Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 22
Framhaldssaga endir, sagði hann kokhraustur. — Bara byrjun á einhverju nýju. — Guðminngóður. — Thelma, það er eins og við séum að leika í einhverri sápuóperu. Svona hlutir geta alltaf gerst, sagði hann þó hann myndi ekki eftir neinum öðrum sem þetta hafði komið fyrir hjá. Síminn hringdi stanslaust það sem eftir var dagsins. Og hann gaf þá skýringu sem honum fannst hentugust: Jóhanna varð greinilega að losa sig undan aðstæðum sem henni fundust óþolandi. Og hún ætlaði að gera það ein og óstudd, þannig var þetta einfaldlega. Fólk bauð honum barnagæslu, fæði, allt sem þvi datt í hug til að hjálpa. Fáið hana til að koma aftur, hugsaði hann. Fáið hana bara til að koma aftur. Meðan Billy var hjá Thelmu athugaði Ted fötin hans, leikföngin hans og lyfin hans. Þannig reyndi hann að gera sér grein fyrir þörfum hans. Jóhanna hafði alltaf verið vön að sjá um slikt. Daginn eftir fékk Ted örstutt bréf. Það var heldur ekki með neinu heimilis- fangi sendanda en hafði verið póstlagt Lake Tahoe, Nevada: Kæri Ted! Það er ýmislegt lagalegt drasl sem við þurfum að leysa úr. Ég hef beðið lögfræðing að senda þér þá pappira sem við þurfum til að leita skiln- aðar. Ég sendi þér líka þau skjöl sem þú þarft varðandi umráðarétt yfir Billy. Jóhanna. Honum fannst þetta Ijótasta bréfið sem hann hafði nokkurn tima í lífi sínu séð. SJÖTTÍ KAFLI Áður en hann hringdi í foreldra sina, foreldra hennar eða yfirleitt nokkurn annan, hringi hann ti! herra Gonzales. er var skyndilega orðinn mikilsverðasta manneskjan er hann þurfti að ná í. Herra Gonzales var fulltrúi hjá American Express. 2000 dalirnir sem Jóhanna hafði tekið út úr sameigin- legum bankareikningi þeirra voru nákvæmlega sama upphæð og foreldrar hennar höfðu gefið þeim á brúðkaups- daginn. Ted gerði ráð fyrir að henni hefðu fundist þeir peningar sin eign. Þau höfðu bæði krítarkort frá American Express þó Ted væri skráður fyrir þeim Hennar reikningar komu allir til hans. Kannski hafði hún flogið á milli borga, lifað Ijúfu lífi á hótelum, drukkið við úti- sundlaugar, tekið flagara með sér upp á herbergið — allt á hans kostnað. En ef hann var þannig kokkálaður ætlaði hann að minnsta kosti að bregðast við því eins og nútíma manni sæmdi. Hann hringdi til herra Gonzales, lét ógilda bæði kortin þeirra og gefa út nýtt kort handa sér. Frú Colby nokkur auglýsti bæði í The New York Times og viðskiptaskránni: Húshjálp fyrir þurfandi fólk. Samkvæmt reynslu sinni í auglýsingaþjónustu reikn- aði Ted með því að „þurfandi” þýddi það sama og „þarf að greiða meira”. En að minnsta kosti auglýsti frú Colby ekki að hún hefði einnig á sinum snærum gluggahreinsunarmenn og skúringakon- ur eins og svo margir aðrir gerðu. Hann vildi skipta við traustan miðlara sem' gæti útvegað áreiðanlegt fólk er kaus að vinna fyrir sér á þennan hátt. Hann var þó ekki viss um við hverju hann mætti búast þegar hann fór þangað. Og hann skildi fljótlega að málið var miklu flókn- ara en hann hafði nokkru sinni dreymt um. — Viljið þér manneskju sem er meira fyrir hreingerningarstörf en matseld? Eða meira fyrir barnaumönnun en hreingerningar? Vinir hans sögðu: — Þú færð aldrei manneskju sem er fullkomin í öllu, og eyðilögðu þar með drauma hans um eins konar Mary Poppins sem kæmi og leysti allan hans vanda. Hann vildi ekki að Billy væri i leikskóla allan daginn. Þeir leikskólar sem reknir voru allan daginn á vegum borgarinnar voru fyrir neðan allar hellur — þeir bjuggu við fjársvelti og óviðunandi húsnæði. Þar að auki var hann of tekjuhár til að geta gert sér