Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 21

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 21
Fjórði hluti sent fjögurra ára dreng í heimavistar- skóla. Afi og amma? Ted fannst sem hans eigin foreldrar hefðu eytt öllum sínum kröftum í að vera afi og amma barnanna hans Ralphs í gegnum árin. Hann tók það nærri sér hvað þau sýndu Billy litinn áhuga þá sjaldan þau komu til New York. Faðir hans sat límdur við sjónvarpið, jafnvel þótt Billy væri að gera eitthvað sem var alveg einstakt í augum Teds. Eins og til dæmis að brosa. Móðir hans tönnlaðist sífellt á þvi hvað Ralph hefði verið yndislegt barn og hvað börnin hans Ralphs hefðu verið yndis- leg ungbörn. Ef foreldrar hans nenntu ekki einu einu sinni að sýna Billy neinn áhuga á skyndiferðum sínum til New York var hæpið að áhuginn yrði neitt meiri þó þau sætu uppi með hann til langframa.Tengdaforeldrar hans voru algjörar andstæður að þvi leyti að þar gengu öfgarnar í þveröfuga átt. Þau voru hlægilega taugaveikluð. — Látið hann ekki standa þarna, hann gæti dottið út um gluggann. — Mamma, við erum með öryggislæsingar á gluggun- um. — Hann er með hita. — nei, Harriet, það er dagurinn sem hefur hita. Næstum fjörutíu stig. Hann gæti látið þau hafa drenginn og vonað svo að hann spjaraði sig þrátt fyrir allt. Það var að minnsta kosti áreiðanlegt að Billy mundi ekki detta út um neinn glugga í þeirra umsjá. En mundi þeim þykja vænt um Billy? Voru þau yfirleitt tengdaforeldrar Teds lengur? Allt virtust þetta óskynsamlegar ráðstafanir. Hvorug voru fær um að hafa Billy. Billy var barnið hans. Hann tilheyrði honum. Ted ætlaði að gera sitt besta. Það var það sem hann vildi. Hann sótti Billy í leikskólann og fór með hann heim. Thelma hringdi og bauðst til að hafa hann. Það var ekkert aukaálag á hana því börnunum kom svo vel saman. Hún spurði hvort hann hefði heyrt nokkuð frá Jóhönnu. Honum fannst hann skulda fólki skýringu og sagði henni því að Jóhanna kæmi ekki aftur. Hún ætlaði ekki heldur að hafa Billy. Thelma tók andköf. Hann gat heyrt það í gegnum simann, alveg greini- leg andköf. — Guð minn góður. — Þetta er svo sem enginn heims- Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir 19. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.