Vikan


Vikan - 13.12.1979, Síða 48

Vikan - 13.12.1979, Síða 48
Með lífið í lúkunum Seinna bindi æviminninga Rögnvalds Sigurjónssonar, píanóleikara. Skráð hefur Guðrún Egilsson. Útgefandi Almenna bókafélagið. Sagan einkennist af alvöru listamannsins, hreinskilni og víðsýni og umfram allt af óborganlegri kímni. Guðrún Egilson skráir sögu Rögnvalds sem þroskaðs listamanns af engu síðri léttleika en sögu bernsku hans og æsku sem kom út í fyrra og bar heitið Spilað og spaugað. Bókarkaflinn sem við höfum valið til birtingar nefnist: Menningarstríð og molskinns- föt. Þegar viö vorum búin að leigja í Skaftahlíöinni í tvö eða þrjú ár höföum við klárað alla peningana, sem við fengum fyrir kofann á Langholtsvegin- um. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við að brjótast í húsakaup aftur, enda þótt við ættum ekki krónu í sjóði og gerðum varla meira en framfleyta okkur með launum mínum og tekjum, sem Helga hafði fyrir ígripavinnu. Við rýndum í allar fasteignaauglýsingar, en sáum ekkert, sem við þorðum að ráðast í, fyrr en við rákumst á auglýsingu um hús í Hafnarfirði, sem átti að kosta 80 þúsund krónur. Við kíktum á húsið og það reyndist hafa þak og veggi, þó að það væri heldur óspennandi að utan og innan. Svo hófst píslarganga milli bankastjóra til að reyna að kría út peninga. Það var óskemmtilegt ferðalag, en með þvi að kreista fram öll þau krókódílstár, sem ég átti til, tókst mér að fá peninga fyrir hluta af kaupverðinu, en afganginn ætlaði ég að reyta inn með útgáfu og sölu á svokölluðum sérskulda- bréfum, sem kostuðu þúsund krónur stykkið. Ég gleymi því aldrei, þegar ég stóð með 40 bréf á horninu á Pósthús- stræti og Austurstræti og vissi ekkert i hvaða átt ég skyldi halda. Góður sölu- maður hef ég aldrei verið. 1 blankheita- kasti ætlaði ég eitt sinn að gera mér mat úr gömlum kjólfötum, sem ég var hættur að nota, og auglýsti þau til sölu. Til mín kom stuttur og sver sveita- maður, sem hafði svo mikinn áhuga á fötunum, að hann taldi nánast óþarft að máta þau. Ég var búinn að eyða pening- unum I huganum, þegar mér varð litið á karlinn i múnderingunni, fékk hláturs- krampa, sagði að hann gæti ekki látið nokkurn mann sjá sig svona til fara, og varð auðvitað af sölunni. En ekki var mér hlátur í hug, þegar ég var að reyna að losna við skrattans skuldabréfin, og það var hræðilega niðurlægjandi að sitja fyrir framan forríka karla, sárbæna þá um aðstoð, en fá ekkert nema ónot í hausinn. 1 eitt skipti varð ég svo vondur, að minnstu munaði, að ég þeytti úr blekbyttu framan í útgerðarmann einn, sem talaði við mig eins og ég væri land- eyða af verstu sort. Gísli Pálsson, læknir, góðvinur föður míns, gerði mér þann stóra greiða að tala máli minu við helztu peningamenn bæjarins og varð töluvert ágengt. Hann talaði m.a. við stórkaupmann, sem var frægur fyrir mestu og dýrustu fyllirí á Islandi, og lét hann í það skína, að hann ætlaði að kaupa eitthvað af mér. Þegar ég kom á skrifstofu stórkaupmannsins á tilsettum tíma var hann ekki viðlátinn sjálfur, en skrifstofustúlka sagði, að sér hefði verið falið að annast viðskiptin við mig. Ég bjóst við, að þarna myndi ég losna við góðan slatta, en ekki reyndist það rétt, þvi stúlkan sagði hátiðlega: — Hann ætlar að kaupa af yður eitt bréf. Þó fór svo, að við losnuðum við öll bréfin á tiltölulega stuttum tíma, hrósuðum happi, keyptum húsið og fluttumst suður I Fjörð. Okkur tókst fljótlega að lappa þannig upp á húsið, að það varð mjög huggulegt að innan. Verra var aö eiga við það að utan, því að það stóð við Reykjavíkur- veg, sem var malbikaður til hálfs, og var alveg á mörkunum, þannig að allan sólarhringinn voru bílar að hlunkast niður af malbikinu og ofan í drulluna fyrir framan gluggana hjá okkur, meö ferlegum hávaða, og sletturnar náðu alla leið upp á þak. Það stóð bæjarlífi í Hafnarfirði á ýmsan hátt fyrir þrifum, hversu stutt var til Reykjavíkur. Ýmiss konar þjónustu var mjög ábótavant, verzlanir voru fáar og flest þurfti að sækja í bæinn, sem gat verið býsna þreytandi, þar sem við höfðum engan bil. En á einu sviði stóð Hafnarfjörður framarlega, og það var einmitt á því sviði, sem mér stóð næst — tónlistarsviðinu. Þar hafði verið starfandi tónlistarfélag frá árinu 1946, og var starfsemin furðulega góð miðað við smæð bæjarins. Félagið rak tónlistarskóla og efndi árlega til all- margra tónleika, þar sem fram komu íslenskir og erlendir listamenn. Sjálfur átti ég heiðurinn af því að spila á fyrstu tónleikum félagsins árið 1946, en á eftir komu menn eins og Busch og Serkin, sem tóku miklu ástfóstri við land og þjóð og komu hingað oft, ýmist saman eða hvor i sínu lagi. Þeir, og flestir aðrir útlendingar, sem komu fram i Hafnar- Bíllinn sem vekur athygli A HOINIDA >4CC0RD 1980 Sparneytinn og lipur fjölskyldubíll 1. 80 din hestafla vél 2. framhjóladrif 3. sjálfstœð fjöðrun á hverju hjóli 4. 5 glra eða sjálfskipting 5- öryggisbelti í fram- og aftursæti 6. litaðarrúður 7. útvarp, klukka, snúningsmælir 8. viðvörunarljós ef hurðir eru opnar 9- mælir segir til um olíu- og olluskipingu 10. hiti og þurrka á afturrúðu á Islandi Suðurlandsbraut 20, sími 38772, Reykjavík. 48 Vikan SO.tbL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.