vonir um að fá þar pláss yfirleitt. Og hann langaði til að halda lífi Billys að einhverju leyti í gömlum skorðum. Hann heimsótti því frú Colby á skrifstofu hennar á Madison Avenue. Á veggjunum héngu meðmælabréf frá fólki sem samkvæmt stöðu sinni hlaut að teljast mikilsvert. Skrifstofan hennar líktist helst testofu frá tímum Viktoríu drottningar, og við skrifborðið sat frú Colby, ábúðarmikil kona á sjötugsaldri og talaði með breskum hreim. — Viljið þér fá konu til að búa hjá yður eða dagshjálp, herra Kramer? — Dagshjálp, held ég. Ted áleit að hann yrði að borga kven- manni sem byggi hjá þeim 125 dali á viku og því hafði hann alls ekki ráð á. Hann gæti kannski fengið skólastúlku til að lita eftir Billy og gera nauðsynlegustu húsverk gegn fæði og húsnæði, en það væri á hinn bóginn ekki nægilegt öryggi fyrir Billy. Ted vildi fá einhverja konu sem gæti gengið honum í móðurstað. Miðað við fjárráð hans var skynsamleg- ast að fá konu sem ynni frá níu til sex fyrir 90—100 dali á viku. Og hún varð að tala góða ensku. Nágrannakona hans, Thelma, hafði ráðlagt honum það. — Þessi manneskja á eftir að vera mikið með Billy, sagði hún. — Þú vilt þó ekki að hann fari að tala með erlendum hreim? Ted fannst þetta hlálegt í fyrstu en komst svo á þá skoðun að Thelma hefði rétt fyrir sér. Hann vildi ekki að Billy fyndist hann öðruvísi en aðrir, þrátt fyrirallt. — Einhverja sem talar góða ensku, frú Colby. — Ó, góða ensku. Jæja, þá er ég hrædd um að þú megir fremur búast við að greiða 105 dali á viku en 90. — Bara fyrir að tala sæmilegt mál? — Fyrir góða manneskju, herra Kramer. Þær vaxa ekki á trjánum hér frekar en annars staðar. — Allt í lagi, 105 dalir þá, sagði Ted og fann að hér var um samningsatriði að ræða sem hann var þegar búinn að tapa. — Ég þarf að fá nokkrar upplýsingar um aðstæður yðar. Þér sögðuð að þið væruð tveir í heimili, þér og fjögurra ára sonur yðar? Og að þér starfið við auglýs- ingar? — Já. — Ogfrú Kramer? — Slapp út úr búrinu, frú Colby. Þetta var alveg ný útskýring hjá honum. — Ó! Það verður víst stöðugt algengara. — Er það? — Já. Þú ættir að vita best um það, kona góð, hugsaði hann. Þú heldur raunveru- lega um slagæð þessarar fjandans borgar þar sem þú situr í þessari skrifstofuholu þinni. — Auðvitað eru einstæðar mæður þó fjölmennari enn sem komið er. Og feðurnir fremur einstæðir vegna þess að konan hefur látist á einn eða annan hátt — af völdum sjúkdóms, hjartaslags, umferðarslyss eða verið myrt af ein- hverjum brjálæðingnum. Og svoeru það auðvitað slys í heimahúsum eins og að detta úr stiga eða drukkna i baði. Honum fannst sem það brygði fyrir alveg sérstökum glampa í augum frú Colby við þessa upptalningu. — Já, og svo er það kransæðastifla og... . — Égskil. — En við höfum haft nokkur tilfelli — þar sem hún hefur „sloppið út úr búr- inu”, eins og þér orðið það. Ég man eftir einu máli alveg nýlega. 38 ára gömul kona, tvö börn — stúlkur, tiu og sjö ára — hún skildi ekki einu sinni eftir bréf. Tók bara spariskyrtur mannsins síns — og gerði þarfir sínar i þær. — Frú Colby ... — Hún endaði á geðveikrahæli svo það er víst ekki beinlínis hægt að kalla þetta að hún hafi sloppið úr búrinu. Fremur að hún hafi verið sjúk. — Gætum við ekki frekar rætt um húshjálp? — Ég hef einmitt þrjár úrvals konur í huga. 115 dalir á viku. — Þérsögðuð 105. — Leyfið mér að athuga bókhaldið. Ó,já, 110. — Hefur yður nokkurn tíma dottið i hug að selja auglýsingapláss, frú Colby? — Afsakið? — Leyfið mér að hitta konurnar og þá getum við rætt kaupkröfur. Eftir 22 Vikan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.