Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 34

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst í RÓOG NÆÐI Það er dásamlegt að fá gesti í mat. Og enn dásamlegra þegar þeir fara. Þá getur maður sparkað af sér skónum, losað um bindið, slengt fótunum upp á borð og fengið sér einn góðan drykk fyrir svefninn á meðan frúin hreinsar öskubakkana og sinnir ýmsum smáverkum sem óumflýjanlega fylgja í kjölfar vel heppnaðs matarboðs. Ég hlakka alltaf jafnmikið til þeirra stunda þegar síðustu gestirnir kveðja. Þá fyllist stofan friði, maður masar aðeins við konuna um hversu góður marascino- búðingurinn hafi verið svo ekki sé minnst á Sanghai-steikina. Það er dýrlegt að halla sér makindalega aftur í stólnum sínum, njóta drykkjarins án þess að þurfa sífellt að brosa til hægri, vinstri og beint fram, án þess að þurfa að hlaupa í kringum gestina með vindla- kassann og gæta að því í leiðinni að allir séu nú með nóg í glösunum. Þegar gestirnir eru loks farnir getur maður verið eins og maður á að sér og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinum glösum nema sínu eigin. Að sitja einn eftir með glas í hendi er hámark sælunnar hvað mig áhrærir. En það gerðist nú fyrir skömmu að við hjónin vorum með 8 manns í mat og enginn virtist ætla að fara þó svo að klukkan tifaði stanslaust. Klukkan varð tólf, hálfeitt og svo eitt en enginn hreyfði sig. — Sunnudagur! hrópaði ég allt í einu og benti á dagatalið sem hékk á veggnum. — Þetta er vitlaust, það er kominn mánudagur. Ég stóð upp og bjó mig undir að rífa sunnudagsseðilinn af dagatalinu en þegar ég var kominn hálfa leið að veggnum varð mér ljóst að enginn hafði tekið eftir þessari upphrópun minni þannig að ég sneri aftur og settist í stól minn. Ég reyndi aftur: — Sunnudagur! Dagatalið er vitlaust — ÞAÐ ER KOMINN MÁNUDAGUR! Ég stóð aftur á fætur og ætlaði að rífa sunnudagssnepilinn af en Thomsen varð fyrri til. — Láttu mig um þetta, sagði hann en írafárið var svo mikið að tvö blöð fuku og niður- staðan varð ÞRIÐJUDAGUR. — Fjandinn! sagði hann, — þetta var helst til mikið. Það breytir engu, við verðum þá bara fram á þriðjudag! Allir hlógu. Það þarf svo lítið til að koma fullu fólki til að hlæja. Ég sat í heilan hálftíma og beið þess eins að einhver færi að sýna á sér fararsnið. Skyrtu- kraginn angraði mig, skórnir þrengdu að fótunum, í stuttu máli sagt þá leið mér afskaplega illa og óskaði þess að fólkið færi nú að koma sér svo ég gæti fengið að njóta þess að sitja í ró og næði. Ég gerði tilraun til að ná athygli frú Larsen sem sat í sófanum og skvaldraði við Nyberg. — Hvað eru barnapíur með á tímann núorðið? spurði ég og bætti svo við: — Eru þær ekkí Stjörnuspá llnilurinn 2l.m;irs 20.ii|iríl Yiutið 21.-.jiríl 2l.ni;ii T\ibumrnir 22.m;ii 2l.júni kr;'.bhinn 22. jimi 2.4. juli l. jónið 24. júli 24. jiíú'l >lc‘> j;in 24.;li*úsl 2.4.sc-pl. Gerðu sem minnst að því að blanda þér í einkamál annarra. 1 fæstum tilvikum gerir það nokkurt gagn og afleiðingar slikrar afskiptasemi eru ósjald- an bæði afdrifaríkar og neikvæðar. Hversdagsleikinn er að sliga þig og þér finnst að ekkert geti breytt núverandi ástandi. Stundum getur lika verið nauðsynlegt að sjá um allar breytingar af eigin rammleik. Þér gengur illa að mynda þér skoðun á kunningja þinum — sem greinilega er ekki allur þar sem hann er séður. Sýndu aðgætni í samskiptum en reyndu þó að vera með jákvæðara móti. 1 þessari viku muntu þurfa á allri þinni þolinmæði að halda og ættir að kappkosta að sýna sjónarmiðum annarra meiri skilning því það eru fleiri en ein hlið á máli hverju. Seinlæti og áhugaleysi á ýmsum sviðum að undanförnu kemur þér nú í koll og þú þarft að taka á honum stóra þínum við að kippa öllu I liðinn aftur af eigin rammleik. Vertu á verði ef einhver kunningi biður þig um peningalán og gættu þess að hafa tryggingu fyrir því að endur- greiðslan verði á þeim tíma sem þér hentar best og þú óskar;eftir. Gættu þess að gleyma ekki gefnum loforðum, því ella getur illa farið. Breytingar á núverandi högum leggjast illa í þig en gætu orðið þér gleði- gjafi síðar. Spurúdrckinn 24.okl. 2.4.iio\. Svartsýni og deyfð sækir að þér en þar er við engan að sakast nema eigið áhugaleysi og deyfð. Hertu þig upp og líttu í kringum þig þvi erfiðleikar þínir eru ekkert einsdæmi. 1101*111.1011 rinn 24.00». 21.(lcs Fjármálin eru að komast á græna grein ogjþér finnst tilvalið að gera þér dagamun í tilefni þess. Farðu varlega i þeim efnum því innan tíðar gæti ástandið orðið svipað og áður. Slcingcilin 22.úcs. 20. jan. Vikan verður nokkuð góð í heildina en til þín eru gerðar miklar kröfur og þér finnst oft að þú munir ekki rísa undir þeim mikið lengur. Þetta hefst með þolin- mæði og ódrepandi áhuga. \alnsbcrinn 2l.jan. I'í.fcbr. Miklar deilur eru í uppsiglingu og því betra að halda dómgreindinni á réttum kili. Dragðu ofurlítið i land því ekki er öllnóttúti ennog þú getur komið þínu að þótt siðar verði. Fiskarnir 20.fcbr. 20.mars Flýttu þér ekki um of í sambandi við allar meiriháttar ákvarðanir þvi það gæti valdið þér ófyrirsjáanlegu tjóni. Eitthvað sem hvilir mjög þungt á þér snýst til betri vegar innan skamms. 34 VlKati 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.