Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 47
Að setja mörk Tilgangurinn með því að setja lög sem banna foreldrum að slá börn á ekkert skylt við það að börn eigi að fá leyfi til þess að haga sér eins og þau vilja og að ekki eigi að banna börnum né setja þeim mörk. Það er ekki verið að reyna að örva hið svokallaða „frjálsa uppeldi”, þegar börnum var sama sem ekkert bannað, lítið var gripið inn i athafnir þeirra og þau fengu að ráða sér mikið sjálf. Flestir sálfræðingar nú á dögum álíta að það sé nauðsynlegt að setja börnum einhver mörk og stoppa þau í ýmsum athöfnum. Það getur gefið börnum mikla óöryggiskennd ef þau fá ekki einhverjar reglur og mörk um hvað má og hvað ekki má. Það er hins vegar mikilvæg spurning í þessu sambandi hvaða mörk á að setja. Þó að ekki sé hægt að gefa algildar reglur í því sambandi er það hins vegar víst að þau mörk sem sett eru verða að fara eftir aldri og þróunarstigi barnsins. Það væri t.d. fásinna að vera með boð og bönn við ungbörn eða að reyna að fá þau til að skilja samhengi hluta og orsök og afleiðingu. Börn á aldrinum eins til þriggja ára skilja t.d. ekki að slegið sé á fingurna á þeim eða á kinnina í þeim tilgangi að fá þau til að hætta einhverju. Þau finna bara til án þess að skilja samhengið á milli þess að slegið sé í þau og að eiga að hætta einhverri athöfn. Flvað viðvíkur börnum á virkum aldri, eins og eins til þriggja ára, er hins vegar augljóst að þau verður að stoppa í ýmsum athöfnum, t.d. ef þau ætla að eyðileggja hluti, skemma sjónvarp, hljómflutningstæki og því um líkt. En það má gera á margan hátt, eins og að færa börn burt, reyna að beina athyglinni að öðru, gera eitthvað nýtt fyrir þau, svo eitthvað sé nefnt. Það er hægt að setja börnum mörk á margan hátt. En mikilvægt er að foreldrar geri sér grein fyrir hvaða mörk þeir vilja setja og hvers vegna og fram- fylgi síðan settum ásetningi. Að leyfa eitt í dag og annað á morgun, að vera strangur annað veifið og eftirgefanlegur hitt, er ekki að setja mörk. Það getur bæði gert börn rugluð í ríminu og haft í för með sér að fullorðnir verða pirraðri út í barnið, þar sem uppeldisaðferðirnar bera engan árangur. Að sýna reiði Fullorðnir verða oft reiðir við börn. Reiði veldur þvi oft að börn eru slegin. Margir eiga erfitt með að sýna reiði. Það er hins vegar ein af aðferðunum til að sýna börnum að foreldrar vilji að þau hegði sér á ákveðinn hátt, að þeir sýni reiði sína og segi af hverju þeir eru reiðir. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að sýna smábörnum reiði á sama hátt og stærri börnum, þar sem þau skilja iðulega ekki hvað sagt er. En ef reiði er sýnd í eðlilegu samhengi getur það oft komið í veg fyrir barsmíðar. □ 19. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.