Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran Sumariö 1717 eru tveir menn á ferð ríðandi á leið til Hóla yfir Kolbeinsdal, þar sem nú heitir Flekkuhvammur. Þegar þeir eru komnir yfir ána stíga þeir af baki og taka af koffortahestum þeim sem þeir hafa með sér. Þá sjá þeir tvær kindur nálægt sér utarlega í Ástungum, aðra hvíta, hina svarta. Annar ferða- langanna, sem sýnilega er fyrirmenni, biður nú fylgdarmann sinn að hjálpa sér að handsama kindurnar. Þeir ná þeim og binda þær sauðbandi. Því næst opnar fyrirmennið koffort sín og tekur þar upp skurðhnífa ýmiss konar og önnur áhöld og tekur til við að skera í kindurnar. Og hann lætur ekki staðar numið fyrr en hann hefur skorið annan bóginn af báðum kindunum. Síðan saumar hann svarta bóginn á hvítu kindina. Meðan hann er að starfa þessum er hinn bógurinn orðinn svo lífvana að þessi skurðmeistari treystist ekki til að græða hann við svörtu kindina, eins og ætlun hans hafði verið, og slátra þeir félagar henni þess vegna. Að svo búnu sendi skurðmeistarinn fylgdarmann sinn á undan heim með koffortahestana, en varð sjálfur eftir hjá kindinni og dvaldist hann þar í þrjá sólarhringa, þangað til hann þóttist viss um aö hún myndi lifa. Enda fór svo að þessari kind batnaði að fullu, lifði mörg ár eftir þetta og varð hin vænsta ær, en hvammur sá sem þetta fór fram í ber síðan nafnið Flekkuhvammur. Skal nú gerð nokkuð nánari grein fyrir þessum frábæra skurðlækni sem notaði þannig þúfnakolla fyrir skurð- borð og fjallahvamm fyrir skurðstofu til vísindalegra tilrauna sinna. Steinn biskup á Hólum og frú Valgerður kona hans áttu nokkur börn og koma þrjú þeirra við þessa sögu: Jón Steinsson, sem tók sér viðurnefnið Bergmann, og systur hans tvær, Jórunn og Helga. Bróðir Steins biskups hét Þorgeir og er sagt að hann hafi búið á Skaga áður en hann fór að Hólum og varð ráðsmaður hjá bróður sínum árið 1716. Þorgeir var afbragðslæknir. Átti hann og lækningabók ágæta og var sagt að Jón bróðursonur hans hefði lært undir- stöðu læknislistar hjá honum. En hann hefur þá verið mjög ungur því hann var aðeins 16 eða 17 vetra þegar hann sigldi til náms árið 1714. Jón var þrjú eða fjögur ár erlendis og sóaði mjög fé sinu, en lærði læknisfræði. Jón Espólín lýsir Jóni Steinssyni svo að hann hafi verið skáld gott og haft gáfur til hvers sem hann tæki sér fyrir hendur, og svo góður læknir að það hafi verið í minnum haft. Ýmis kvæði eru enn i dag til eftir Jón Steinsson og hafa sumir jafn- LISTA- LÆKNIR r- r-tsrf* 4^ dk. vel eignað honum kvæðin Ég veit eina baugalínu og Björt mey og hrein, sem annars eru venjulega eignuð séra Stefáni Ólafssyni og prentuð í Ijóðmælum hans. Þessi visa kvað einnig vera eftir Jón: Blíð til máls með bjartan háls ber af áls ljóss sólum, dokkin frjáls er dýja báls dóttirPálsáHólum. Jón hefur að líkindum komið til Islands aftur sumarið 1717 og er sagt að hann hafi komið út í Hofsós. Þegar hann var stiginn af skipsfjöl gerði hann boð heim til Hóla að sækja sig og föggur sínar og var þá maður sendur eftir honum út í Hofsós. Þeir fóru yfir Kolbeinsdal á inneftirleið og þá var það að Jón gerði hina furðulegu skurðaðgerð á kindunum, sem lýst var hér að framan. Um þennan atburð orti Sigurður Pétursson vísu, sem stendur i einum mansöngnum i Stellurímum og alkunn er orðin: Steins var kundar konst ótrauð og kraftaverk við ýta, bóginn þann af svörtum sauð setti á hinn hvíta. Að lokinni ferð þessari fór Jón heim að Hólum og tók þegar að iðka lækning- ar sínar, sem oft þóttu undraverðar og gáfustmörgum vel. Þá bjó bóndi nokkur í Miklabæ í Óslandshlíð miðaldra og í röð betri bænda. Hann var sullaveikur eða meinlætafullur, eins og það var þá kallað. Bóndi kom eitt sinn heim að Hólum seint um sumarið, hitti Jón Steinsson og sagði honum frá vanheilsu sinni og bað hann ásjár. Jón tók því vel og tók bónda með sér á afvikinn stað. Þar skoðaði hann manninn nákvæmlega og sagði að því loknu að sýki hans væri erfið viðfangs. Samt fékk hann bónda lyf sem hann sagði honum að nota hálfan mánuð og láta sig svo vita hvort nokkur breyting yrði á sjúkleik hans við það. En þau virtust ekki koma að gagni. Þá fékk bóndi enn önnur lyf hjá Jóni og virtist sjúkdómurinn réna nokkuð við þau. En þegar leið fram á veturinn þróaðist krankleikinn að nýju og enn leitaði bóndi ásjár hjá Jóni. Jón sagði að sig hefði lengi grunað að sjúkdómurinn yrði erfiður viðfangs en sagði bónda að hann yrði að fara frá sér lyfjalaus heim að þessu sinni en kvaðst ætla að koma út að Miklabæ einhvern tíma um veturinn og