Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 30
Draumar Stopp — þvi þetta er Kristófer Kólumbus Kæri draumráðandi. Viltu ráða þennan draum sem mig dreymdi. Ég var með vinkonu minni og sáum við krakka (10 mánaða — 3 ára). Þeir voru mjög illa klæddir. Við tókum þessa krakka inn í eitthvert hús sem ég átti að eiga heima í og fórum inn í ein- hverja kompu. Við klæddum krakkana (þeir voru þrír). Ég tók til öll fötin og þegar ég ætlaði að fara að klœða þriðja krakkann var vinkona mín búin að því. Við fórum með krakkana (held heim til þeirra en í eitthvert skiptið var eins og krakkarnir væru dúkkur). Þessi vinkona mín, X, er sko alls engin pía (maður getur ekki orðað þetta almennilega), ofboðslega sein I öllu. Jæja, ég var úti að labba, þá sá ég X í bíl, brúnni, sanseraðri Cortinu, og var hún við stýrið. Hún bað mig að koma í bíó og svo sagði hún að hún mætti vera á bílnum og mér fannst það skrýtið því pabbi hennar er svo umhyggjusamur yfir bílnum. Þar að auki er hún undir lögaldri. Ég var í skólanum og var systir mín með mér. Ég var að reyna að sýna henni tvær stelpur (önnur hundljót og leiðinleg en hin æðislega sæt, Z). Síðan ætlaði ég að sýna systur minni glas sem ég hafði keypt. Þá sé ég tvœr stelpur I mínum bekk (vinkonur) vera að fara eitthvað með stelpu sem er I sama aldurshóp og við (hún talar ekkert við okkur). Jæja, þá kemur Z að mér og fer að tala við mig. Ég fer með systur minni í eina stofuna I skólanum og þar er lítill skápur sem ég á. Kennarinn sem hefur þessa stofu hleypti mér og systur minni inn). Ég fór í skápinn og náði í glasið (sem var rauðvínsglas) og sýndi henni það. Þá allt í einu var kominn strákurinn sem ég var að passa, Bjössi, og síðan kom annar strákur sem sagðist heita Bogi. Þá kom mamma Bjössa og sagði að hann héti ekki Bogi heldur Hörður (eða Hrólfur) og var hann bróðir Bjössa og tveimur árum yngri (5 ára). Svo kom annar strákur sem átti að vera bróðir þeirra (Arnar eða Árni) og var hann þriggja ára. Þá breyttist skóla- stofan í herbergi. Ég fór niður á gang og var þá allt eins og I höll. Ég var að horfa á ein- hvern leik og allir þeir er sátu saman voru í hálfgerðum krók. Ég hló eitthvað að leiknum en þá byrjaði maður í klefa við hliðina á mér að lemja mig með brúnum púða i hausinn og hló hann síðan illgirnislega. Allt í einu voru brœðurnir orðnir stórir og áttu að erfa mann sem var dáinn. Það var einnig annar maður sem átti að erfa manninn en þeir ætluðu að drepa hann tilað fá alla peningana. Þeir voru búnir að setja hann á kross. Þegar ég kom sagði ég: Stoppið þetta því þetta er Kristófer Kólumbus. Svo sýndi ég fólkinu blað þar sem sýnt var að allir þessir fjórir menn áttu að fá mikla peninga, Bjössi mest en þessi á krossinum minnst. Kær kveðja. 20 Einkennandi fyrir næstu tímabil í lífi þínu er rótleysi og þú ættir að varast að láta vini þína ráða of mikið yfir athöfnum þínum. Vinkona þín, sem var á bíl föður síns í upphafi draumsins, mun eiga velgengni að fagna á næstunni og hún gæti haft góð áhrif á ýmislegt í umhverfi þínu á næstunni. Smávægilegir erfiðleikar valda þér hugarangri um tíma en úr öllu rætist á óvæntan máta. Farðu varlega í allar meiriháttar ákvarðanir varðandi framtíðina og ýmis- legt í lok draumsins bendir til að hollast væri að leggja meiri rækt við vinnu og nám innan veggja skólans. Siglt með strönd- inni_________________________ Kæri draumráðandi. Mig dreymdi draum sem mér þætti vænt um að fá ráðinn. Mér fannst ég og konan mín vera stödd um borð í hvalveiðiskipi. Ég eyddi fyrstu tímunum í að læra handtökin um borð en ekki man ég hvað hún gerði á meðan. Ætli hún hafi ekki bara verið niðri hjá kokknuml! Svo þegar kvöldaði fannst mér okkur vera ætlaður svefnstaður inni hjá skipstjór- anum og var það mikill heiður. Þegar dagaði aftur fór ég upp á dekk og horfði yfir hafið. Þá fannst mér eins og skipstjórinn sigldi svo nálægt landi að mér var ekki farið að standa á sama. Ég spurði hann hvað hann meinti með því að sigla svona alveg upp að ströndinni. Hann svaraði því til að hann vissi alveg hvað hann vœri að gera og að hann hefði aldrei siglt í strand hingað til. Mér fannst þetta ákafega furðulegt og skildi ekki almennilega hvað hann ætlaði sér að veiða svo nálœgt landi! Einhvern veginn svona var nú draumurinn og vona ég að þú sjáir eitthvað út úr þessu. Áskrifandi. Skipsferð í draumi er oftlega táknræn fyrir lífsgöngu dreym- andans, eða ákveðna hluta hennar. Sennilega er það svo í þessum draumi og mun skip- stjórinn vera einhver áhrifa- valdur í lífi þínu, jafnvel tákn fleiri en eins manns í vökunni. Flest bendir til þess að þú eigir reglusamt og farsælt líf fyrir höndum en ákveðin öfl valdi því að á stundum finnist þér lífsgöngunni stjórnað um of fyrir þig af öðru fólki. Engin stór áföll ná að valda þér tjóni og bæði fjárhags- afkoma og annað mun verða á sólarhliðina. Hins vegar mun það verða þín skoðun á stundum að meiri áhættu fylgi einnig von um skjótari og meiri árangur ef vel tekst til og í draumnum kemur ekki fram hvernig fer að leikslokum. 1 þessum efnum verður kona þín þolandi, engu síður en þú sjálfur, en til þess að geta sagt nánar til um merkinguna hefði þurft að tilgreina fleiri atvik úr draumnum. Við glaum og gleði Draumráðandi góður. Fyrir nokkru dreymdi mig draum sem hefur setið mjög í mér. Ég sendi þér hann í von um að þú ráðir hann ef þú sérð eitthvað út úr honum. Mér fannst ég vera um borð i einhvers konar ferju og átti hún að flytja mig til lands sem ég man ekki hvað hét. Mér fannst ég ætla í langt ferðalag, ein og fótgangandi. Ég hlakkaði mjög mikið til og hafði ég keypt mér ferðabúning í tilefni ferðalagsins, samfesting sem var svona purpurarauður að lit en það undarlega var að hann var allur bættur og snjáður. Um borð í ferjunni var margt kátt fólk og mér fannst ég vera í einhvers konar setustofu. Einhver byrjaði að syngja og þá fannst mér ég allt í einu vera komin með flðlu í hendurnar og byrjuð að spila á fullu. (Ég tek það fram að fyrir utan að læra á blokkflautu í eldgamla daga hef ég aldrei snert á neinu hljóðfæri, hvað þá flðlu!) Kvöldið leið við glaum og gleði og ég var mjög svekkt þegar ég vaknaði og heyrði regnið lemja rúðurnar og vissi að framundan var aðeins venjulegur vinnudagur. Með fyrirfram þökk. Ein hlédrœg. Eitthvert leyndarmál hefur valdið þér duldri ánægju um sinn og þess er varla langt að bíða að upp komist um pukrið. Hins vegar kemur í ljós að þessi leynd hefur verið með öllu ástæðulaus og ýmislegt verður til þess að tilveran tekur á sig sýnu ánægjulegri blæ en verið hefur um skeið. Söngur margra manna i draumi getur boðað hvassviðri og rigningu og mun svo vera í þessum draumi þínum. 30 Vikan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.