Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 26
Vikan og Heimilisiönaöarfélag Islands Spjaldvefnaður — œvaforn list- grein o c. / dag er œtlunin að kynna spjaldvefnað og eru þeir eflaust margir, lesendur Vikunnar, sem aldrei hafa heyrt minnst á þessa tegund vefnaðar. Þau tœki sem til þarf eru mjög einfóld og œtti því ekkert að vera til fyrirstöðu að þið, lesendur góðir, kynnið ykkur þessa œvafornu listgrein, sem talið er að landnámsmenn hafi flutt með sér til íslands. Talið er að sögu spjald- vefnaðar megi rekja þúsund ár aftur í tímann og mun hann vera upprunninn austur í hinum fornu menningarlöndum. Þaðan barst hann norður um álfur en til íslands er talið að hann hafi flust með landnámsmönnum. Það er löngu liðin sú tíð þegar spjaldvefnaður var iðkaður á hverju heimili en fjöldi spjaldofinna banda, sem geymst hafa og ofin eru undantekingar- lítið fyrir síðustu aldamót, ber glöggt vitni þess að þá hafa margir kunnað listilega þessa tegund vefnaðar og sést það best á því hvílíkt snilldarhandbragð er á flestum þessum böndum. Flest böndin eru varðveitt í Þjóðminjasafninu. Spjaldofin bönd voru til Merkiö götin á spjöldunum eins og teikningin sýnir, ath. wol röð- ina á bókstöfunum. Teikningin sýnir hægri hlið spjaldsins. Merkið götin með sömu bókstöf- um á vinstri hlið. 2 Veljið tvo liti (t.d. grettisgarn) misdökka. Rekið faðmslanga uppistöðu í 6 spjöld: 12 þræði dökka og 12 þræði Ijósa = 24 þræðir (sjá mynd 1). 3 Dragið þræðina i spjöldin eftir teiknuðu mynstri. Þar táknar lóðrétt rúðuröð eitt spjald og rúöurnar fjórar eitt gat hver, sjá bókstafi. Þræðirnir eru dregnir inn í hægri hlið á öllum spjöldum = (sjá mynd 2). = dökkur þráður. = I jós þráður. stóran hnút þegar þeir eru allir orðnir jafnstrekktir (sjá teikningu). 4 Mittisbandi (belti) er smeygt inn í skiliðvið hnútinn og bundið um mittið. Lykkjuhnútur gerður á uppistöðuna og snærislykkja kappmelluð upp fyrir þann hnút og smeygt upp á hurðarhún, gluggakrók, ofn eða annað sem ekki lætur undan. Stóllinn 7 1. mynstur. A B C D 1. spjald: dökkur dökkur Ijós Ijós 2. spjald: Ijós dökkur dökkur Ijós 3. spjald: Ijós Ijós dökkur dökkur (teikning) 4. spjald: dökkur Ijós 1 jós dökkur 5. spjald: dökkur dökkur Ijós Ijós 6. spjald: Ijós dökkur dökkur Ijós Þegar dregið hefur verið í öll spjöldin er krossbundið um þau, ekki fast, svo mynstrið ruglist ekki. Ath. að bókstafirnir eiga að standast á. Lausu endarnir eru stroknir fram úr spjöldunum og bundnir saman i færður þar til uppistaðan er hæfilega strekkt. 5 ivafið er undið i skilhönk (sjá mynd 3). Það sést mjög lítið, má því vera hvor liturinn sem er. Krossbandið utan um spjöldin f jarlægt. Ofið: Spjöldunum er öllum snúið í einu, 1/4 úr hring, að sér eða frá sér, farið með fingri inn í skilið upp við spjöldin, fingurinn færður að bandinu (hnútnum fyrst) og ivafið dregið i gegnum skilið, spjöldunum snúið (1/4 úr hring), fingur inn í skilið á sama hátt, þrýst með honum á ívafið og jaðar lagfærður um leið ef þarf, ívafið í gegn, spjöldunum snúiðo.s.frv. (sjá mynd3og5). Snúningar sem myndast aftan við spjöldin eru látnir hverfa, annaðhvort með því að snúa spjöldunum stundum að sér og stundum frá sér með vissu milli- bili (auðvelt) eða með því að klippa upp úr slönguendanum og rekja snúðinn ofan af þráðunum þeim megin, jafna síðan þræðina og hnýta saman á ný (seinlegra). 8 Einfaldasti frágangur á spjald- ofnum böndum er að láta uppi- stöðuendana mynda skúfa (sjá mynd 6). 9 Vefið 4-5 sýnishorn úr uppi- stöðunni, 25-30 sm löng. a) Spjöldunum snúið í sömu átt fyrir hverja 10-15 sm. b) Spjöldunum snúið 4 sinnum að sér og 4 sinnum frá, til skiptis. c) Mynstrinu breytt. Veltið öðrum helming spjaldanna, 4. 5. og 6., þannig að sú hlið sem áður var hægri hlið verði vinstri. Raðið síðan litum með því að snúa þessum spjöldum hverju fyrir sig þannig að litir í 6. spjaldi standist á við liti i 1. spjaldi, i 5. spjaldi eins og í 2. spjaldi og í 4. spjaldi eins og í 3. spjaldi (sjá mynstur- teikningu). Spjöldunum snúið eins og áður, öllum i einu 1/4 úr hring. d) Mynstrinu breytt. Raðið lit- um þannig að sami litur í hverju spjaldi sé annað- hvort að ofan eða neðan. Vefið síðan með þvi að snúa spjöldunum hálfhring frá sér og hálfhring að sér til skiptis. Munið að binda um spjöldin áður en slakaðer á uppistöðunni. 26 Vikan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.