Vikan


Vikan - 13.12.1979, Qupperneq 46

Vikan - 13.12.1979, Qupperneq 46
Undir Afríku himni sneri hún fleskinu á pönnunni fyrir föður sinn og hljóp að bakdyrunum til að sækja mjólkina. Myndin minnti hana á haust í Englandi. „Ja hérna,” sagði Ruth rétt við eyrað á henni. „Hverju hefurðu nú týnt? Hresstu þig upp, vinan. Þjónn, kaffi takk. Ó,” bætti hún við og renndi augun- um að þykku umslaginu. „Svo að þú ert búin að fá þetta lika? Þá er best að þú komir með okkur. Það er ekkert sérlega skemmtilegt að mæta ein. Viltu köku?” „Nei takk," svaraði Claire. „Ruth, saknarðu Englands?” Systir hennar starði á hana og sagði síðan undrandi: „Ja hérna!” Síðan bætti hún við eftir langa þögn: „Þú getur aðeins búið á einum stað í einu, hver svo sem hann er, og þetta er þó allavega góður staður, finnst þér það ekki?” „En langar þig ekki bara svolítið heim, Ruth? Saknarðu ekki einu sinni leikhúsanna, krikketspilsins á sumrin og — og jólaskreytinganna í Oxford Street?” „Er allt í lagi með þig?” spurði Ruth og lagði kaffibollann ákveðin frá sér. „Ef þú ert allt í einu komin með heimþrá get ég vel skilið það, eins og þú lifir. Alein í húsinu. Ég hef alltaf sagt að það væri ekki hollt fyrir þig. Ég sagði alltaf að þú ættir að selja húsið og flytja til mín og Sam og barnanna.” Það fór hrollur um Claire en henni tókst að leyna því. Henni þótti mjög vænt um systur sina en þó voru til tak- mörk. Þar að auki var hún ein þeirra sem verða að fá að vera ein af og til og líkurnar á hálftima einveru á heimili Ruthar voru næstum engar. „Ég sagði að þú hefðir eitthvað breyst, og þarna kemur það,” tilkynnti Ruth og horfði áhyggjufull á Claire. Hún hristi síðan höfuðið og bætti við: „Ef það er heimþrá hefurðu verið lengi að uppgötva hana. Þó að ...” bætti hún allt í einu við og horfði skilningsfull á Claire, „þá hefurðu verið sofandi siðast- liðin tvö ár, er það ekki? Kannski ertu að vakna — og ég myndi segja að það væri kominn timi til. Samt skaltu ekki vera að blekkja sjálfa þig, vina mín. Leikhús! Veistu hvað við Sam komumst oft til London frá Dorset í leikhús, þó að við hefðum efni á því? Með tvö smábörn? Við sjáum meira af London og leikhús- unum þar núna en við gerðum á meðan viðbjuggum í Englandi.” Þegar Ruth var komin inn i miðjan fyrirlesturinn byrjaði Claire að hlæja. Síðan breyttist hláturinn i fliss, nokkuð sem ekki hafði skeð i mörg ár. Hláturinn fyllti augu hennar og hárið féll niður á Noel svaraði ekki. Hann lét hana eina um að reyna að koma reglu á æstar hugsanir sinar. „Ef þú vilt aðeins biða,” sagði Claire kuldalega, „þá skal ég sækja sigarettu- hulstrið þitt.” Hann sneri sér allt i einu frá henni. „Það getur beðið til morguns,” sagði hann. „Góða nótt.” Hann var horfinn áður en henni tókst að opna dyrnar. EGAR fingur Claire komust fyrst í snertingu við þykkt kortið inni í umslaginu og hún sá glitta í gyllta rönd á brúninni, var fyrsta hugsun hennar: Æ, enn eitt kokkteilboðið! Allt í lagi, hugsaði hún um leið og hún dró út kortið og las orðin: Breska sendiráðið, efst í hominu, ég fer ekki. Ég nenni ómögulega að fara í þessi blessuð boð þeirra. Þar að auki er Bruce aldrei boðið svo að ég verð einhvern tíma að stoppa þetta. Hún þrýsti kortinu óþolinmóð aftur i umslagið og þreifaði í póstkassann eftir fleiri bréfum. Þar voru aðeins tveir reikningar og tvö vikublöð frá London sem hún var áskrifandi að. Henni varð alit í elnu hugsað til þess að fyrir utan Mildred frænku hennar, sem ekki var frænka hennar í raun og veru, og Dawn Reynolds, sem gengið hafði með henni i skóla, þá skrifaði henni enginn neitt meira en i hæsta lagi jólakort. Eólk gleymir þér fljótt þegar þú flyst að heiman, hugsaði Claire. Það var heldur ekki hægt að ásaka neinn. Fimm ár voru langur tími. Hún hafði snúið við því bakinu fyrir löngu siðan og hún ætti að vera orðin vön því. Ruth systir til dæmis, hugsaði hún um leið og hún lagði bQnum og fór inn í kaffi- hús. Ruth hafði komið til Makeli fyrir tíu árum og virtist vel geta hugsað sér að dvelja þar tuttugu ár i viðbót ef eiginmanni hennar þóknaðist. En heimili Ruthar var líka þar sem Sam og börnin voru, svo að það var víst bara eðlilegt. Kaffiilmurinn náði vitund hennar og hún tók eftir að þjónninn hafði þegar lagt bollann fyrir framan hana. Hún tók upp annað vikublaðið og varð starsýnt á forsíðuna sem skreytt var með mynd af ensku landslagi. Myndin færði hana mörg ár aftur i tímann, og enn einu sinni Lifandi blóm megna betur en flest annað, að gera daglegt umhverfi notalegt og líflegt. JÓLASTJARNAN frá okkur styttir skammdegið. Litskrúð hennar er sem vítamíngjafi, sem gleður alla og bætir. Gefið og njótið sjálf blóma. Lítið við í næstu blómaverslun. 46 Vlkan 50. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.