tala betur við hann. Bóndi fór nú heim til sín. Og nú leið og beið þangað til seint á góu. Þá fór Jón Steinsson einn góðan veðurdag út að Miklabæ og Ólafur bryti með honum. Bóndi tók þeim mætavel og bauð til baðstofu. Að nokkrum tíma liðnum læsti Jón baðstofuhúsinu og fór að tala við bónda. Hann kvaðst nú vera kominn til að bjóða honum tvo kosti. Annar væri sá að hann hætti við allar lækninga- tilraunir við hann en hinn að hann skæri hann upp. Og væri það þó ábyrgðarlaust af sinni hendi hvort hann héldi lifi eða ekki. Bóndi kaus síðari kostinn. Jón bjó bónda nú rúm á miðju gólfi, þar sem alls staðar mátti ganga í kringum hann, lét hann síðan leggjast niður, bar lyf að vitum hans og batt um litlafingur hans. Nú leið nokkur stund. Maðurinn tók að fölna og varð hvítur sem nár. Þá kveikti Jón ljós, fékk Ólafí það og skipaði honum stranglega fyrir hvernig hann ætti að halda því. En hann átti að halda því svo nærri líkama bónda að það veitti honum yl. Jón tók nú upp tæki sín og risti bónda á kviðinn, en ekki samt lifhimnuna. Því næst tók hann silfurskeið og eitthvert glerilát. Hann hafði líka stóra kollu við höndina og jós úr bónda svo miklu vatni að undrum sætti. Þegar því var lokið saumaði Jón kviðinn saman aftur, leysti utan af fingri hans og bar eitthvert lyf að vitum hans. Þá fór að færast blóð í andlit bónda þangað til hann leit upp. Að þvi búnu hagræddi Jón bónda sem best hann kunni og opnaði baðstofu- húsið. Eftir þetta var hann þrjá sólarhringa á Miklabæ á meðan bóndi var að hressast. En hann komst vonum fyrr á fætur og því næst til fullrar heilsu og kenndi aldrei sullaveiki eftir þetta. Svo var háttað til á Miklabæ að þar var um þetta leyti unglingsstúlka um fermingu, greind og eftirtektarsöm. Hana langaði til að vita hvað Jón gerði við manninn. Hún klifraði þess vegna af götupalli, sem var annars vegar i baðstofunni, upp á skammbita og þaðan gat hún séð og heyrt hvað gerðist í baðstofunni. Eftir þessari stúlku er frá- sögnin hér að framan höfð. Hún óx upp og fór út í Fljót og hafðist þar við mest- alla ævina og varð meira en áttræð. Það mun hafa verið sumarið 1718 að Jón átti i kappræðum við Benedikt Bekk. Þegar honum þótti torvelt að sigra Benedikt sagði hann: „Þú verður ekki jafnstæltur Benedikt — þegar selurinn er að rífa þig!” En Benedikt svaraði: „Ekki mun ég þó drepa mig sjálfur!” Hvort tveggja rættist. Eftir að Jón kom heim úr siglingu komst hann í kynni við stúlku eina sem Þórunn hét Ólafsdóttir, af ætt Bjarna Jónssonar á Skarðsá. Hann eignaðist dóttur með Þórunni og vildi síðan kvænast henni. En foreldrar hans voru því mjög mótfallnir fyrir mannvirðingar- sakir, einkum móðir hans. Jóni féll illa að fá ekki að njóta stúlku sinnar og 4. febrúar 1719 tók hann inn eitur, að sagt er, en sá sig þó um hönd og bað um mjólk úr þrílitri kú sem hann vissi að væri þar i fjósinu. Þetta yrði hann að fá svo fljótt sem mögulegt væri. En fjóslyklarnir fundust ekki fyrr en seint og síðar meir. Þegar mjólkin svo loksins kom var svo af Jóni dregið að hann gat ekki neytt hennar og lét hann þarna líf sitt. En af Benedikt er það að segja að hann drukknaði í Héraðsvötnum nokkru síðar og reyndist líkið nokkuð rifið af sel þegar það fannst. Eins og ég gat um i upphafi máls míns áttu þau Steinn biskup og frú Valgerður dætur tvær, Helgu og Jórunni. Þær giftust báðar og er margt stórmenni frá þeim komið, svo sem Geir biskup Vídalin. Helga var hæglynd og spök eins og faðir hennar en Jórunn sór sig í móður- ættina, stórlynd, örorð og óstillt í fram- göngu. Meðan þær systur voru í föður- garði vandaði biskup oft um þetta við Jórunni en hún fór sínu fram. Faðir hennar óttaðist að hún myndi láta einhvern skólapilta fifla sig þvi hún var oft að tuskast við þá. Aftur var hann óhræddur um Helgu því hún var stillt stúlka og frásneydd öllum solli. Eitt sinn dulbjó biskup sig svo enginn þekkti hann. Hann gekk því næst til Helgu dóttur sinnar þar sem hún var ein á afviknum stað og bað hana að lofa sér að sofa hjá henni. Hún færðist undan í fyrstu en biskup sótti málið þeim mun fastara. Loks lét Helga til leiðast og spurði: „Hvar eigum við þá að vera?” Biskup svaraði engu og gekk á burt en Helga stóð forviða eftir. Svo hitti hann Jórunni og hafði sömu tilmæli við hana. En hún varð æf og sló biskup utanundir og sagði: „Þú verður að finna mig áður en þú færð að sofa hjá mér, karl minn!” Biskup lét sem sér litist ekki á blikuna og fór burt. Skömmu síðar gerði hann boð eftir 50 ViKan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.