Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 17

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 17
Þýtt í samráði við Neytendasamtökin úr Forbruker-Rapporten. S.H. en samkvæmt niðurstöðu neyt- endasamtakanna var þaðekki taliö til ágætis. Glerjað stál Það er mikið úrval af pottum úr stáli með glerungi bæði utan sem innan. Það er mjög létt að þvo þessi ílát. En sterkar sýrur skemma glerunginn, hann getur orðið mattur og ójafn. Einnig brotnar út úr pottunum við högg og við mikinn hita getur glerungurinn sprungið. Þessir pottar eru því heldur viðkvæmir hlutir. Auðvitað fer endingin eftir upphaflegum gæðum en það er ekki auðvelt að átta sig á því í upphafi hver þau eru. Sléttur botn Botninn á pottinum á að vera sléttur og falla vel að hellunni. Þannig verður hitinn best nýttur. Það skiptir ekki öllu máli þó potturinn nái út fyrir helluna, en hann má ekki vera minni en hellan. En allra best er að botninn sé alveg í samræmi við helluna. Ef pottbotninn er mjög þunnur er meiri hætta á að maturinn brenni við. Það kom í Ijós að síst brann við í pottum úr áli. Það skiptir líka miklu máli að botninn sé af réttri þykkt. Mjólkurmat er langbest að sjóða í álpottum. Það var niðurstaða í fyrrnefndri könnun aö hvorki pottar úr ryðfríu stáli eða með glerungi voru heppilegir til þess að matreiöa i mjólkurmat. Hellustærð Algengasta stærð á hellum á þeim eldavélum sem við þekkjum er 14,5 sm, 18 sm og 22 sm. Stærðin á pottunum sem hér eru falir er nokkuð i samræmi viöþetta. Þið skuluð þó vera búin að mæla út til vonar og vara og bera saman við uppgefna stærð i versluninni. Þið sparið mikið rafmagn ef potturinn er í samræmi við hellustærðina og það er þvi til nokkurs að vinna ef tekst að velja mátulega stóra potta. Skrautmunir Þvi miður freistast margir til að kaupa potta eftir útlitinu og hugsa ekkert um notagildi. Það getur auðvitað stundum farið saman, að fallegur hlutur sé frábær að öllum gæðum, en þvi miður eru fínheitin oft á kostnað gæðanna. Flestum pottum fylgir leiðarvísir og upplýsingar um efni og meðferö. Kynnið ykkur leiðarvísinn eftir föngum og verið óhrædd við að leita ráða hjá afgreiöslufólkinu. Rétt mun að kaupa potta úr mismunandi efnum, þannig að þá sé hægt að velja hvern skal nota við þetta eða hitt tækifæriö. Niðurstaða norsku könnunarinnar var samt alfarið álpottunum í hag. í pottaskápinn og þá er eins gott að pottarnir þoli högg. Best er að botninn á pottinum sé þykkur, bæði svo potturinn sé stöðugur og til að síður brenni við í honum. Ál leiðir vel hita Pottar úr áli eru að jafnaði bestu ilátin, þó með því skilyrði að þeir séu nokkuð þykkir og botninn ekki minna en 1/2 sm þykkur. Ál leiðir mjög vel hita. Gallinn við ál er sá að ýmsar sýrur og saltupplausnir gera pottana flekkótta og stundum geta myndast svartar smáholur. En hægt er að meöhöndla ál á ýmsan hátt til að komast hjá þessu. Er þá um nokkurs konar húðun að ræða, en því miður nuddast hún af þegar mikið er skafið eða nuddað. Hægt mun að fá potta úr áli sem eru með glerungi að utan en teflon að innan. Glerungurinn hlífir auðvitað m jög en teflon hefur ekki reynst vel. Teflon er nokkurs konar plast- húð sem notuö er innan í potta og pönnur til að koma í veg fyrir að matur brenni við. Það hefur sýnt sig að þetta er fremur gagnslítiö ráð. Ef við notum þeytara eða hrærum með áhöldum sem hafa hvassar brúnir geta komið skemmdir í húðina. Með pottum sem hafa teflonhúð fylgja stundum leiðbeiningar og þá varað við að nota áhöld sem geta rifið húðina. Það er líka mjög varasamt að pottur með teflon- húð ofhitni. Það kom fram, i rannsókninni að teflon var stund- um notað til að fela hve botninn var þunnur. Álpotta ætti ekki að þvo i UDDbvottavél. Þeir verða mattir Hór er dœmi um vel formufl eyru. Þafl er þægilegt afl taka í þau og engin hætta á afl maður brenni sig á pottinum. Handföng, eyru og tappar á lokum mega ekki leiða hita. Það á ekki að vera nauðsynlegt að nota potta- leppa. Til vinstri er stálpottur með álbotni. með glerungi afl utan. Ryflfrftt stál Til hægri er skaftpottur úr stáli en leiflir illa hita. Takifl eftir hvernig tappar eru á hætta sá á að maflur brenni sig á lokum pottanna. Það er slæmt ef hendinni þegar lokinu er lyft. þeir eru smáir efla f grópi þannig afl Algengasta stærfl á eldaválahellum er 14,5, 18 og 22 sm. Gætið þess að botninn á pottinum sé sem næst jafnstór hellunni. og flekkóttir. Glerjaða álpotta með teflon má þó setja i uppþvottavél. Ryðfrítt stál Ryðfrítt stál, sem notað er í suöupotta, er blanda með 18% króm og 8% sink. Stáliö þolir vel högg og ómjúka meðferð og þolir vel kemisk efni, þó ekki sterkar saltupplausnir. En ryðfrítt stál leiðir illa hita. Slíkir pottar ættu þvi aðvera með kopar-messing- eða álbotni. Hið siðastnefnda er algengast. Matur festist mjög við potta úr ryðfriu stáli, þó svo botninn sé úr öðru efni. Hægt er að forðast að allt brenni við með því að hafa aldrei háan hita á plötunni. Ryðfrítt stál þolir flest þvotta- efni en ekki má skafa eða rífa með grófum bursta óhreinindin af. Pottar úr ryðfríu stáli eru einnig til með glerungi að utan 19> tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.