœja, dúkkuvögnum, dúkkukerrum, dúkkurúmum, dúkkuhúsum og bollasettum fyrir dúkkur. Allir keppast um að gefa henni sem stærstar og dýrastar gjafir, en hugsa ekkert út í að það rúmast ekki meira dót og drasl í íbúðinni. Hitt og þetta dót sem litla dóttir mín hefur aðeins stundaránægju af. Við erum nýbúin að festa kaup á þessari íbúð og eins og gefur að skilja er hún afskaplega tóm og aumingjaleg sem stendur. Dóttir okkar sefur í rúmi, sem við erfðum eftir frænku hennar, og hana vantar bæði borð og hillur og fleira fallegt í herbergið. Og nú kem ég loksins að því sem ég ætlaði að spyrja um. Finnst þér mjög dónalegt ef ég nú tek mig til og hringi í nánustu ættingjana og bið þá um að slá saman í eitthvert fallegt húsgagn eða eitthvað sem hún hefur virkilega þörf fyrir, en ekki alltaf þetta endalausa í dúkkudrasl? Ég hef margsinnis tekið upp tólið og ætlað að hringja, áður en það verður of seint, en tilhugsunin um að ég sé að móðga þau stoppar mig alltaf. Gefðu mér nú gott ráð, Póstur góður. D.S. Það er ólíklegt að nokkur taki það nærri sér ef þú færir vandann i tal við þann úr frændliðinu, sem þú treystir best. Notaðu tækifærið þegar þú nærð samtali undir fjögur augu og útskýrðu þann vanda, sem fylgir þessum óskipulögðu gjafakaupum. Það gæti einnig verið gefendum til mikils hagræðis, því oft á tíðum er einmitt vandamál hvað á að kaupa og því fara leikar svo að keypt er í hasti það sem hendi er næst. Ef þér finnst erfitt að færa þetta í tal við ættingjana, ef þú þekkir þá til dæmis lítið, sér Pósturinn ekki hvers vegna maðurinn þinn ætti ekki að geta leyst málið. Hann er líklega sá sem þekkir þetta fólk best, því þetta eru hans ættingjar en ekki þínir. Umfram allt skaltu framkvæma eitthvað hið skjótasta svo næstu jólagjafir verði ekki að óleysanlegum höfuðverk. 62 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.