Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn 33ja ára pipar- karl Sœll elsku Póstur! Við erum hérna tvær vinkonur aiveg í vandrœöum, þú ert sá eini sem við getum leitað til. Þannig er mál með vexti að umsjónarkennarinn okkar hefur verið að reyna við eina vinkonu okkar. Hún tekur þetta mjög nærri sér og hefur ekki sagt neinum frá því nema okkur. Það er ekki nema von, því hann er 33ja ára piparkarl. Hvað eigum við að gera til að hjálpa henni? Eigum við að segja frá þessu og kœra kennarann? Tvœr áhyggjufullar. Þeir hljóta að vera alveg hrylli- legir, þessir 33ja ára piparkarlar og reyndar í hæsta máta ósenni- legt að svona hundgamall maður hafi nokkuð að gera við stúlku á ykkaraldri. Gætið ykkar á því að gera ekki neitt vanhugsað og forðist að láta aðra komast að þessu. Leyndarmálið er best geymt hjá ykkur og ef þið farið varlega lagast allt með tímanum. Ef þetta kemst í hámæli getur það valdið vinkonu ykkar enn meira hugarangri og orðið henni til tjóns á ýmsa vegu. Líklega hjálpið þið henni best með því að þegja yfir leyndarmálinu með henni og aðstoða hana við að forðast kennarann, einkum þó að vera ein með honum á næstunni. Um síðir fellur þetta í gleymsku og vinkona ykkar lítur atburðina í öðru ljósi en áður. Plakat af Þursaflokknum Kœri Póstur. Ég vil byrja á að þakka allt gamalt oggott í Vikunni, mér fumst hún MJÖG góð. Jæja, ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er að mig langar að biðja um plakat af Þursa- flokknum í Vikuna. Efþað er búið að koma gœtir þú þá sagt mér í hvaða tölublaðiþað var? Ég man ekki eftir fleiru. Bæ, bæ. Stína. P.S. Ég vona að Helga sé södd. Plakat af Þursaflokknum birtist í 50. tbl. 1978 og þú getur keypt það blað með því að hafa samband við afgreiðslu Vikunnar, síminn er 27022. Eins og ljóslega sést var Helga pakksödd þessa stundina og hlý orð um Vikuna þakkar Pósturinn kærlega og vonar að þessi skoðun þín taki ekki nokkrum einustu breytingum í framtíðinni. Mig langar í sveit Kæri Póstur! Nú eru góð ráð dýr. Þannig er mál með vexti að ég er með algjöra dellu í að komast í sveit. Ég er að verða tólf ára og hef aldrei prófað neitt svoleiðis en pabbi og mamma vilja ekki heyra það nefnt að ég fari til einhverra ókunnugra. Hins vegar þekki ég fullt af strákum sem hafa reynt það og eru alsælir með að hafa gert það. Reyndar held ég að mamma æsi pabba upp, hún er alltaf svo hrædd um að eitthvað komifyrir mig. Get ég ekki fundið mér sveitapláss sjálfur með ein- hverjum ráðum og spurt hana s\’o seinna um leyfl? Og hvert á ég þá að leita? Svaraðu strax og þá skal ég lesa Póstinn næstu hundrað árin. Blessaður gamli, og takk fyrir. Einn sveitó. Það ætti varla að gera þér neitt annað en gott að fara um tíma að heiman og það tekst þér örugglega að sannfæra móður þína um. Farðu varlega í sakirnar og ekki væri úr vegi að þú talaðir fyrst við pabba þinn í einrúmi og fengir hann í lið með þér. Þið feðgamir ættuð svo að geta sannfært móður þína um nauðsyn þess að þú fáir að reyna eitthvað á eigin spýtur og fjarri fjölskyldunni. Þetta eru ekki nema nokkrir mánuðir á ári og foreldrar þínir geta aflað sér upplýsinga um viðkomandi heimili áður en þú leggur af stað. Oft hefur unglingum reynst erfítt að komast á sveitaheimili yfir sumartímann en árangurs- ríkast er að þú fylgist með auglýsingum í dagblöðunum og einnig ætti Ráðningarstofa land- búnaðarins að geta veitt þér ein- hverja fyrirgreiðslu. Ef ekkert er komið út úr þessu undir vorið skaltu prófa að auglýsa sjálfur og jafnvel þótt ekki rætist úr þetta sumarið eru fleiri eftir og KLÁMHÖGG! Aðalsteinn Ingólfsson svarar Pétri Friðrik Sumir listamenn eru svo miklir bógar að það þarf áratuga samsæri gagnrýnenda til að troða þá niður í svaðið, fyrir öfund og illgirni auðvitað. Einn af þeim er Pátur Friðrik sem enn stendur uppróttur eftir þessar órósir, sem betur fer og nú þarf hann að nó sór niðri á þessum kónum í gagnrýnendastétt. Að vísu virðist hann þurfa að fara ansi langt aftur í tímann til að koma höggi ó undirritaðan, — batnandi manni er best að lifa, — og þá er það klámhögg. Hann nefnir í viðtali sem Vikan hefur fundið hjó sór hvöt til að taka við hann, að ég þekki ekki sundur Snorra Arinbjarnar og Gunnlaug Scheving, vegna þess að óg hafi víxlað myndum eftir þá á sýningu að Kjarvalsstöðum. Það skiptir nú kannski ekki höfuðmáli að enginn sem ég hef talað við kannast við þessa víxlun. Lóðið er að allar myndir sem settar voru upp á umrædda sýningu voru í skró feðraðar nákvæmlega eins og merkingar þeirra og skýrslur borgarinnar sögðu fyrir um og það var ekki hlutverk mitt að ganga þvert á þær upplýsingar. En í sambandi við atvik af þessu tagi, þá vil ég geta þess að ég rugla oft og tíðum saman myndum Péturs Friðriks og margra annarra málara, Irfandi sem látinna, — og lái mér það hver sem vill. Aðalsteinn Ingóffsson Dagblaðið kan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.