Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 11
Brynhildur Georgía Bjömsson. Hún er fædd í Sviþjóð, uppalin í Danmörku og Þýskalandi, dvaldi sex ár af lífi sínu í Suður-Ameriku en kom svo heim til að gerast bátasjómaður, bóndi og kennari. Brynhildur Georgia Björnsson hefur ekki bundið bagga sina sömu hnútum og samferðamennirnir, lífs- hlaup hennar hefur verið sviptingameira en flestra landa hennar. Og í þessu viðtali við Vikuna stiklar hún á stóru í úrtaki á stormasamri ævi sinni. — Ég er fædd í Sviþjóð. dóttir Björns Björnssonar og Mariu Jónsdóttur Maack. Ég ólst svo að nokkru leyti upp í Danmörku þar sem afi minn, Sveinn Björnsson, siðar forseti Islands, var sendiherra og á stríðsárunum var ég í heimavistarskóla í Norður-Þýskalandi. Það voru hræðilegir tímar, fólk átti afskaplega bágt en það var eins og erfiðleikarnir tengdu það betur saman. Annars var ég svo ung þá að ég var ekki farin að gera mér grein fyrir alvöru lífsins, ég hafði alltaf á tilfinningunni að þrátt fyrir allt væri mér óhætt. Loft- árásir voru tíðar. það leið varla sú nótt að við þyrftum ekki að leita í loftvarna- byrgin. Mér leiddist það og reyndi stundum að sleppa við það. En refsingin var sú að ég var skikkuð i viku- uppvask sem mér fannst öllu verra en loftvarnabyrgin. Þannig var skrúfað fyrir þann leka. — Matvörur voru af mjög skornum skammti, ungpíudraumar minir snerust þess vegna ekki um prins á hvitum hesti heldur mat. Ég komst þó öðru hverju í fri til Danmerkur þar sem ég úóð mig út af góðgæti, keypti síðan ýmsa smá- vöru eins og tvinnakefli og öryggisnælur og skipti á þessu og mat í Þýskalandi. Flísaframleiðslan sem fór f vaskinn — Þegar skólanámi lauk réðst ég sem heimiliskennari til Suður-Ameríku. Þannig hafði ég ætlað mér að flakka um á milli ríkja og skoða mig um. Ég byrjaði hjá þýskri fjölskyldu í Buenos Aires en var ekki búin að vera þar nema í 3 vikur þegar ástin kom til skjalanna i liki landa Matvörur voru af mjög skornum skammti, ungpíu- draumar mínir snerust þess vegna ekki um prins á hvítum hesti heldur mat. Ég held aö þaö sé eitthvaö þaö viöbjóðs- legasta sem ég hef komist í um dagana því þegar hitinn kemst upp í vissa gráðu rís líkið upp í kistunni, rétt áöur en það verður aö ösku. míns þó furðulegt megi virðast að fara svo langan veg til að leita að slíku. Enda var það svo sannarlega ekki áætlunin. En við gengum sem sagt i hjónaband. Hann var með alveg sérstaka flísafram- leiðslu á prjónunum en þegar til kom áttu flisar þessar og loftslagið cnea samleið svo það fór allt i vaskinn. 'Jm tima seldum við þvottasnúrur í mismun- andi löngum rúllum, svo réðst ég sem hjúkrunarkona til þýskrar konu sem rak búgarð utan við Buenos Aires. Hún átti lamaðan eiginmann sem ég átti að sjá um. Hann var með afbrigðum spikaður og ég átti fullt í fangi með að snúa honum í rúminu enda alveg komin á steypinn. Hann dó svo drottni sinum, blessaður maðurinn, og vegna hitans eru lík brennd þarna samdægurs. l.ögin kröfðust þess að eitthvert óvilhallt vitni væri viðstatt atburðinn og ég tók það að mér. Ég held það sé það viðbjóðslegasta sem ég hef komist í um dagana því þegar hitinn kemst upp i vissa gráðu rís likið upp í kistunni, rétt áður en það verðuraðösku. — Eg dvaldi alls í sex ár i Suður- Ameríku, aðallega Argentinu, og á þessum tíma fékkst ég svo sannarlega við sitt af hverju mér til lifsviðurværis. Ég fékk t.d. statistahlutverk i kvikmynd með þeim Cesar Romero og Mariu Montez sem þá voru frægar stjörnur. Ég átti að vera mætt klukkan 7 á morgnana til vinnu og fékk 17 pesos á dag. En mestur hluti dagsins fór i hangs meðan sama atriðið var tekið upp aftur og aftur. Ég man t.d. eftir einum degi sem fór allur i að endurtaka atriði þar sem Cesar Romero stendur uppi á kassa og á að kyssa Mariu Montez. Ég held að þetta hafi verið leiðinlegasta vinnan sem ég hef komist i, svona aðgerðaleysi á ákaflega illa viðmig. — Það tók mig langan tíma að komast inn í latneska hugsunarháttinn þó ég væri fljót að læra málið. Þarna lætur fólk hverjum degi nægja sína þjáningu sem er afskaplega framandi hugsunar- háttur fyrir Norðurlandabúa. En smám saman smitast maður af þessu unaðslega 19. tbl. Vikan XI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.